Á ferð um Heimaey

HBH_austurbaer_24

Áfram er brakandi blíða á Heimaey. Halldór B. Halldórsson brá sér í ferð um eyjuna í dag. Sjáum hverjir urðu á vegi hans. (meira…)

Flogið í fallegu veðri

Það var veðrið til að setja dróna í loftið í Eyjum í dag. Það gerði einmitt Halldór B. Halldórsson. Hér að neðan má sjá flugið yfir eyjuna. (meira…)

Gott útlit með norsk-íslenska síld í Barentshafi

sild2.jpg

Útlit er fyrir að þrír sterkir árgangar af norsk-íslenska síldarstofninum séu að alast upp í Barentshafi um þessar mundir. Þetta eru niðurstöður árlegs vistkerfisleiðangurs í Barentshafi sem er samvinnuverkefni Norðmanna og Rússa, og greint er frá m.a. á vef norsku Hafrannsóknastofnunarinnar. Leiðangurinn var farinn á tímabilinu 10. ágúst til 7. október 2023 með þátttöku fjögra […]

Henrik Máni á láni til ÍBV

Henrik Máni Hilmarsson (1000 x 667 px) (2)

Knattspyrnumaðurinn Henrik Máni Hilmarsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Í tilkynningu frá félaginu segir að Henrik sé 21 árs varnarmaður sem komi til með að styrkja ÍBV í öftustu línu. Henrik hefur komið við sögu í leikjum Stjörnunnar síðustu […]

Fella niður ferðir um helgina

herjolf_bjarnarey

Ferðir Herjólfs kl. 14:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:45 frá Landeyjahöfn falla niður á laugardag og sunnudag vegna ónægs dýpi á rifi. Þetta segir í tilkynningu frá skipafélaginu. Þar segir enn fremur að aðrar ferðir þessa daga séu á áætlun. Þeir farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum koma til með að fá símtal frá […]

Engar humarveiðar í sjónmáli

hafro 23

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að engar humarveiðar verði stundaðar árin 2024 og 2025 Veiðar á humri hafa verið bannaðar frá árinu 2022 vegna bágs ástand stofnsins. Vísitala humarhola í stofnmælingaleiðangri árið 2023 tvöfaldaðist frá árinu 2021 þegar síðast var farið í leiðangur, en mældist lægsta vísitala frá upphafi humarholutalninga árið 2016. Lengdardreifingar humars í stofnmælingaleiðöngrum hafa hins […]

Felldu tillögu um breytingu á heimgreiðslum

Bedid_eftir_leikskolaplassi_IMG_3116_min

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Vestmannaeyjabæ gerði – á fundi fræðsluráðs – grein fyrir stöðu heimgreiðslna eftir breyttar reglur sem tóku gildi 1. janúar sl. Í janúar lágu fyrir 14 umsóknir um heimgreiðslur fyrir börn sem eru orðin 12 mánuða gömul og á biðlista eftir leikskólaplássi. Af þeim fengu 7 fulla heimagreiðslu og 4 hlutagreiðslu. Þrír […]

Benedikt sigraði í bráðabana

DSC_4197

Í gærkvöldi fór fram úrslitaeinvígi milli tveggja efstu keppanda á Skákþingi Vestmannaeyja. Hallgrímur Steinsson og Benedikt Baldursson urðu efstir og jafnir eftir að Skákþinginu lauk, báðir með 9 vinninga af 11 mögulegum. Því var háð úrslitaeinvígi þeirra á milli. Einvígið var jafnt og hörkupennandi. Þriggja skáka einvíginu lauk með jafntefli 1,5 – 1,5. Þá fór […]

Störtuðu Mottumars með göngu

DSC_4212

36 manns mættu við Arnardrang í gær til að taka þátt í krabbagöngu Krabbavarnar. Gengnar voru tvær leiðir og að göngu lokinni leit göngufólk við í verslunum sem höfðu opið út af göngunni. Með þessari göngu er Mottumars formlega byrjaður í Eyjum. Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er […]

Breyting á áætlun Herjólfs í kvöld

20230429_173832

Vegna hækkandi öldu þegar líða tekur á kvöldið og aðstæðna við hafnargarðinn í Landeyjahöfn falla niður ferðir kl. 22:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 23:15 frá Landeyjahöfn. Brottför frá áætluð var kl. 20:45 frá Landeyjahöfn hefur verið seinkað til kl. 22:30. Næstu ferðir eru því: Frá Vestmannaeyjum kl. 19:30. Frá Landeyjahöfn kl. 22:30. Þeir farþegar sem […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.