Stærstu verðlaunin

Aðalfundur Sjóve var haldinn í gær, 10. febrúar. Ég komst nú ekki á fundinn en það rifjaðist upp fyrir mér í dag lítil veiðisaga sem ég skrifaði í eitt af blöðum Sjóve fyrir nokkrum árum síðan. Eitthvað hafði skolast til hjá mér í sambandi við nöfn og afla, svo til gamans, hér kemur sagan aftur […]

Mikilvægar sveitarstjórnarkosningar að vori

Þá má eiginlega segja að N 1 kosningaslagurinn sé í uppsiglingu svo tíðar hafa kosningar til Alþingis verið á síðustu árum. Þjóðin komin með kosningaleiða sem mikilvægt er að hún hristi af sér. Sveitarstjórnarkosningar eru á fjögurra ára fresti sama á hverju gengur. Gangi samstarf ekki upp á milli samstarfsflokka í sveitarstjórnum hvílir sú ábyrgð […]

Ég, um mig, frá mér, til þeirra……

Fyrir nokkrum árum var ég veislustjóri á árshátíð hér í bæ. Mér fannst og finnst sjúklega gaman að vera veislustjóri og hef fengið að gegna því hlutverki nokkrum sinnum.  Eins og ég get verið feimin og til baka (nú hlæja þeir sem þekkja mig best) þá á ég ekki í neinum vandræðum með að tala […]

Áramót 17/18

Að venju geri ég upp árið með mínum augum séð. Margt merkilegt er búið að gerast á árinu, en að mínu mati kannski merkilegast tengt fótboltanum, en eins og flestir vita þá náðum við Eyjamenn þeim einstaka árangri að verða bikarmeistarar, bæði karla og kvenna og framtíðin því bara nokkuð björt þar. Árangur landsliða okkar var […]

Jólin 2017

Það hefur oft verið erfitt að vera trillukarl í desember, enda tíðin ansi oft rysjótt um það leytið (aðeins rólegri hjá mér þessa dagana hjá höfninni), en það hefur oft kostað mikil átök að láta enda ná saman um þetta leytið. Ég náði þeim merka áfanga í nóvember, að þá voru akkúrat 30 ár síðan […]

Sameinum frekar en að sundra

Eyjamenn lesa æ oftar um að sameina frekar en sundra. Bæjarstjórinn endar marga sína pistla á þessum orðum. Aðalega í kringum samgöngu-umræðuna. En hvers vegna? Er það vegna þess að stór hluti bæjarbúa er honum ekki sammála? Getur ekki verið að flestum þyki ákvarðanirnar ekki réttar á þessu sviði?  Að fólk kvíði því að fá […]

Þakklætið er mér efst í huga

asm_vill.jpg

Ég er þakklátur þeim rúmlega 7000 kjósendum sem settu X við D á kjördag í Suðurkjördæmi. Þá er þakklæti mitt hjá þeim ótrúlega fjölda stuðningsmanna flokksins sem veittu okkur lið og unnu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu.  Ekki aðeins á kjördag heldur líka í gegnum kosningabaráttuna alla sem var bæði skemmtileg og skilur eftir sig góðar […]

Skattahugmyndir VG og Samfylkingar er árás á kjör fólks

Á sama tíma og launþegar ríkisvaldsins eru að leggja fram launakröfur sínar er áhugavert að bera saman skattastefnu Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna á Alþingi. VG og Samfylkingin hafa boðað tugmilljarða aukningu ríkisútgjalda næstu 5 árin eða á bilinu 250-360 milljarða. Þessar tillögur kom fram við umræður um 5 ára fjármálaáætlun í þinginu sl. vor og […]

Hvað kostar að berja barnið sitt?

Skoðanir eru erfitt fyrirbæri því það virðist sem þær séu ýmist réttar eða rangar og ekkert þar á milli. Ég hef stjórnmálaskoðun og trúarskoðun, ég hef skoðun á samgöngum þar sem ég bý í Vestmannaeyjum en hef ekki skoðun á því hvort eigi að leyfa konum yfir ákveðinni þyngd að fara í ungfrú Ísland eða […]

Kostnaðurinn vegna hælisleitenda

Hælisleitendum sem koma til Íslands hefur fjölgað gríðarlega og ef ítrustu spár ganga eftir gætu þeir orðið allt að 2.000 á þessu ári. Sú fjölgun kemur í kjölfar ákvörðunar Alþingis um að taka hagsmuni einstaklinga fram yfir hagsmuni heildarinnar.  Á lokadegi þingsins var lögum um útlendinga breytt þrátt fyrir varnaðarorð erlendra stofnana. Þær bentu á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.