Herjólfur 3. vs. Herjólfur 4.

Það er komið meira en ár síðan ég lofaði því að fjalla aðeins um þessi 2 skip og bera þau síðan saman og þar sem Herjólfur 3. er kominn á sölu er kannski tímabært að gera það núna. Byrjum á byrjuninni Herjólfur 3. er þrítugur núna í sumar og ýmislegt gekk nú á, bæði í aðdragandanum […]

Hlaðvarpið – Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir

Í tuttugasta og fyrsta þætti er rætt við Sigurbjörgu Kristínu Óskarsdóttur um líf hennar og störf.  Sigga Stína, eins og hún er kölluð, ræðir við okkur um lífshlaup sitt, hvernig samfélagið tók henni þegar hún kom frá Vík, Krabbavörn í Vestmannaeyjum og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra lesna grein sem […]

Hlaðvarpið – Elva Ósk Ólafsdóttir

Í tuttugasta þætti er rætt við Elvu Ósk Ólafsdóttur um líf hennar og störf. Elva Ósk ræðir við okkur um hvernig það var að alast upp í Eyjum, fjölskylduna, leiklistina og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra lesin kafla úr Sögu Vestmannaeyja sem Sigfús M Johnsen skrifaði 1946. Þetta sögubrot er […]

Hlaðvarpið – Ágúst Halldórsson

Í nítjánda þætti er rætt við Ágúst Halldórsson um líf hans og störf. Ágúst ræðir við okkur um hvernig það var að alast upp í eyjum, fjölskylduna, vinnuna og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra lesið fréttatilkynning og kvæði sem birtist í Blik 1960, og ber nafnið Herjólfi fagnað. Þetta sögubrot […]

Vertíðin 2017

 Að undanförnu hafa borist fréttir um það að þrátt fyrir gríðarlegan niðurskurð á aflaheimildum, þá hafi stórútgerðin væntingar um það að þrátt fyrir minni kvóta þá muni þeir jafnvel halda óbreyttum hagnaði og jafnvel bæta í, vegna þess að hin hliðin á minni afla er oft á tíðum hærra afurðarverð. En um þessa hlið útgerðarinnar […]

Hlaðvarpið – aukaþáttur vegna Goslokahátíðar

Aukaþáttur vegna Goslokahátíðar í Vestmannaeyjum. Okkur sem stöndum að hlaðvarpinu Vestmannaeyjar – mannlíf og saga langaði að fagna 48 ára goslokaafmæli með sögubroti sem er upptaka af þætti síðan 1983. Þátturinn nefnist Eldgosið í Heimaey fyrir 10 árum. Þar sem umsjónarmenn Eyjapistils, þeir Arnþór og Gísli Helgasynir rifja upp ýmislegt frá gosinu sem stóð frá 23. […]

Hlaðvarpið – Gísli Helgason

Í átjánda þætti er rætt við Gísla Helgason um líf hans og störf. Gísli ræðir við okkur um hvernig það var að alast upp í Eyjum og Reykjavík, fjölskylduna, eyjapistil, tónlist, hljóðbókasafnið og ýmislegt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra lestur á grein úr Sögu Vestmannaeyja sem Sigfús M Johnsen skrifaði 1946. […]

Far þú í friði vinur

Með þessum fátæklegu orðum kveð ég vin minn og náinn samstarfsmann til margra ára.  Kveðjustundin er mér lærdómsrík og sérstaklega sár í ljósi þess að Bragi var að ljúka störfum og við átti að taka notalegt ævikvöld eftir stranga starfsævi, þegar á hann ræðst illvígur sjúkdómur sem sigrar á endanum félaga minn. Baráttumann sem gat […]

Minning: Bragi Júlíusson

Þegar ég hugsa til Braga Júlíussonar dettur mér Heimaklettur í hug. Sterkir og mikilfenglegir. Þeir fóru báðir vel með það og þar var gott að reiða sig á svona trausta hlekki. Þeir áttu það sameiginlegt að standa sína plikt. Samt voru þeir ekkert skildir. Heimaklettur frá Vestmannaeyjum og Bragi ættaður úr Þykkvabænum. En leiðir þeirra […]

Skuggahliðar kvótakerfisins

Skuggahliðar kvótakerfisins eru svo ótrúlega margar að í sjálfu sér væri hægt að skrifa langa grein bara um þær, en tökum smá dæmi. Kínaleigan, sem var þannig í upphafi að útgerðir gátu leigt öðrum aðila bát sinn með öllum aflaheimildum, en sá sem leigði til sín gat þá nýtt aflaheimildirnar á sinn bát innan ársins, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.