Get ég fengið kaffi? Get ég fengið faðmlag?

Ég man nú ekki hvar ég rakst á það um daginn en ég las það einhverstaðar um daginn að það ætti að vera jafn sjálfsagt hjá okkur mannfólkinu að fara að heimsækja góðann vin og biðja um faðmlag alveg eins og við biðjum um kaffibolla. Hæ- áttu kaffi? Hæ- áttu faðmlag? Í þessari sömu klausu […]

Uppselt á þjóðhátíð 2015 ?

Þjóðhátíð Vestmannaeyja lauk aðfararnótt s.l. mánudags og flestir sem hana sóttu að skríða saman ef þeir eru ekki löngu búnir að því.   Í Eyjum staldra menn alltaf við eftir hátíðina og velta fyrir sér því sem gekk vel og illa og huga að þeirri næstu.  Fyrir fáum árum var um það rætt að mögulega […]

Nýr vefur á gömlum grunni

Á dögunum festi undirritaður ásamt Ellerti Scheving kaup á vefnum Eyjar.net. Vefur sem lengi hefur verið til, en ekki verið mjög lifandi undanfarið. Það er stefnan að breyta því! Eitt er víst að af nægu er að taka hér í Eyjum. Mikið líf er í bænum um þessar mundir, nýjir veitingastaðir og gistiheimili spretta upp […]

Glaðværð, gleði og jákvæð þátttaka

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hafði jákvæð áhrif á samfélagið og hafði ýmsar birtingamyndir. Ég sem kem víða við og hitti marga og varð þess áskynja hvað þessi jákvæðu áhrif skiluðu sér inn á vinnustaði, dvalarheimili og hjá fólki á förnum vegi. Hvar sem ég kom í kaffistofur var búið að setja upp lista þar sem spáð […]

Að gefnu tilefni

Á morgun er vika síðan ég sigldi Blíðunni minni til Þorlákshafnar með nýjum eiganda. Viðbrögð fólks í kring um mig hér í Eyjum eru tilefni þessarar greinar, en ég hef m.a. fengið að heyra: “Hvenær kemur nýji báturinn? Mun nýji báturinn ekki örugglega heita Blíða?” og “Þú ert að ljúga ef þú segist vera hættur.”  […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.