Lundaveiði veður

Það má með sanni segja að í sumar hafi ríkt sannkallað lundaveiði veður, en í flestum fjöllum og úteyjum í Vestmannaeyjum er einmitt besta veiðin í suðlægum áttum, en þetta tíðarfar er orðið ansi leiðinlegt, en ég man þó mörg ár þar sem mikið var um suðlægar áttir og lægðagang, en kannski má segja sem […]

Er vilji til að gera þingið betra?

Eftir fimm ár á þingi er ég orðinn nokkuð reyndur í þingstörfunum. Allan  tímann hef ég verið í meirihluta. Á margan hátt er það erfiðara fyrir óbreyttan þingmann að vera í þeirri stöðu.  Það setur manni skorður í umræðunni að vera í samstarfi við fleiri en einn flokk í ríkisstjórnarsamstarfi og mikilvægt að vanda sig […]

Til hamingju með daginn sjómenn 2018

Ótrúlega skrýtin sjómannadagshelgi hjá mér í ár, enda loksins búinn að ná að selja Blíðuna og ekki bara það, heldur Blíðukróna líka.  Ég hef sagt þetta við nokkrar manneskjur að undanförnu og sum viðbrögð vöktu sérstaka athygli mína og þá sérstaklega þessi:  Til hamingju, og í hverju á svo að fjárfesta fyrir hagnaðinn? Mér fannst þetta […]

Minning: Sigurlás Þorleifsson

Sigurlás Þorleifsson var Týrari í húð og hár, sonur Öllu Óskars pípó og Lilla á Reynistað sem voru eðal Týrarar. Hann fæddur Týrari og bar nafn sigurvegarans. Lási var því afkomandi afreksíþróttamanna sem voru holdi klæddir grænum Týsbúningi með grænt blóð í æðum.  Föðurfrændurnir, Lautarpeyjarnir á Reynistað, Eggó, Helgi og Geir Sigurlássynir og föðurfrændurnir Dolli pípó, […]

Gleðilegt sumar

Lundinn að setjast upp á sumardaginn fyrsta sem er bara gaman og hefur gerst áður, en alltaf jafn gaman að sjá hann koma. Reyndar eru 4 dagar síðan hann mætti norður í Grímsey, en hann fer líka þaðan fyrr. Ég ætla að vera bara bjartsýnn fyrir þetta lundasumar og í sjálfu sér ástæða til, enda […]

Stórskipahöfn í Vestmannaeyjum

Hefur verið draumur margra hér í Vestmannaeyjum árum og áratugum saman og reglulega setja framboð, sem bjóða fram hér í Eyjum, fram mjög vel útfærðar hugmyndir, en ekkert gerist.  Á 183. fundi framkvæmda og hafnarráðs þann 29.09.2015 var á dagskrá mál sem heitir bætt aðstaða fyrir móttöku skemmtiferðaskipa. Framkvæmdastjóri lagði fram uppfærða kostnaðaráætlun á flotbryggju […]

Ferðasjóður íþróttafélaga

Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007. Sjóðurinn er hugarfóstur Stefáns Jónassonar bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum og það er ánægjulegt að Alþingi bætti verulega í ferðasjóðinn og vegna keppnisferða ársins 2017 fær íþróttafólk í Vestmannaeyjum um 1 milljón á mánuði eða  12.203.727 úthlutað fyrir árið 2017. Það er mikilvægt að […]

Fiskiðjan

Í minni fyrstu grein eftir að hafa dregið mig út úr bæjarpólitíkini ætla ég að fara aðeins yfir nokkur sjónarmið varðandi Fiskiðjuna, sem reyndar tengist inn í pólitíkina, enda málefni tengd framkvæmdum við Fiskiðjuna sennilega eitt af mest ræddu málunum á kjörtímabilinu bæði í Framkvæmda og hafnarráði og í Umhverfis og skipulagsráði, en ég lenti […]

Að vera eða vera ekki…

……í framboði. Er klárlega sú spurning sem ég hef oftast fengið undanfarna mánuði. Oftast hef ég nú svarað því þannig:  Já, ég ætli að skoða það að taka þátt áfram, en fyrir nokkru síðan fór ég að velta því fyrir mér og rifja upp, á hvaða forsendum ég tók þátt í þessu fyrir 4 árum […]

Auðlindagjald: Skattur eða greiðsla fyrir aðgang?

Enn á ný sprettur upp umræða um veiðigjöld útgerðarinnar. Gildandi lög sem renna út við lok fiskveiðiársins eru stórgölluð og auðlindarentan sem lögin áttu að endurspegla birtast nú í ýktri mynd, þar sem hljóð og mynd hafa ekki farið saman.  Því til viðbótar er tekur gagnaöflun sem grundvallar veiðigjaldið langan tíma að viðmiðunarár gjaldsins byggir […]