Hefur þú spurningar til forystumanna framboðanna?

Eyjar.net og Vestmannaeyjar – mannlíf og saga munu gera komandi sveitarstjórnarkosningum góð skil. Vestmannaeyjar – mannlíf og saga mun ræða við forystumenn allra framboða sem bjóða fram í Eyjum. Rætt verður um stefnumálin, yfirstandandi kjörtímabil og ýmislegt fleira. Alma Eðvaldsdóttir ræðir við frambjóðendur. Eflaust eru margar spurningar sem brenna á bæjarbúum í aðdraganda kosninga og […]
Hlaðvarpið – hljómsveitin Molda

Í fimmtugasta þætti í hlaðvarpinu er rætt við peyjana í Molda. Forvitnast um hljómsveitarlífið, hvað er framundan hjá bandinu og margt annað. Peyjarnir sem skipa hljómsveitina Molda eru þeir Albert Snær Tórshamar, Helgi Rasmussen Tórshamar, Þórir Rúnar Geirsson, kallaður Dúni og Birkir Ingason. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra nýja lagið þeirra peyjana […]
Ballslagari óskast

Þetta var nálægt aldamótum. Ég gekk sem í leiðslu væri inn í rútuna á planinu við skólann. Þrátt fyrir gríðarlega eftirvæntingu var ég líka svolítið stressaður. Feiminn jafnvel. Ég kom mér fyrir í sæti við gluggann, því að framundan var ekki aðeins 90 mínútna rútuferð heldur einnig mikilvægur undirbúningur. Loka-undirbúningur! Ég var að […]
Verbúðin

Þættirnir Verbúðin vöktu mikla athygli í vetur, ekki hvað síst hjá okkur sem vorum ung á þeim tíma og upplifðum stemninguna. Sjálfur byrjaði ég einmitt á sjó á togara 1985/86 og upplifði ýmislegt þar, sem hagsmunaaðilar í sjávarútveginum í dag vilja sem minnst tala um og upplifði ég þar á meðal gríðarlegt brottkast, eitthvað sem gerði […]
Að bíta sig í hælana!

Í minni fjölskyldu eru fimm uppkomin börn. Barn er alltaf barnið þitt, þó það fullorðnist. Eitt af því sem ég hef átt erfiðast með í seinni tíð varðandi áhyggjur af mínum börnum, eru ferðalög þeirra milli Eyja og höfuðborgarinnar. Þessi akstur um umferðarþungann og þröngan Suðurlandsveginn oft í slæmum skilyrðum veldur mér ónotum. Ég viðurkenni […]
Hlaðvarpið – Gísli Matthías Auðunsson

Þátturinn er mjög heimilislegur að þessu sinni, Flóki hlaupandi um að leika sér, þar sem að þátturinn var tekinn upp heima okkur á Bjarmalandi. Ég vil nota tækifærið til að koma kærum þökkum til þeirra sem að svöruðu kalli mínu á síðunni Heimaklettur á Facebook. Það er yndislegt að sjá hvað fólk er hjálpsamt og […]
Hlaðvarpið – Einar Kristinn Kárason

Í fertugasta og áttunda þætti er rætt við Einar Kristinn Kárason og forvitnast um líf hans og störf. Einar Kristinn ræðir við okkur um íþróttir, fótbolti, fjölskylduna, vinnuna, tísku, saumaskap og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra stutt ágrip um sögu vatnsins í Vestmannaeyjum. Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram […]
Hlaðvarpið – The Foreign Monkeys

Í fertugasta og sjöunda þætti er rætt við peyjana í The Foreigns Monkeys og forvitnast um líf þeirra og störf. Peyjarnir í hljómsveitinni eru þeir Bogi Ágúst Rúnarsson, Gísli Stefánsson og Víðir Heiðdal Nenonen . Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra nýja lagið þeirra peyjana í Foreign Monkeys. Endilega fylgjið okkur á Facebook og […]
Hlaðvarpið – Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir

Í fertugasta og sjötta þætti er rætt við Þóru Hrönn Sigurjónsdóttur um líf hennar og störf. Þóra Hrönn, ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, góðgerðarverkefnið sitt, Kubuneh og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra stutt ágrip um sögu rafmagnsins í Vestmannaeyjum heimildir eru fengnar af Heimaslóð.is. Þetta sögubrot er unnið í […]
Hlaðvarpið – Jónína Björk Hjörleifsdóttir

Í fertugasta og fimmta þætti er rætt við Jónínu Björk Hjörleifsdóttur um líf hennar og störf. Jóný, eins og hún er alltaf kölluð ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, listina, fósturmissinn og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra um Hafísinn úr bókinni Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum 1. Útgáfu frá […]