Fagnað með glæsilegri hátíð

Goslokahátíð og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar verður fagnað með glæsilegri hátíð dagana 4.–7. júlí nk. Á þessari veglegu hátíð rekur hver stórviðburðurinn annan, enda ærið tilefni til. Hátíðin hefst fimmtudaginn 4. júlí 2019. Kíkjum á dagskrá hátíðarinnar. Goslokahátíð 2019 – Dagskrá Fimmtudagur 4. júlí Kl. 16:00 Flugstöð: Tolli Morthens opnar myndlistarsýningu. Kl. 17:00 Akóges: Sigurfinnur Sigurfinnsson […]
Samviskugarður fyrir meiri lífsgæði

Flugviskubit, akstursviskubit og annað samviskubit gerir vart við sig hjá mér eins og fleirum þegar rætt er um hlýnun jarðar og kolefnisjöfnun. Mér finnst umræðan þörf og góð vill endilega taka þátt í verndun umhverfisins og jafna út þau kolefnisspor sem ég skil eftir mig. Ég vil gjarnan gróðursetja trjáplöntur og jafna út á næstu […]
Sjómannadagurinn 2019

Vertíðin í ár var frekar óvenjuleg og virtist byrja aðeins seinni heldur en vanalega, en eins og undan farin ár, gríðarleg veiði. Það stendur hins vegar ofarlega í huga mér eins og annarra Eyjamanna, vonbrigðin yfir því að ekki skyldi vera gefinn út neinn loðnukvóti og að sjálfsögðu finna allir í bæjarfélaginu fyrir því. Það voru væntingar […]
Stórtónleikar, sing-along í Skvísusundi og skrall á Skipasandi

Á þessari veglegu hátíð rekur hver stórviðburðurinn annan, enda ærið tilefni til. Hátíðin hefst föstudaginn 5. júlí 2019 með setningu og afmælisávarpi á Skanssvæðinu. Vestmannaeyjabær býður svo á tvenna stórtónleika í Íþróttamiðstöðinni þar sem fram koma margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins, s.s. Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Júníus Meyvant, Silja Elsabet, Sverrir Bergman, Halldór Gunnar Pálsson […]
Myndlistarsýning tileinkuð sjómönnum
Á morgun, fimmtudaginn 30. maí – uppstigningardag opnar Ólafur R. Sigurðsson – Óli á Stapa myndlistarsýningu í Einarsstofu í Safnahúsinu. Myndlistarsýningin sem er tileinkuð sjómönnum og sýnir yfirlitsverk opnar klukkan 13.00 á morgun, fimmtudag. Sýningin er hluti af afmælisdagskrá Vestmannaeyjabæjar. (meira…)
Merkilegur fulltrúi árabáta-aldanna
Á föstudaginn sl. opnuðu Sagnheimar nýja sýningu á jarðhæð Þekkingarsetursins, Ægisgötu 2. Þar hefur sexæringnum Farsæli, byggður 1872, verið komið fyrir sem minnisvarða árabátanna ásamt sögu hans og mynd af gamla Skipasandinum frá 1907. Farsæll var byggður í Landeyjum árið 1872 og var upphaflega fjórróinn en síðan breytt í sexæring. Þorsteinn Víglundsson bjargaði bátnum til Eyja […]
Síðasti bærinn í dalnum

Kvikmyndahátíð verður á þjóðlegu nótunum í dag, sunnudag. Þá verður sýnd Síðasti bærinn í dalnum, fyrsta íslenska leikna kvikmyndin frá 1950. Myndin er byggð á samnefndri sögu Lofts Guðmundssonar rithöfundar og kennara í Vestmannaeyjum. Sýnd verður endurbætt útgáfa í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands. Margir sem komnir eru vel yfir miðjan aldur eiga góðar minningar frá því þeir […]
Pysjuævintýrið og Verstöðin Ísland sýndar í dag

Í dag verða sýndar tvær myndir á Kvikmyndahátíðinni af tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar. Pysjuævintýrið er stuttmynd sem tekin var í Eyjum árið 2000. Hin myndin er Verstöðin Ísland, heimildamynd um íslenskan sjávarútveg. Fjórði og síðasti hlutinn sem tekinn var í Vestmannaeyjum. Pysjuævintýrið (10 mín.) Í fjölskyldumyndinni Pysjuævintýrið er dregin upp skemmtileg mynd af því þegar börn […]
Kvikmyndin Eden frumsýnd í dag
Í dag býður Vestmannaeyjabær upp á frumsýningu á nýrri íslenskri kvikmynd, Eden sem kynnt er sem villt blanda af spennu og kómík. Hún segir frá parinu Lóu og Óliver sem framfleytir sér með fíkniefnasölu en þráir ekkert heitar en að elta drauma sína. Þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin ákveða þau að taka […]
Tyrkjaránið, heimildamynd frá árinu 2002

Á öðrum degi kvikmyndahátíðar, fimmtudaginum 9. maí er leitað enn aftar í tímann en í gær. Nú er leitað aftur til ársins 1627 þegar sýnd verður heimildarmynd um Tyrkjaránið. Myndin er um einn átakamesta og sérstæðasta atburð Vestmannaeyja og landsins alls. Að baki myndinni liggur margra ára heimildavinna og undirbúningur. Myndin er tekin á söguslóðum í […]