Óhapp um borð í Herjólfi

Seinkun er á seinni ferð Herjólfs frá Þorlákshöfn vegna óhapps á bíladekki ferjunnar. Að sögn Harðar Orra Grettissonar, framkvæmdastjóra Herjólfs gerðist þetta á siglingu til Þorlákshafnar í seinni ferð dagsins. Kör virðast hafa farið út úr flutningavagni á hlið vagnsins. Í körunum voru sjávarafurðir. Hörður segir að á þessari stundu sé ekki vitað um frekara […]
Ók á verslunina Sölku

Í morgun varð óhapp við tískuvöruverslunina Sölku við Vesturveg. Ökumaður pallbíls keyrði á glugga verslunarinnar. Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Eyjum voru tildrög óhappsins með þeim hætti að ökumaðurinn steig óvart á bensíngjöfina í stað bremsunnar með þessum afleiðingum. Stefán segir að blessunarlega hafi ekki verið nein slys á fólki, einungis er […]
Tilnefnt í stýrihóp

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra hefur sett af stað umfangsmikið verkefni við greiningu á starfsemi sýslumannsembætta landsins og mótun framtíðarstefnu fyrir málaflokkinn. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að á sýslumannadeginum í september í fyrra hafi dómsmálaráðherra kynnt fyrir sýslumönnum og starfsfólki þeirra áherslur sínar, sem felast fyrst og fremst í áframhaldandi stefnumótunar- og greiningarvinnu til að móta […]
Flogið yfir Eyjar

Við sjáum nú myndband sem tekið var í gær. Þar fer Halldór B. Halldórsson með okkur á flug yfir Vestmannaeyjar í blíðskaparveðri. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Yfirlýsing frá Sea Life Trust

Ég skrifa fyrir hönd SEA LIFE TRUST Beluga Whale Sanctuary til að lýsa eindregnum mótmælum okkar að fyrirhugaðri byggingu stórskipahafnar beint á móti Klettsvík. Sem stofnun, sem er tileinkuð velferð Mjaldra, höfum við miklar áhyggjur af hugsanlegum skaðlegum áhrifum sem þessi þróun myndi hafa á griðastað okkar og nágranna umhverfi. Bygging og rekstur stórskipahafnar í […]
Ráðherrann ræður

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma fyrir helgi að skora á fjármálaráðherra að draga tilbaka kröfur um að Vestmannaeyjabær láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og allar úteyjarnar. Í bókun bæjarstjórnar segir: ‘’Eignarhald Vestmannaeyjabæjar gagnvart heimalandinu og úteyjum í heild sinni er ótvírætt og stutt óyggjandi gögnum. Sérstök lög voru sett árið 1960 um […]
Undirbúningi ábótavant

Gjaldskrá sorpförgunar hefur verið talsvert í umræðunni undanfarnar vikur. Ný gjaldskrá var tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í liðinni viku. Undirbúa hefði þurft breytingar á gjaldtöku vegna sorpmála talsvert betur. Nokkurar upplýsingaóreiðu hefur gætt vegna málsins og gjaldskrá ekki tilbúin þegar gjaldtaka átti að hefjast, sem gefur til kynna að yfirfara hefði þurft málið […]
Þrýst á um framlengingu á flugi

Um næstu mánaðamót rennur út samningur Vegagerðarinnar við Flugfélagið Erni um áætlunarflug til Vestmannaeyja. Ný verðkönnun stendur yfir þar sem ekki var hægt að framlengja við Erni vegna reglna um hámarksgreiðslur sem eiga við um þetta tímabundna flug. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður allt gert til þess að ekki verði rof á þjónustunni og flogið […]
Siglt til Þorlákshafnar næstu daga

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar mánudag og þriðjudag skv. eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni. Hvað varðar siglingar fyrir miðvikudag, þá verður gefin út […]
Ingi í stjórn KSÍ

Ársþingi KSÍ lauk með kosningu til stjórnar síðdegis í dag. Á þinginu var Þorvaldur Örlygsson kjörinn formaður. Hafði hann betur gegn þeim Guðna Bergssyni og Vigni Má Þormóðssyni. Sjö manns voru í framboði um fjögur laus sæti í stjórn. Eyjamaðurinn Ingi Sigurðsson var einn þeirra sjömenninga sem í framboði voru. Ingi hlaut næst flest atkvæði, […]