Bræður mætast í Einarsstofu

Það var létt yfir fólki sem mætti í Einarsstofu á föstudaginn var, þar sem Jói Myndó, Bói Pálma og Halldór Sveins sýndu myndir sínar. Ólíkar sýningar en allar athyglisverðar og skemmtilegar.  Í fótspor þeirra feta engir aukvisar þar sem eru bræðurnir Heiðar og Egill Egilssynir sem hafa myndað frá barnæsku og eru enn að. Þetta verður […]

Einstæðir tónleikar og sameiginleg messa í Landakirkju

Á sunnudaginn næsta, 24. nóvember nk. verður einstæður viðburður í Landakirkju þegar kristnir söfnuðir í Vestmannaeyjum sameinast í messu í Landakirkju.  Á undan verða tónleikar með landsþekktu listafólki. Það tekur einnig þátt í messunni ásamt kórum safnaðanna. Á eftir verður samkomugestum boðið í hátíðarkaffi í Safnaðarheimilinu. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 13:00 með tónleikum þar sem fram […]

Bræðurnir Egill og Heiðar sýna í Einarsstofu

Nú er komið að elleftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Það eru bræðurnir Heiðar og Egill Egilssynir sem sýna í Einarsstofu og nú verða þær á gamla tímanum, klukkan 13.00 á laugardaginn.  Þeir bræður byrjuðu ungir að taka myndir og lögðust í siglingar um flest heimsins höf ungir að árum. Það verður […]

Kjör eldri borgara og frítekjuuppbót

Kjör eldri borgara eiga margt sameiginlegt með kjörum öryrkja, en í þessari grein fjalla ég um kjör eldri borgara. En þessir hópar eiga það sannarlega skilið að fjallað sé um kjör þeirra og við finnum leiðir til að bæta lífsgæði þeirra og afkomu. Á ekkert að gera? Það eru ekki margir dagarnir sem ég er […]

Jói Myndó lofar skemmtilegri sýningu

Jóhannes Helgi Jensson, Jói Myndó er yngstur ljósmyndaranna sem taka þátt í sýningaröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt sem verður í tíunda skiptið í Einarsstofu á föstudaginn klukkan 17.00.  Með honum eru Halldór Sveinsson lögregluvarðstjóri og Sigmar (Bói) Pálmason.  Hann byrjaði fyrir alvöru að taka myndir árið 2017 en hefur þegar vakið mikla athygli og […]

Bói Pálma, Halldór Sveins og Jói Myndó í Einarsstofu

Það er öflug þrenning sem mætir með myndir sínar í Einarsstofu kl. 17.00 á föstudaginn. Þeir eru Halldór Sveinsson, lögregluvarðstjóri, Jói Myndó og Sigmar Pálmason betur þekktur sem Bói Pálma. Sýningin er hluti af Safnahelgi og sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt og er sú níunda í röðinni. Halldór hefur í mörg ár tekið myndir af […]

Tækifæri fyrir ný framtíðarstörf

Þegar fjórða iðnbyltingin er að ryðja sér til rúms í sjávarútvegi með aukinni framleiðni, verðmætasköpun og betri afkomu, fækkar störfum í greininni. Það er því verkefni atvinnulífsins að mæta þeirri þörf með nýjum störfum.  Vestmannaeyingar eins og önnur sveitarfélög kalla eftir nýjum opinberum störfum og störfum án staðsetningar. Mikilvægast er að skapa störf, sem eru […]

Ekki láta ræna þig gleðinni

Ein góð vinkona mín notar svo oft orðin ,,Ég læt ekki ræna mig gleðinni“ og ég hreint út sagt elska þessi orð því þau eru mér svo góð áminning í dagsins önn um að það er ég sem stjórna mínum viðbrögðum við því sem lífið er alltaf að henda í mig, og okkur öll. Á hverjum einasta […]

Drottinn leiðir bataferlið

Helgi Rasmussen Tórzhamar, tónlistarmaður og háseti á Herjólfi segist alltaf hafa verið með myndavéladellu og byrjaði snemma að taka myndir. Eyddi líka tímanum í að skoða myndir annarra en það var ekki fyrr en 2012 sem hann tekur til við að taka myndir fyrir alvöru.  Þá urðu mikil tímamót í lífi hans. Helgi sýnir myndir á […]

Jóna Heiða og Friðrik Björgvins sýna á laugardaginn

Nú er komið að sjöundu sýningunni í röðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt og þá geysast þau Jóna Heiða Sigurlásdóttir og Friðrik Björgvinsson fram og sýna okkur lítið brot af þeim myndum sem þau hafa tekið í gegnum árin.   Eins og áður byrjar sýningin kl.13.  í Einarsstofu og stendur í einn til einn og hálfan […]