Hver vill eiga fólkið mitt?

Við lendum öll í einhverju á lífsleiðinni. Stundum kýlir lífið okkur niður og við lendum í slysum, veikindum eða áföllum sem hefur áhrif á vinnugetuna. Sumir ná að „girða sig í brók“ og gera það sem þarf til að koma sér út á vinnumarkaðinn aftur.  Fyrir aðra er það mun erfiðara og þá er nú […]

Hinsegin fólk, lífið og kirkjan!

Það er svo sem vel hægt að ímynda sér lessupar, þar sem önnur er íslandsmeistari í sleggjukasti, keyrir gamlan steypubíl á daginn, mætir svo heim á kvöldin og hlammar sér í grútdrullugum vinnugallanum beint í sófann, sem fíngerður, hlýðin en þögull makinn þolir ekki. Hugsanlega prumpar steypulessan líka eins og rámur saxafónn við matarborðið og […]

Þakklæti til hins íslenska karlmanns

Um leið og ég óska íslenskum karlmönnum til hamingju með bóndadaginn,  langar mig um leið að þakka ykkur fyrir allt sem þið leggið á ykkur til að gera okkar heim betri, einfaldari, fallegri og þægilegri. Það eru ófáir hlutirnir sem karlmenn hafa fundið upp til þess eins að gera líf okkar betra á einn eða […]

Dagurinn sem ég bjargaði heiminum

Ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég áttaði mig á því að það allra besta, í öllum heiminum, er að vera í gleði. Og Guð hvað ég man vel eftir þeirri dásamlegu tilfinningu að vera glöð yfir því einu að vera til. Hoppandi yfir blómabeðið á Vesturveginum, aftur og aftur og fram og […]

Taktu sjálfa/n þig ekki svona alvarlega!

Það er nú ekki að ástæðulausu sem ég hætti að drekka, og það tók mig ekki langan tíma að átta mig á því að það væri of þægileg lausn á öllu í mínu lífi að fá mér í glas og skála fyrir lífinu. Ég fann fyrir auknu sjálfstrausti og meiri gleði en hversdagslega  og ég […]

Ég sagði upp föðurhlutverkinu!

 „Um leið og ég var búin að segja upp föðurhlutverkinu fór allt að ganga betur.“ Í hausnum á mér endurtók ég það sem hún sagði og sagði síðan upphátt- „föðurhlutverkinu?“.  „Já ég áttaði mig á því fljótlega eftir að ég skildi að þegar það var mín vika var, þá ætlaði ég mér að sinna öllum […]

Ætlarðu ekkert að fara að hleypa uppá þig!

Nú er ég búin að vera tengdamömmulaus í  eitt ár. Það voru ekki liðnir nema örfáir mánðuðir þegar ég heyrði afa minn ræða við dóttur mína um mikilvægi þess að ég fyndi mér öryggi í lífinu. Mamma hennar þyrfti bara að eignast góðan mann! Ég benti bæði dóttur minni og afa á það að hingað […]

Að strippa á sálinni

Þar sem ég er pínu feimin og óframfærin og finn nokkuð reglulega fyrir fólksfælni, þá á ég nokkrar „grímur“ til að setja upp þegar ég þarf að fara í búð (og er engan vegin stemmd í það), þegar ég er að hitta fólk í fyrsta skipti og veit ekkert hvernig ég á að vera eða […]

Árið 2014

Ótrúlega erfitt ár að baki hjá mér á nánast öllum sviðum. En árið byrjaði með því að í janúar jörðuðum við systur mína, aðeins 48 ára gamla eftir mjög erfiða baráttu við krabbamein. Reyndar hafa óvenju margir eyjamenn látist að undanförnu og ekki bara fullorðið fólk, heldur líka fólk á besta aldri. Ljósið í myrkrinu […]

Þjáningin & kærleikurinn

Child Begging at Asok Station

Ég var tuttugu og sjö ára gamall daginn sem ég fór í fyrsta sinn yfir landamærin sem þá skildu að Kína og Hong Kong. Á þessum tíma er Hong Kong bresk nýlenda og miðstöð viðskipta í Asíu. Hún seldi stóran hluta af framleiðslu Kínverja. Fyrir mörgum var var Hong Kong borg tækifæranna og þar af […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.