Hlaðvarpið – Hljómsveitin Merkúr

Í fimmtugasta og fimmta þætti er rætt við peyjana í hljómsveitinni Merkúr. Peyjarnir segja söguna um stofnun hljómsveitarinnar, hvernig þeir koma sér á framfæri í tónlistinni, hvað er framundan hjá Merkúr og margt margt meira skemmtilegt. Í lok þáttarins fáum við að heyra nýja útgáfu af laginu Blind sem peyjarnir í Merkúr sömdu og spila. […]
Viðtöl við frambjóðendur

Alma Eðvaldsdóttir ákvað að forvitnast aðeins um bæjarpólitíkina í Eyjum í aðdraganda að sveitarstjórnarkosningum 14. maí nk. Kíktu á hlaðvarpið Vestmannaeyjar, Mannlíf og saga og þar getur þú hlustað á viðtöl við frambjóðendur. Viðtalið á Spotify Viðtalið á Spotify Viðtalið á Spotify (meira…)
Hlaðvarpið – Guðbjörg Rún Gyðudóttir Vestmann

Í fimmtugasta og fjórða þætti er rætt við Guðbjörgu Rún Gyðudóttur Vestmann. Gugga Rún eins og hún er kölluð ræðir við mig um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, hvernig það kom til að hún flutti til Vestmannaeyja og margt, margt fleira. Í seinni hluta þáttarins er lesin upp stutt saga úr fórum Árna Árnasonar símritara, sem nefnist […]
Gleðilegt sumar

Lundinn settist upp í gær og þar með er komið sumar hjá mér. Ég hafði reyndar séð nokkra fljúga með hamrinum tveimur dögum áður, en mér finnst skemmtilegast að miða við þegar maður sér hann setjast upp og já, þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Helstu væntingar fyrir þetta sumar eru að mörgu leiti svipaðar og […]
Hlaðvarpið – Jóna Heiða Sigurlásdóttir

Í fimmtugasta og þriðja þætti er rætt við Jónu Heiðu Sigurlásdóttur um lífshlaup hennar. Jóna Heiða ræðir við mig um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, námið, listina og margt, margt fleira. Í seinni hluta þáttarins er fræðst um fyrsta Elliheimilið í Vestmannaeyjum sem var staðsett í húsinu Skálholti og aðeins farið yfir hvaða tilgangi húsið þjónaði. Heimildir […]
Nostalgía

Fyrir nokkrum árum síðan ákváðu Bretar að ganga úr Evrópusambandinu með hinni svokölluðu BREXIT þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklega versta stórslys í sögu landsins á síðari árum. Skoðanakannanir sýndu að mikill meirihluti þeirra sem voru yngri en 50 ára vildu ekki úr sambandinu, það voru helst Bretar á efri árum sem kusu gegn sambandinu. Ekki veit ég hversu […]
Framboð eða ekki framboð?

Í framhaldi af grein minni fyrir viku síðan, þar sem ég fjallaði um vinnu okkar í Eyjum sem erum í Flokki fólksins og möguleika okkar á að bjóða fram fyrir bæjarstjórnarkosningarnar hér í Eyjum, þá má segja að staðan sé eiginlega mjög lík því sem hún var fyrir viku síðan. Þ.e.a.s. að við séum svona […]
Hlaðvarpið – Hrefna Erlingsdóttir

Í fimmtugasta og öðrum þætti er rætt við Hrefnu Erlingsdóttur um lífshlaup hennar, störf og veikindi. Hrefna ræðir við mig um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, námið, heilablóðfallið, flutninginn á Selfoss, sjálfboðaliðastarfið og margt, margt fleira. Í seinni hluta þáttarins er lesin viska sem Ásta Engilbertsdóttir skrifaði árið 1939 í Blik. Heimildir eru fengnar af Heimaslóð.is. Þetta […]
Flokkur fólksins í Vestmannaeyjum

Að gefnu tilefni og til þess að svara nokkrum spurningum. Já, við í Flokki fólksins í Vestmannaeyjum höfum verið og erum að vinna í því að koma saman framboði hér í Eyjum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Hvort þetta tekst hjá okkur get ég ekki svarað alveg á þessari stundu, en við erum ekkert langt frá […]
Hlaðvarpið – Ragnar Sigurjónsson

Í fimmtugasta og fyrsta þætti er rætt við Ragnar Sigurjónsson um lífshlaup hans og störf. Raggi eins og hann er oftast kallaður ræðir við mig um fjölskylduna, æskuna, verslunarrekstur, lífið i Viðey, fuglaáhugann og margt, margt fleira. Í seinni hluta þáttarins er lesin samantekt um grafskipið Vestmannaey. Heimildir eru fengnar af Heimaslóð.is, einnig frá Kára […]