,,Hver eru áhugamálin þín“?

Í gegnum tíðina hef ég fengið í magann þegar þessi spurning hefur borið á góma því mig langar geggjað mikið að geta sagt ,,Já það er nú af mörgu að taka en ætli crossfit og langhlaup tróni ekki á toppnum. Samhliða því hef ég líka all svakalegan áhuga á vatnsdrykkju og að finna upp nýjar uppskriftir af […]

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt

Rúllandi ljósmyndasýningar bæjarbúa halda áfram en um er að ræða hluta af afmælisdagskrá afmælisnefndar Vestmannaeyjabæjar. Samtals verða dagskrárnar að minnsta kosti 13 laugardaga í röð, en um 40 einstaklingar munu deila ljósmyndum sínum áður yfir lýkur. Á laugardaginn kemur, 21. september, koma Diddi í Ísfélaginu og Friðrik Alfreðs í Einarsstofu í Safnahúsið. Rétt er að […]

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt

Hugmynd Stefáns Jónassonar sem situr í afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar að fá ljósmyndara í bænum til að sýna Eyjamönnum og gestum það sem þeir og þær hafa verið að gera í gegnum árin fékk heldur betur byr undir vængi.  Niðurstaðan er röð ljósmyndasýninga í Einarsstofu næstu þrettán laugardaga klukkan 13.00 til 14.30. Alls eru þátttakendur um 40. […]

Tók sínar fyrstu myndir á Kodac Instamatic á fermingardaginn

Þeir eru ekki margir viðburðirnir í Vestmannaeyjum á síðustu árum og áratugum þar sem Óskar Pétur Friðriksson er ekki mættur með myndavélina. Þjóðhátíð, goslok, þrettándinn, hann lætur sig ekki vanta.  Svo allar hinar uppákomurnar sem settar eru upp til að gleðja okkur hin eða eitthvað gerist sem telst fréttnæmt er, þá er Óskar Pétur aldrei […]

Gleðilegt nýtt ár sjómenn

Nýtt fiskveiðiár hefst á miðnætti og því rétt að fara aðeins yfir stöðuna, en í grein minni fyrir sjómannadaginn útskýrði ég þá skoðun mína að hin mikla innspýting í lífríki sjávar, sem varð þegar ákveðið var að leyfa ekki loðnuveiðar, myndi að öllum líkindum leiða til annaðhvort verulegra aukninga á aflaheimildum á bolfiski eða hugsanlega […]

Vilt þú sýna ljósmyndir af Vestmannaeyjum?

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er boðið upp á röð ljósmyndasýninga Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu í Safnahúsi frá september til nóvember nk. Um verður að ræða 60-90 mín. dagskrá þar sem 1-3 ljósmyndarar í senn sýna um 150-200 ljósmyndir sem rúlla á stóru sýningartjaldi. Í samstarfi við Tónlistarskóla Vestmannaeyja verður […]

Frelsið maður, frelsið!

Erfiðasta tilfinning sem ég hef nokkurn tíma upplifað er einmanaleikinn. Að vera umvafin fólki en treysta einhvernvegin engum nægilega mikið til að sjá hvernig ég raunverulega er. Þú veist, bakvið samfélagslegu samþykktu grímuna. Því ekki vil ég að neinn sjái hvernig ég er sífellt að tapa í fullkomnunarkeppni samfélagsins. Við berum okkur saman við rotnaðar […]

Eyjahjartað í Einarsstofu

Fullt var út á pall fyrir utan Safnahúsið á laugardaginn síðastliðinn. Tilefnið var dagskrá undir nafninu “Eyjahjartað”. Eyjahjartað hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Dagskráin um helgina sló öll met og telur forstöðumaður Safnahúss að um 250 manns hafi hlýtt á dagskrána. Fyrir þá sem ekki komust var á staðnum Halldór B. Halldórsson og tók hann dagskrána […]

Ævintýrabústaðurinn

Fullt var út á pall fyrir utan Safnahúsið á laugardaginn síðastliðinn. Tilefnið var dagskrá undir nafninu “Eyjahjartað”. Eyjahjartað hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Dagskráin um helgina sló öll met og telur forstöðumaður Safnahúss að um 250 manns hafi hlýtt á dagskrána. Fyrir þá sem ekki komust var á staðnum Halldór B. Halldórsson og tók hann dagskrána […]

Minningar úr leikhúsinu

Fullt var út á pall fyrir utan Safnahúsið á laugardaginn síðastliðinn. Tilefnið var dagskrá undir nafninu “Eyjahjartað”. Eyjahjartað hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Dagskráin um helgina sló öll met og telur forstöðumaður Safnahúss að um 250 manns hafi hlýtt á dagskrána. Fyrir þá sem ekki komust var á staðnum Halldór B. Halldórsson og tók hann dagskrána […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.