Virðing………..

……eða kannski skortur á virðingu að einhverju leiti, er svona það hugtak sem mér hefur oftast dottið í hug að undanförnu og langar mig að nefna hér 4 dæmi um slíkt. Í fyrsta lagi: Nú fjölgar stöðugt þeim fésbókar vinum mínum sem teljast til eldri borgara eða öryrkja, sem ákveða að flýja landið okkar vagna […]

Guðrún Bergmann fjallaði um heilsuna – myndband

Guðrún Bergmann, rithöfundur, fyrirlesari og heilsumarkþjálfi var með erindi í Einarsstofu á sunnudaginn var. Fjallaði hún um nokkrar einfaldar leiðir til að bæta heilsuna og kynnti nýjustu bók sína, Betra líf fyrir konur á besta aldri. Halldór B. Halldórsson var á staðnum og hér að neðan má sjá upptökuna frá erindi Guðrúnar. (meira…)

Tólfta Ljósopið í Einarsstofu á morgun

Nú er komið að tólftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Þar sýna Katarzyna Żukow-Tapioles, Jói Listó og Svavar Steingrímsson. Er hún að vanda í Einarsstofu og hefst kl. 13.00, laugardag. Katarzyna, sem er frá Póllandi hefur búið hér síðan í mars sl. Jói, sem þekktur er fyrir listaverk sín sýnir á sér nýja […]

Kindasögur í Einarsstofu á sunnudaginn

„Íslenska sauðkindin er harðger, úrræðagóð og ævintýragjörn, það vita allir sem hana þekkja,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, menntaskólakennari sem ásamt Aðalsteini Eyþórssyni skrifar bókina Kindasögur sem hann kynnir í Einarsstofu á sunnudaginn. „Í þessari bók eru rifjaðar upp sögur af íslenskum kindum að fornu og nýju, afrekum þeirra, uppátækjum og viðureignum við óblíða náttúru og […]

Jói Listó sýnir á sér nýja hlið í Einarsstofu

Jóhann Jónsson, Jói Listó hefur ekki verið mikið að flagga ljósmyndum sínum þó hann hafi tekið myndir í áratugi. Hann er þekktur fyrir frábærar vatnslitamyndir, hefur myndskreytt leiðbeiningabækur fyrir sjómenn, teiknað frímerki og gert skúlptúra svo eitthvað sé nefnt.  Þetta sáum við á frábærri yfirlitssýningu á verkum hans í Einarsstofu fyrr á þessu ári en  […]

Loksins – Loksins – Lokastef Safnahelgar á sunnudaginn

Um helgina má segja að sé lokadagur Safnahelgar sem hófst þann 9. nóvember sl. og átti að ná yfir tvær helgar en stundum eru náttúruöflin að stríða okkur Eyjafólki.  Ekki alltaf byr þegar von er á  gestum eða að við ætlum að bregða undir okkur betri fætinum. Sú var einmitt reyndin laugardaginn 9. nóvember þegar við […]

Katarzyna, Svabbi Steingríms og Jói Listó í Einarsstofu

Nú er komið að tólftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Þau þrjú sem sýna að þessu sinni eru Katarzyna Żukow-Tapioles, Jói Listó og Svavar Steingrímsson. Varð ekki fyrir vonbrigðum Katarzyna, sem er frá Póllandi hefur búið hér síðan í mars sl. og verður gaman að sjá hennar sjónarhorn á Vestmannaeyjar og lífið […]

Tæplega 200 manns mættu á tónleika og til messu

Það var húsfyllir í Landakirkju í gær þar sem lokatónn afmælishátíðar Vestmannaeyjabæjar var sleginn. Dagskráin hófst á tónleikum með landsþekktu listafólki, stórtenórnum Gissuri Páli, söngkonunni Heru Björk og gítarleikarnum Birni Thor.   Í kjölfarið sameinuðust kristnir söfnuðir í Vestmannaeyjum í messu, þar sem þau Gissur Páll, Hera Björk og Björn komu fram ásamt Kór Landakirkju og Lofgjörðarsveit Hvítasunnukirkjunnar.  Tónlistarfólkið hélt svo í kjölfarið […]

Bræðurnir Egill og Heiðar í 11. Ljósopinu

Þegar Stefán Jónasson, í 100 ára afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar kom með þá uppástungu að fá ljósmyndara í bænum til að sýna myndir sínar á tjaldi í Einarsstofu óraði engan fyrir umfanginu. Reiknað var með kannski þremur eða fjórum laugardögum og kannski tíu ljósmyndurum. Reyndin varð önnur og erum við að sigla í elleftu sýninguna á morgun […]

Lokatónn á glæsilegri afmælishátíð

landakirkja-3.jpg

„Við erum mjög ánægðir með að afmælisnefndin vilji ljúka formlegri afmælisdagskrá með þessum hætti og það gleður okkur að kirkjan taki þátt í afmælisfögnuðinum,“ sagði Viðar Stefánsson, prestur Landakirkju um sameiginlega messu kristinna safnaða og tónleika með landsþekktu listafólki í Landakirkju á sunnudaginn. „Kirkjan hefur svo sannarlega átt sinn sess í sögu Vestmannaeyja og á […]