Hlaðvarpið – Hljómsveitin Merkúr

xr:d:DAElVu75hvg:1670,j:25639458273,t:22050800

Í fimmtugasta og fimmta þætti er rætt við peyjana í  hljómsveitinni Merkúr.  Peyjarnir segja söguna um stofnun hljómsveitarinnar, hvernig þeir koma sér á framfæri í tónlistinni, hvað er framundan hjá Merkúr og margt margt meira skemmtilegt. Í lok þáttarins fáum við að heyra nýja útgáfu af laginu Blind sem peyjarnir í Merkúr sömdu og spila. […]

Viðtöl við frambjóðendur

Alma Eðvaldsdóttir ákvað að forvitnast aðeins um bæjarpólitíkina í Eyjum í aðdraganda að sveitarstjórnarkosningum 14. maí nk. Kíktu á hlaðvarpið Vestmannaeyjar, Mannlíf og saga og þar getur þú hlustað á viðtöl við frambjóðendur. Viðtalið á Spotify Viðtalið á Spotify Viðtalið á Spotify (meira…)

Hlaðvarpið – Guðbjörg Rún Gyðudóttir Vestmann

Í fimmtugasta og fjórða þætti er rætt við Guðbjörgu Rún Gyðudóttur Vestmann. Gugga Rún eins og hún er kölluð ræðir við mig um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, hvernig það kom til að hún flutti til Vestmannaeyja og margt, margt fleira. Í seinni hluta þáttarins er lesin upp stutt saga úr fórum Árna Árnasonar símritara, sem nefnist […]

Gleðilegt sumar

Lundinn settist upp í gær og þar með er komið sumar hjá mér.  Ég hafði reyndar séð nokkra fljúga með hamrinum tveimur dögum áður, en mér finnst skemmtilegast að miða við þegar maður sér hann setjast upp og já, þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Helstu væntingar fyrir þetta sumar eru að mörgu leiti svipaðar og […]

Hlaðvarpið – Jóna Heiða Sigurlásdóttir

Í fimmtugasta og þriðja þætti er rætt við Jónu Heiðu Sigurlásdóttur um lífshlaup hennar. Jóna Heiða ræðir við mig um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, námið, listina og margt, margt fleira. Í seinni hluta þáttarins er fræðst um fyrsta Elliheimilið í Vestmannaeyjum sem var staðsett í húsinu Skálholti og aðeins farið yfir hvaða tilgangi húsið þjónaði. Heimildir […]

Nostalgía

Fyrir nokkrum árum síðan ákváðu Bretar að ganga úr Evrópusambandinu með hinni svokölluðu BREXIT þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklega versta stórslys í sögu landsins á síðari árum. Skoðanakannanir sýndu að mikill meirihluti þeirra sem voru yngri en 50 ára vildu ekki úr sambandinu, það voru helst Bretar á efri árum sem kusu gegn sambandinu. Ekki veit ég hversu […]

Framboð eða ekki framboð?

Í framhaldi af grein minni fyrir viku síðan, þar sem ég fjallaði um vinnu okkar í Eyjum sem erum í Flokki fólksins og möguleika okkar á að bjóða fram fyrir bæjarstjórnarkosningarnar hér í Eyjum, þá má segja að staðan sé eiginlega mjög lík því sem hún var fyrir viku síðan.  Þ.e.a.s. að við séum svona […]

Hlaðvarpið – Hrefna Erlingsdóttir

Í fimmtugasta og öðrum þætti er rætt við Hrefnu Erlingsdóttur um lífshlaup hennar, störf og veikindi. Hrefna ræðir við mig um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, námið, heilablóðfallið, flutninginn á Selfoss, sjálfboðaliðastarfið og margt, margt fleira. Í seinni hluta þáttarins er lesin viska sem Ásta Engilbertsdóttir skrifaði árið 1939 í Blik. Heimildir eru fengnar af Heimaslóð.is. Þetta […]

Flokkur fólksins í Vestmannaeyjum

Að gefnu tilefni og til þess að svara nokkrum spurningum. Já, við í Flokki fólksins í Vestmannaeyjum höfum verið og erum að vinna í því að koma saman framboði hér í Eyjum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Hvort þetta tekst hjá okkur get ég ekki svarað alveg á þessari stundu, en við erum ekkert langt frá […]

Hlaðvarpið – Ragnar Sigurjónsson

Í fimmtugasta og fyrsta þætti er rætt við Ragnar Sigurjónsson um lífshlaup hans og störf. Raggi eins og hann er oftast kallaður ræðir við mig um fjölskylduna, æskuna, verslunarrekstur, lífið i Viðey, fuglaáhugann og margt, margt fleira. Í seinni hluta þáttarins er lesin samantekt um grafskipið Vestmannaey. Heimildir eru fengnar af Heimaslóð.is, einnig frá Kára […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.