Erum á góðri leið, en viljum gera betur

Stjórnmál, starfsumhverfið og að vera stjórnmálamaður er afar sérstakur raunveruleiki. Verkefni stjórnmálamannsins klárast aldrei, en þú nærð áföngum. En hvar í flokki sem stjórnmálamaðurinn stendur er stóra verkefnið að létta byrgðar fólks til betra lífs.  Það verkefni mun aldrei hverfa frá stjórnmálamönnum dagsins í dag eða þeirra sem framtíðina erfa. Við munum alltaf deila um […]

Garðmaður með Eyjahjarta

Jónatan Jóhann Stefánsson, Tani er Garðmaður í húð og hár. Hann hefur lengi haft mikið dálæti á Vestmannaeyjum og Eyjamönnum.  Hann byrjaði til sjós 14 ára gamall og var lengst af vélstjóri á ýmsum bátum og þar á meðal Garðari BA 77 síðustu árin sem þessi elsti bátur flotans var gerður út. Tani var háseti á […]

Jólin 2019

Tíðin hefur verið ótrúlega góð hjá okkur Eyjamönnum um þessi jól og maður svona næstum því, fær samviskubit þegar maður heyrir af ófærð og hörmungum fyrir norðan og austan land, en við Eyjamenn þekkjum nú alveg slæmt veðurfar og veturinn er svo sannarlega ekki búinn. En jólin snúast um margt.  Eitt af því sem margir […]

Bæjarstjóri kveikti hugmynd

Sighvatur Jónsson kvikmyndagerðarmaður segist hafa heillast af ritgerð Hrefnu Díönu um þrettándann.  „Ég get eignað Elliða Vignissyni, fyrrverandi bæjarstjóra Vestmannaeyja, þátt í hugmyndinni að myndinni því þegar ég var að ræða við hann um heimildarmyndina Útlendingur heima – uppgjör við eldgos sem við Jóhanna Ýr Jónsdóttir gerðum árið 2013 um Heimaeyjargosið 1973 kom þrettándinn til […]

Þrettándinn í máli og myndum

Þessa dagana eru Sighvatur Jónsson, Geir Reynisson og Hrefna Díana Viðarsdóttir að leggja lokahönd á heimildarmynd um þrettándagleðina í Eyjum sem verður frumsýnd núna 27. desember næstkomandi.  Hrefna Dína verður með fyrirlestur kl. 13.00 í Einarsstofu á laugardaginn sem hún byggir lokaritgerð sinni í þjóðfræði haustið 2012 um þrettándahátíðina í Vestmannaeyjum. Auk þess segir hún frá […]

Saga mikilla framfara í samgöngum á sjó

Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari frá Skuld tók myndir þegar fyrsti Herjólfur lagðist nýr að bryggju kl. 14.00 laugardaginn 12. desember 1959. Þær verða sýndar ásamt fleiri myndum sem tengjast samgöngum á sjó í Einarsstofu kl. 17.00 á morgun, fimmtudag þegar sextíu ár verða frá komu skipsins. Þarna verða líka myndir af Herjólfi tvö og þrjú og […]

KOBBOÍ

Ég á góðan vin í netlandi, hann Netflix. Á köldum vetrarkvöldum er notarlegt að halla sér að hlýrri öxl Netflix vinar míns og fá hann til að segja sögur. Um daginn sagði Netflix mér sögu af Kobboí. Hugurinn leitaði aftur í tímann til barnæsku minnar, þegar við Sighvatur fórum í bíó í Höllinni, sáum Roy […]

Bjánagangur í samskiptum

Ég hef oft verið óttalegur bjáni í samskiptum sem hefur kostað mig gleði, vellíðan og þá nánd sem mig hefur alla tíð dreymt um. Og ef samskiptafærni mín á þeim tíma hefði verið metin til einkunnar þá hefði ég sennilega fengið falleinkunn. Sennilega hefði einkunnarspjaldið mitt litið einhvern vegin svona út:   Tjáir þarfir, skoðanir […]

Ljósopið – Þar sem kynslóðirnar mætast

Það var skemmtileg stemning í Einarsstofu á laugardaginn þar sem Katarzyna Żukow-Tapioles, Jói Listó og Svavar Steingrímsson sýndu myndir sínar. Eins og alltaf var góð mæting.  Þetta var tólfta og næst síðasta sýningin í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Sú þrettánda er á laugardaginn þegar Ingi Tómas Björnsson mætir með eigin myndir og myndir […]

Eyjasundsbikarinn afhentur – myndband

Um helgina var Eyjasundsbikarinn afhentur í fyrsta sinn. Bikarinn er afhentur þeim sem hafa synt Eyjasundið. Fimm einstaklingar hafa synt þetta sund. Fyrstur var Eyjólfur Jónsson í júlí árið 1959. Á þessu ári synti Sigrún Þuríður Geirsdóttir, sem er frænka Eyjólfs, fyrst kvenna þetta sund. Sigrún og Kristinn Magnússon sem var sá þriðji til að synda sundið […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.