Hver var svívirtur?

Elliði Vignisson fyrrverandi bæjarstjóri Vestmannaeyja ritar grein undir fyrirsögninni að það sé kúnst að svívirða saklausan mann. Í greininni tekur Elliði fram að hann hefði í vor, eftir að nýr meirihluti var kosinn í sveitarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum, án aðkomu Sjálfstæðisflokksins, ákveðið að draga sig alveg í hlé frá málefnum Vestmannaeyja.  Nú rúmum þremur mánuðum eftir […]

Framtíðar lífsgæði kosta þúsund milljarða

Við Íslendingar gerum miklar kröfur um lífsgæði. Hvar sem við berum okkur saman við aðrar þjóðir eða alþjóðastofnanir, sem mæla getu og styrkleika Íslands, erum við í hópi þeirra þjóða sem best standa. Þrátt fyrir það mun baráttan fyrir bættum lífskjörum standa um alla framtíð.  Kröfurnar og þjóðfélögin munu breytast og ný viðmið verða sett. […]

Með púlsinn á kjördæminu

Liðin vika var hefðbundin kjördæmavika þingmanna. Eftir fimm ár á þingi þá kemur í mig fiðringur þegar líður að kjördæmaviku sem eru tvisvar á ári, í upphafi hausts og vetrar.  Í haustvikunni förum við allir þingmenn kjördæmisins saman og hittum allar sveitarstjórnir og flesta sveitarstjórnarmenn í kjördæminu. Það er góð tenging og fróðlegt fyrir okkur að […]

Ekki fyrir hálfdrættinga

Göngur á Landmannaafrétti eru í senn manndómsraun og 6 daga ferð um ævintýraheima fegurðar og áskoranna sem ekki eru fyrir hvern sem er. Þar rísa snarbrattar ógnarfallegar sandöldur, gular, bleikar og svartar upp í 300 metra af sléttu hálendisins og líta út fyrir að vera sakleysið eitt upp málað. Ég slóst í för með Landmönnum […]

Lundasumarið 2018

Aðeins 1 pysja vigtuð á Sædýrasafninu í dag og lundaballið um næstu helgi og því rétt að gera upp lundasumarið. Lundaballið í ár er á vegum Álseyinga sem gerðu eins og önnur félög undanfarin ár, þ.e.a.s. gerðu sér ferð alla leið norður í perlu norðursins, Grímsey, til þess að geta boðið upp á lunda á […]

Hlutverk fjölmiðla

Friðrik Páll Arngrímsson, slökkviliðsstjóri fór yfir í löngu máli í gær hvað honum finnst um staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar. Í máli hans kom fram að honum þótti þær myndir sem Vestmannaeyjabær hafði látið vinna til að kjörnir fulltrúar áttuðu sig betur á hvernig húsið félli að umhverfinu, ekki nógu góðar.  Hann sagði orðrétt í sínum pistli: „Ég skal líka […]

Sumarfrí 2018

Fór í sumarfrí 27. júlí og mætti aftur til vinnu 27. ágúst. Tók því nákvæmlega mánaðar frí, sem er sennilega lengsta frí sem ég hef tekið. Sumarfríið mitt byrjaði með ferð norður í perlu norðursins, Grímsey, en það er alltaf jafn gaman að koma þangað og þessi tilfinning sem ég fæ alltaf þegar ég er […]

Minning: Einar Óskarsson

Einar í Stakkholti er látinn og það er sárt að horfa á eftir miklum hæfileikum og lífsgleði með ótímabærum dauða. Einar ólst upp í nærveru við ær og kýr á mörgum heimilinum við Vestmannabraut og sem barn var hann við bústörf hjá afa og ömmu á Arnarhóli, sem hann nefndi síðar heimili sitt í Kollafirði.  […]

Nú er dauðafæri

Í haust er gert ráð fyrir að ný Vestmannaeyjaferja komi til landsins og fari í kjölfarið að þjónusta okkur Eyjamenn og þá gesti sem sækja okkur heim. Vitað er að hið nýja skip verður lengur á leiðinni milli lands og Eyja. Talað er um 40-45 mínútur milli Landeyjahafnar og Eyja. Þá má búast við að […]

Minning: Sirrý í Gíslholti

Þegar sólin stígur upp yfir jökulinn og geislar hennar glæða Eyjarnar lífi, kviknaði á deginum. Grænahlíðin og austurbærinn, veröld sem var, vaknaði til lífsins og öldurnar sem í milljónatali svella að brjósti Eyjanna austur á Urðum í taktföstum dansi við klappirnar var undraveröld.  Leiksvæði okkar peyjanna í austurbænum. Í Grænuhlíðinni reis upp önnur sól á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.