Málaði húsið sitt í miðju eldgosi

Um helgina voru fjölmargar listasýningar í tengslum við Goslokahátíð og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Ein af sýningunum var ljósmyndasýning Svavars Steingrímssonar. Svavar tók mikið af myndum í Eyjum í gosinu 1973. Ein af myndunum sem Svavar sýndi um helgina var af húsi Ragnars Baldvinssonar, fyrrverandi slökkviliðsstjóra. En Ragnar tók uppá því með hjálp góðra manna að […]

Oft ég velti vöngum vorkvöldin hlý

Fullt var út á pall fyrir utan Safnahúsið á laugardaginn síðastliðinn. Tilefnið var dagskrá undir nafninu “Eyjahjartað”. En Eyjahjartað hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Dagskráin um helgina sló öll met og telur forstöðumaður Safnahúss að um 250 manns hafi hlýtt á dagskrána. Halldór B. Halldórsson var að sjálfsögðu á staðnum og tók herlegheitin upp. […]

Eyjahjartað: “Konurnar í kringum mig”

Fullt var út á pall fyrir utan Safnahúsið á laugardaginn síðastliðinn. Tilefnið var dagskrá undir nafninu “Eyjahjartað”. En Eyjahjartað hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Dagskráin um helgina sló öll met og telur forstöðumaður Safnahúss að um 250 manns hafi hlýtt á dagskrána. Halldór B. Halldórsson var að sjálfsögðu á staðnum og tók herlegheitin upp. […]

Til hamingju með helgina!

Hátíðarhöldin um nýliðna helgi voru öllum þeim sem komu að undirbúningi þeirra og framkvæmd til mikils sóma. Afmælisnefndin vegna 100 ára kaupstaðarafmælis og Goslokanefndin buðu uppá afar fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Menning, saga og mannlíf voru í forgrunni og var þetta samantvinnað með skemmtilegum og frumlegum hætti. Veðrið lék við gesti og allir viðburðir mjög […]

Um 50 viðburðir á fjórum dögum

Það var mikil og fjölbreytt dagskrá á Goslokahátíð og 100 ára afmælisveilsu Vestmannaeyjabæjar. Einn af skipuleggjendum hátíðarhaldanna er Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss. Eyjar.net ræddi við Kára um hvernig til tókst. Svísusundið tekið aftur í notkun, tvímælalaust eitthvað sem er komið til að vera Aðspurður um hvort hann sé ánægður með hvernig til tókst segir Kári: […]

Áhugaverðar sýningar um allan bæ

Fjölmargar sýningar voru víðsvegar um bæinn síðastliðna helgi á Goslokahátíðinni og 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar. Ljósmyndari Eyjar.net leit við á þeim nokkrum. Á myndunum hér að neðan má sjá myndir frá sýningum Tolla Morthens sem sýndi í flugstöðinni – enn sú sýning er opin fram yfir Þjóðhátíð. Í Akóges var Sigurfinnur Sigurfinnsson með myndlistarsýningu og í Einarsstofu sýndu Hulda […]

Setning Goslokahátíðar – myndband

Á föstudaginn síðastliðinn var Goslokahátíðin formlega sett í blíðskaparveðri á Skansinum. Dagskráin var einnig tileinkuð 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar.  Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- sveitastjórnarráðherra, Eliza Reid forsetafrú, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, Arnar Sigurmundsson f.h. afmælisnefndar og Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur, ávörpuðu viðstadda. Þá léku Lúðrasveit Vestmannaeyja, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar […]

Húsfyllir á frábærum tónleikum

Það var góð stemning í Íþróttamiðstöðinni þar sem boðið var uppá tónleika af stærri gerðinni síðastliðinn föstudag. Fyrri tónleikarnir voru fjölskyldutónleikar en þeir síðari fyrir 18 ára og eldri. Tónleikarnir voru haldnir í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannabæjar. Óhætt er að segja að landslið tónlistarmanna hafi komið fram á tónleikunum og öll umgjörð var eins […]

Sjö af átta síðustu bæjarstjórum samankomnir á Goslokahátíð

bæjarstjórar_vm_tms

Sjö af átta síðustu bæjarstjórum Vestmannaeyja voru samankomnir á setningu Goslokahátíðar á föstudaginn. Páll Zóphóníasson var bæjarstjóri árin 1976-1982. Þá tók Ólafur Elísson við og gegndi starfinu í fjögur ár. Því næst var það Arnaldur Bjarnason sem sat sem bæjarstjóri 1986-1990. Þá tók Guðjón Hörleifsson við en hann var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í tólf ár. Ingi Sigurðsson […]

Kynnir áður óþekktar hugmyndir um ástæður Tyrkjaránsins

Adam Nichols, prófessor við Marylandháskóla kynnir í dag áður óþekktar hugmyndir um ástæður Tyrkjaránsins. Auk þess fjallar Karl Smári Hreinsson um nýjar þýðingar á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar.  Dagksráin er í Sagnheimum frá kl. 13:00-14:00 og er hún í boði Söguseturs 1627. Spjall Adam Nichols verður á ensku en afhendur verður úrdráttur við upphaf fyrirlestrar úr því […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.