Fagnað með glæsilegri hátíð

Goslokahátíð og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar verður fagnað með glæsilegri hátíð dagana 4.–7. júlí nk. Á þessari veglegu hátíð rekur hver stórviðburðurinn annan, enda ærið tilefni til. Hátíðin hefst fimmtudaginn 4. júlí 2019. Kíkjum á dagskrá hátíðarinnar. Goslokahátíð 2019 – Dagskrá Fimmtudagur 4. júlí Kl. 16:00 Flugstöð: Tolli Morthens opnar myndlistarsýningu. Kl. 17:00 Akóges: Sigurfinnur Sigurfinnsson […]

Samviskugarður fyrir meiri lífsgæði

Flugviskubit, akstursviskubit og annað samviskubit gerir vart við sig hjá mér eins og fleirum þegar rætt er um hlýnun jarðar og kolefnisjöfnun. Mér finnst umræðan þörf og góð vill endilega taka þátt í verndun umhverfisins og jafna út þau kolefnisspor sem ég skil eftir mig. Ég vil gjarnan gróðursetja trjáplöntur og jafna út á næstu […]

Sjómannadagurinn 2019

Vertíðin í ár var frekar óvenjuleg og virtist byrja aðeins seinni heldur en vanalega, en eins og undan farin ár, gríðarleg veiði. Það stendur hins vegar ofarlega í huga mér eins og annarra Eyjamanna, vonbrigðin yfir því að ekki skyldi vera gefinn út neinn loðnukvóti og að sjálfsögðu finna allir í bæjarfélaginu fyrir því.  Það voru væntingar […]

Stórtónleikar, sing-along í Skvísusundi og skrall á Skipasandi

Á þessari veglegu hátíð rekur hver stórviðburðurinn annan, enda ærið tilefni til. Hátíðin hefst föstudaginn 5. júlí 2019 með setningu og afmælisávarpi á Skanssvæðinu.  Vestmannaeyjabær býður svo á tvenna stórtónleika í Íþróttamiðstöðinni þar sem fram koma margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins, s.s. Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Júníus Meyvant, Silja Elsabet, Sverrir Bergman, Halldór Gunnar Pálsson […]

Myndlistarsýning tileinkuð sjómönnum

Á morgun, fimmtudaginn 30. maí – uppstigningardag opnar Ólafur R. Sigurðsson – Óli á Stapa myndlistarsýningu í Einarsstofu í Safnahúsinu. Myndlistarsýningin sem er tileinkuð sjómönnum og sýnir yfirlitsverk opnar klukkan 13.00 á morgun, fimmtudag. Sýningin er hluti af afmælisdagskrá Vestmannaeyjabæjar. (meira…)

Merkilegur fulltrúi árabáta-aldanna

Á föstudaginn sl. opnuðu Sagnheimar nýja sýningu á jarðhæð Þekkingarsetursins, Ægisgötu 2. Þar hefur sexæringnum Farsæli, byggður 1872, verið komið fyrir sem minnisvarða árabátanna ásamt sögu hans og mynd af gamla Skipasandinum frá 1907. Farsæll var byggður í Landeyjum árið 1872 og var upphaflega fjórróinn en síðan breytt í sexæring. Þorsteinn Víglundsson bjargaði bátnum til Eyja […]

Síðasti bærinn í dalnum

Kvikmyndahátíð verður á þjóðlegu nótunum í dag, sunnudag. Þá verður sýnd Síðasti bærinn í dalnum, fyrsta íslenska leikna kvikmyndin frá 1950. Myndin er byggð á samnefndri sögu Lofts Guðmundssonar rithöfundar og kennara í Vestmannaeyjum.  Sýnd verður endurbætt útgáfa í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands. Margir sem komnir eru vel yfir miðjan aldur eiga góðar minningar frá því þeir […]

Pysjuævintýrið og Verstöðin Ísland sýndar í dag

Í dag verða sýndar tvær myndir á Kvikmyndahátíðinni af tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar. Pysjuævintýrið er stuttmynd sem tekin var í Eyjum árið 2000. Hin myndin er Verstöðin Ísland, heimildamynd um íslenskan sjávarútveg. Fjórði og síðasti hlutinn sem tekinn var í Vestmannaeyjum. Pysjuævintýrið (10 mín.) Í fjölskyldumyndinni Pysjuævintýrið er dregin upp skemmtileg mynd af því þegar börn […]

Kvikmyndin Eden frumsýnd í dag

Í dag býður Vestmannaeyjabær upp á frumsýningu á nýrri íslenskri kvikmynd, Eden sem kynnt er sem villt blanda af spennu og kómík. Hún segir frá parinu Lóu og Óliver sem framfleytir sér með fíkniefnasölu en þráir ekkert heitar en að elta drauma sína.  Þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin ákveða þau að taka […]

Tyrkjaránið, heimildamynd frá árinu 2002

Á öðrum degi kvikmyndahátíðar, fimmtudaginum 9. maí er leitað enn aftar í tímann en í gær. Nú er leitað aftur til ársins 1627 þegar sýnd verður heimildarmynd um Tyrkjaránið. Myndin er um einn átakamesta og sérstæðasta atburð Vestmannaeyja og landsins alls.  Að baki myndinni liggur margra ára heimildavinna og undirbúningur. Myndin er tekin á söguslóðum í […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.