Hamingja fæst gefins gegn því að vera sótt…

Það er fáránlega auðvelt að nota tilfinningar til að stjórnast í fólki til að ná sínu fram. Það eru margar leiðar færar í þessum efnum en í grunninn er uppskriftin frekar einföld. Byrjaðu á því að ná í alla uppsöfnuðu gremjuna þína, hækkaðu róminn allverulega og notaðu svo nokkuð ógnandi líkamsstöðu. Týndu svo allt til […]

Landeyjahöfn eða sandeyjahöfn

Landeyjahöfn er enn einu sinni komin í fréttirnar og enn og aftur fyrir það að höfnin sé full af sandi. Þegar maður skoðar myndina inni á eyjafréttum, sem fylgir fréttinni, þá sést vel að það er hægt að ganga þurrum fótum um hluta af höfninni og það rifjaðist upp fyrir mér, svona til gamans, sumar af yfirlýsingum […]

Hvað gerðist í Sparisjóðnum?

Fréttir af slæmri stöðu Sparisjóðs Vestmannaeyja koma undirrituðum ekki mjög á óvart. Í lok nóvemer í fyrra skoðaði Eyjar.net stöðu sjóðsins undir yfirskriftinni „Þungur rekstur Sparisjóðsins“. Í kjölfarið var rætt við stjórnarformann Sparisjóðsins, Þorbjörgu Ingu Jónsdóttur. Þar var sérstaklega spurt út í mat á eignasafni sjóðsins sem í dag virðist hafa verið mjög ofmetið. Svar […]

Kóriander og kasjúahnetuleginn skötuselur

Þessa vikuna verður boðið uppá ljúfengann kóriander og kasjúahnetuleginn skötusel. Nú erum við að vinna hörðum höndum að nýjum matseðli fyrir sumarið. En á þeim þremur árum sem veitingarstaðurinn hefur verið starfræktur er þetta 14 matseðillinn sem þeir koma með. Þannig að ferskleikinn og hugmyndaflugið er aðalsmerki Einsa Kalda. 600 gr. skötuselur 2 tsk engifer […]

Vegagerðin svarar ekki

Sveinn Valgeirsson varpaði fram í síðari grein sinni nokkrum skýrum spurningum er varða samgöngur á sjó á milli lands og Eyja. Greinin er málefnaleg líkt og fyrri grein Sveins um sama mál. Undirritaður sendi tölvupóst á forstjóra Vegagerðarinnar, Hrein Haraldsson. Auk þess fékk Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs afrit af póstinum. Pósturinn til þeirra birtist […]

Lykillinn að lífshamingjunni… og öllu hinu draslinu

Ég elska bleikan, ég elska glingur og ég elska gjafir sem hafa persónulega þýðingu. Ég elska þegar ég horfi í spegil og finnst ég dáldið sæt. Mér finnst hún samt dásamlegust, tilfinningin þegar ég er sátt við sjálfa mig. Þegar það sem ég segi er í samræmi við það sem ég svo geri.  Ég elska […]

Veðrið og gæludýrin okkar

Veðrið núna í mars hefur versnað heldur betur frá því sem var í febrúar, en eins og ég sagði í síðustu grein minni, þá er oft séns á sjóveðri hér í Eyjum þegar lægðirnar enda í norðan áttum. Þegar hins vegar hann liggur í suðlægum áttum, er alveg vonlaust að komast á sjó og soldið […]

Samgöngur og veður

Er það heitasta í umræðunni í dag og margir eru á því, að veðurfarið að undanförnu sé búið að vera óvenju erfitt, en ég er ekki sammála því, þó þetta hafi vissulega verið leiðinleg tíð, þá er alltaf möguleiki á sjóveðri hjá mér þegar lægðirnar enda í norðanátt.  Ég man hins vegar eftir febrúar mánuði […]

Kona – dama – skvísa – PRUMP!

Ætli þessi kona sé til? Ef svo er þá er það ósk mín að henni líði vel og hún uni sér vel í eigin skinni. Það er svo skrítið að í gegnum tíðina þá höfum við konur aftur og aftur fengið þau skilaboð að til þess að vera góðar þá þurfum við að taka þarfir […]

Finnum leið til sátta

Í síðustu viku var ég boðaður á símafund með stjórn Ferðasamtakanna í Vestmannaeyjum. Þar voru ummæli mín um nýjan Herjólf og Landeyjarhöfn hörmuð. Ég hafði þá í nokkurn tíma rætt í þinginu og skrifað á fésbókina um Landeyjarhöfn og vandamálin sem þar virðast engan enda taka. Ég fékk lítil viðbrögð við þeim varnaðarorðum fyrr en […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.