Maður með byssu
Ég finn til með Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Jeffrey líður örugglega mjög illa, hann finnur til mikils óöryggis á Íslandi og telur einu mögulegu lækninguna við þessari vanlíðan, að vopnast, bera á sér byssu. Ég vona að honum verði ekki að ósk sinni. Vopnaðir vænisjúkir einstaklingar eru stórhættulegir. En Jeffrey er vorkun. […]
Gleðilega Þjóðhátíð…….eða nei bíðum aðeins….

Að sitja í sófanum heima hjá mér á föstudegi á Þjóðhátíð, fylgjast með upplýsingafundi Almannavarna og gráta úr mér augun er eitthvað sem ég hélt ég myndi aldrei upplifa. Ég á að vera á leiðinni í Dalinn, klyfjuð kökum, lefsum, gosi og alls kyns góðgæti fyrir setningarkaffið í hvíta tjaldinu. Ég á að vera að […]
Sýnum samfélagslega ábyrgð

Covid stríðið geysar enn á Íslandi sem og annarstaðar í heiminum. Hér á landi var hægt að koma böndum á ástandið með samstilltu átaki þjóðarinnar. Nú hins vegar er veiran komin aftur á kreik. Fyrir dyrum stendur nú verslunarmannahelgin. Vissulega skrýtnasta verslunarmannahelgi í Vestmannaeyjum í rúma öld. ÍBV tók þá skynsamlegu ákvörðun að aflýsa Þjóðhátíð með […]
Orð í bauk
Ekki alls fyrir löngu tók Herjólfur örlítinn snúning fyrir utan Landeyjahöfn. Netverjar og álitsgjafar voru fljótir að taka sér lyklaborð í hönd og banna fólki að ræða málið af sannleika, því sannleikurinn er víst stundum sagna verstur. Ég ætla því að fylgja þessum fyrirmælum og mæla nokkur orð um hann Herjólf blessaðann, já blessaður er […]
Taktleysi?

Hásetar, bátsmenn og þernur á Herjólfi standa nú í kjarabaráttu við vinnuveitanda sinn. Megin krafa þeirra er að bætt verði við fjórðu áhöfninni svo að vinnudögunum fækki úr 20 á mánuði niður í 15 daga án þess að laun skerðist. Forsvarsmenn Herjólfs hafa sagt að þetta sé ígildi 25% launahækkunar umræddra skipverja. Fram kom í […]
Sjómannadagurinn 2020, seinni hluti
Það fór nú eins og ég spáði varðandi ráðgjöf Hafró að ýsan var aukin, en að mínu mati hefði mátt auka hana aðeins meira. Þegar maður hins vegar horfir á ráðgjöf Hafró sl. áratug varðandi ýsuna, mætti halda að þetta væri ákveðið með einhvers konar jójói og happ og glapp hvar það stoppar. Ýsan var […]
Sjómannadagurinn 2020
Sjómannadagshelgin er runnin upp og því tímabært að gera upp vertíðina. Fyrir ári síðan spáði ég því, að vegna þess að ekki voru leyfðar loðnuveiðar vertíðina 2019. Þá væri augljóst að sú innspýting í lífríkið í hafinu myndi gefa af sér annaðhvort verulega auknar aflaheimildir í bolfiski eða góða loðnuvertíð 2020. Þegar ég skrifaði þetta fyrir […]
Tafaleiðir framkvæmda og stjórnun í þágu fjöldans

Í vetur hafa náttúruöflin svo sannarlega minnt okkur á hvaða kraftar það eru sem raunverulega ráða ríkjum. Veikleikar í raforkukerfinu sem Landsnet hefur í mörg ár bent á voru afhjúpaðir. Samgöngur stöðvuðust og hefur Öxnadalsheiðin til dæmis verið ófær 12 sinnum í vetur. Þá lágu fjarskipti niðri. Kerfið sjálft fer ekki að lögum Uppi er gríðarlegur vandræðagangur […]
Stór maður, stutt kveðja
Það finnast í veröldinni menn, svo stórir og miklir, að augun fanga þá ósjálfrátt, ef frá þannig mönnum geislar einlægnin barnsleg og hlý, eignast þeir líka stað í hjörtum manna. Þannig var Eiríkur hestur! Hann var fastur fyrir en hjartað var stórt og ylur þess vermdi fleirri sálir en almennt gerist. Brosið breitt og faðmurinn […]
Það er svoleiðis……..Covid uppgjör StelpuKonu

Ég er fáránlega lífhrædd mannvera, hef verið svona frá því ég man eftir mér og þessu fylgdi (ok og gerir stundum enn) vandræðaleg taugaveiklun. Ég gat gert foreldra mína brjálaða þegar ég var yngri (ok og geri líklega enn) þar sem þau máttu helst ekki hverfa úr augsýn án þess að ég tæki tryllinginn og héldi að […]