Ótrúlega hamingjusöm (og útúrlyfjuð)

Ég varð fertug á árinu sem er alveg dásamlegt sko, en einhvern vegin átti ég samt von á meiri þroska, visku og umburðarlyndi á þessum merku tímamótum. Það spilar kannski eitthvað inn í hvað mér finnst svo margt í íslensku þjóðfélagi einkennast af heimsku og vitleysu. Við hjökkum endalaust í sama farinu, gerum sömu mistökin […]
Landeyjahöfn, staðan 25.10.2015

Það er greinilega kominn vetur og einn og einn dagur farinn að detta út í Landeyjahöfn þó tíðin hafi verið þokkaleg í haust. Það er orðið ansi langt síðan ég skrifaði um Landeyjahöfn, en ég ætla að byrja að fara yfir nokkur atriði sem vöktu athygli mína á fundi sem haldinn var í Ráðhúsinu 15. […]
Lundasumarið 2015

Lundaballið er um helgina og því rétt að fara yfir sumarið. Staðan núna, 24. sept. er ótrúleg. Mikill lundi við Eyjar og mikið af sílisfugli að bera í holur ennþá og flug lundapysjunnar rétt að ná hámarki og svolítið erfitt að átta sig á því, hvað gerðist í sumar, en þó. Ég var staddur austur á […]
Leiðrétting vegna braskara ríkisstjórn

Ég man ekki eftir því að hafa lent í því áður að þurfa að leiðrétta tölur í greinum mínum og það alls ekki tvisvar sinnum eins og ég ætla að gera núna, en það er bara ágætt að vera svolítið mannlegur, en í grein minni skrifaði ég um að veiðigjöld vegna 100 tonn af þorski […]
“Braskara ríkisstjórnin”

Ágætur vinur minn sagði mér frá því í vikunni, að samkv. nýjasta greiðsluseðli sínum af húsnæðisláni sínu þá væri verðtryggingin nánast alveg búin að éta upp helminginn af skuldaleiðréttingunni sem hann fékk, sem þýðir að samkv. því, þá verði verðtryggingin búin að éta upp alla hans leiðréttingu svona ca. upp úr miðju næsta ári, og […]
Hvers virði eru ömurlegheit?

Við Íslendingar erum upp til hópa ágætis einstaklingar – tiltölulega flott fólk en pínu brennd af vonbrigðum lífsins. En af og til kemur fyrir að við gerum eitthvað eins heimskulegt eins og að fara að deita, fara í samband eða stofna til sambúðar. Sumir geta gert þetta allt á skynsamlegan hátt, geta deitað á þeim […]
Gleðilegt nýtt kvótaár

Á þriðjudaginn 1. sept. hefst nýtt kvótaár, en árið hjá mér hefur verið frekar erfitt, en er samt að ná sama afla og á síðasta ári. Eins og aðrir sjómenn, þá velti ég oft fyrir mér vinnubrögðum Hafró og hef gagnrýnt þau oft og mörgum sinnum, en ég hef hins vegar aldrei sett upp, hvernig […]
Viðskiptabann á Rússa kemur verst niður á sjávarbyggðum

Nú hefur það gerst sem vofði yfir þeim þjóðum sem skrifuðu upp á viðskiptabann Evrópusambandsins og Bandaríkjanna á Rússland að Rússar hafa sett viðskiptabann á innflutning matvæla frá þeim þjóðum sem undanþegnar voru frá banninu fyrsta árið. Ísland er eitt þeirra ríkja. Í þessu máli er ekki aðeins verið að setja í stórhættu afkomu þess […]
Fiskiðjan vs. Hraunbúðir

Í framhaldi af ákvörðun minni í framkvæmda og hafnarráði, um að leggja fram breytingartillögu við tillögu meirihlutans um utanhússviðgerðir á húsi Fiskiðjunnar, þar sem ég lagði fram þá breytingartillögu að þessum framkvæmdum yrði frestað og fjármagninu þess í stað veitt til stækkunar á Hraunbúðum, samtals tæpar 160 milljónir, þá lítur málið svona út í mínum […]
Fimmtudagurinn 6. ágúst 2015

Sagði við vinn minn áðan að ég væri á leiðinni í Herjólf á eftir í helgarferð út á land, en fékk þá þessi viðbrögð: En bíddu við, það má veiða lunda um helgina. Margir hafa komið að orði við mig að undanförnu að þeim finnist mikið af lunda í Eyjum, en miðað við mína reynslu […]