Við lækkum verðlag, skatta og gjöld. Við hækkum laun og kaupmátt

Ég er vanur því að hlutirnir gangi  í kringum mig, en þegar ég settist á þing vorið 2013 fannst mér allir hlutir ganga hægt fyrir sig.  Smátt og smátt lærðist taktur þingsins og nú þegar ég lít til baka er ánægjulegt að hafa verið þátttakandi í mörgum góðum verkum. Ánægjulegast er að sjá hvernig raunverulegur […]

Lundasumarið 2017

Lundaballið er um næstu helgi og því rétt að gera upp lundasumarið að venju. Mjög skrýtið lundasumar, en mikið af lunda kom hingað í vor en í júní og stærsta hluta júlí sást varla nokkur lundi í Eyjum. En að sjálfsögðu mætti lundinn tímanlega fyrir Þjóðhátíð og framhaldið þekkjum við 5000 bæjarpysjur komnar amk. enda […]

Landeyjahöfn staðan í dag

User comments

Það er ansi mikið búið að ganga á í sumar, en ég ætla að byrja á því að fjalla aðeins um fundina 2 sem haldnir voru í maí og nota um leið tækifærið til þess að þakka þeim fyrir sem komið höfðu að því að koma þessum fundum á, enda hafði ég ítrekað óskað eftir […]

Fiskveiðiárið 2016/17

Þann fyrsta september byrjaði nýtt fiskveiðiár og því rétt að skoða það sem var að enda, mjög skrítið fiskveiðiár að baki, með löngu verkfalli sem að sögn sjómanna skilaði engu.  Mjög góðri vertíð og þá bæði í bolfiskveiðum og uppsjávarveiðum, verðið hinsvegar á bolfiskinum hefur verið afar lélegt og þá sérstaklega verðlagsstofuverðið sem margar útgerðir með vinnslu greiða […]

Starfið er opin bók

Eftir Töðugjöldin á Hellu finnst mér stutt í sumarlokin. Skólarnir byrja og fjölskyldulífið hjá flestum fær stundatöflu, allir ganga í halarófu og lífið færist aftur í fastar skorður. Börnin og dýrin í sveitinni, við öll höfum fengið okkar frelsi í sumar til að þroskast og dafna en nú er enn og aftur sleginn nýr taktur […]

Vertíðin 2017

Ótrúlega sérstök vertíðin 2017 fyrir marga staði. Fyrst þetta langa verkfall sem stóð frá því um miðjan des. 2016 til um miðjan febr. 2017, en að sögn flestra sjómanna sem ég hef rætt þetta við, þá skilaði þetta nákvæmlega engu.  Loðnuvertíðin sem fylgdi svo í kjölfarið var afar sérstök í marga staði, því eins og […]

Gleðilegt sumar

Að venju hefst sumarið hjá mér þegar lundinn sest upp og hann settist upp í gærkvöldi 16. apríl, sem er á þessum hefðbundna tíma. Kannski ekki beint sumarlegt veður í dag, en svona er nú einu sinni vorið okkar. Ég ætla að vera nokkuð bjartsýnn með lunda sumarið í ár og finnst ég hafa ástæðu […]

Landeyjahöfn, framhald af síðustu grein

Það var mjög ánægjulegt að sjá svar Sigurðar Áss við minni síðustu grein og kannski svolítið skrítið fyrir mig vegna þess, að eftir vandræðaganginn haustið 2010, þar sem í ljós kom að öll varnarorð mín frá því árunum áður varðandi Landeyjahöfn reyndust á rökum reist, heftur ríkt hálfgerð þöggun um mín skrif um Landeyjahöfn og vil ég […]

Landeyjahöfn, staðan í dag

Landeyjahöfn opnaði í vikunni sem er óvenju snemmt. en fyrst og fremst ánægjulegt. Ástæðan er fyrst og fremst hagstæðar vindáttir að undanförnu þannig að Galilei fékk nægan tíma til þess að dæla út úr höfninni. Ég minni þó á að það er enn vetur og er t.d. ölduspáin að sýna allt að 7 metra ölduhæð […]

Konur sem prumpa

Ég hef stundum kallað sjálfa mig gallagrip, ekki af því að ég líti á mig sem annars-flokks einstakling (eða af því að ég prumpa), heldur einungis vegna þess að ég er blessunarlega laus við fullkomnun – eins og allar aðrar manneskjur sem hafa stigið hér á jörð. Almennt séð þá hef ég hingað til talið […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.