Hlaðvarpið – Aldís Gunnarsdóttir

Þrítugasti þáttur er aðeins heimilislegri að þessu sinni. Þar sem ég heimsótti Aldísi Gunnarsdóttur og tók viðtalið upp á fallega heimili fjölskyldu hennar í Garðabæ.  Þar sem að ég er stödd í höfuðborginni, þá tók ég upp kynningarorðin og sögubrotið heima hjá frænku minni í Mosfellsbæ, þar sem ég er umkringd 3 yndislegum hundum. Þú […]

Hvaða flokkar standa undir nafni?

Í norðri sitjum við Íslendingar og horfum öfundaraugum til frænda okkar Færeyinga sem byggja upp þjóðfélagið sitt eins og enginn sé morgundagurinn. Þar er dagskipunin „framtíðin er í dag en ekki eftir 50 ár“. Þar sitja framsýnir menn við stjórnvölinn og byggja upp innviði landsins af miklum myndarbrag. Hér í norðri hímum við eins og […]

Kvótann heim

Ég hef aðeins að undanförnu verið spurður að því hvað þetta þýði í stefnu Flokks fólksins, kvótann heim? Svarið er nokkuð margþætt, en sem dæmi: Að sjálfsögðu viljum við að þeir sem lögðu grunninn að sjávarbyggðum og uppbyggingu landsins á sínum tíma þ.e.a.s. trilluútgerðir á landsvísu geti haldið áfram að lifa og dafna á landsbyggðinni, […]

Virðum eldra fólk að verðleikum!

Virðing er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar við tölum um fólkið okkar sem er orðið fullorðið og lagði grunninn að því samfélagi sem við búum við í dag. Alveg frá því að ég steig mín fyrstu skerf sem trillusjómaður og horfði á hvernig þeir eldri báru sig að og lærði bæði meðferð […]

Hlaðvarpið – Tryggvi Hjaltason

Í tuttugasta og níunda þætti er rætt við Tryggva Hjaltason um líf hans og störf. Tryggvi ræðir við okkur um líf sitt, námið sem hann fór í erlendis, vinnuna, tónlistina og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins heyrum við grein sem Halldór Svavarsson tók saman um bók sem hann skrifaði um Grænlandsför Gottu og var gefin […]

Hvernig getum við bætt ís­lenskan sjávar­út­veg?

Ég hef sótt sjóinn frá unga aldri og hef sterkar skoðanir á því sem betur má fara í íslenskum sjávarútvegi. Hér fara á eftir nokkur atriði sem mér eru hugleikin: Gefum handfæraveiðar frjálsar Handfæraveiðar verði gefnar frjálsar með þeim takmörkunum sem eru í svokölluðu strandveiðikerfi í dag. Þó með þeirri viðbót að stefnt sé á […]

Vestmannaeyjabær

Fyrir mig hafa það verið algjör forréttindi að fá að búa á stað eins og hér á Heimaey. Ég hef fengið að upplifa nálægðina við náttúruna, bæði í eggjatöku og lundaveiði og svo á sjónum enda verið trillukarl í næstum 34 ár.  Heimaey er svolítið dæmigerður staður á landsbyggðinni þar sem nándin er mikil og […]

Hlaðvarpið – Guðný Charlotta Harðardóttir

Í tuttugasta og áttunda þætti er rætt við Guðnýju Charlottu Harðardóttur um líf hennar og störf. Guðný Charlotta ræðir við okkur um líf sitt, tónlistina, tónlistarnámið og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins heyrum við smá samantekt um Landlyst, sem er eitt af elstu húsum í Vestmannaeyjum og á mikla sögu. Þessi samantekt er unnin […]

Hlaðvarpið – Þórarinn Ólason

Í tuttugasta og sjöunda þætti er rætt við Þórarinn Ólason um líf hans og störf. Tóti eins og við þekkjum hann, ræðir við okkur um líf sitt, fjölskylduna, tónlistina og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins segir Grímur Gíslason okkur söguna á bakvið lag afa síns, hans Binna í Gröf, og við fáum að heyra […]

Heimsmet í eymd

Á Vesturlöndum hefur fólk kosningarétt og getur valið skýrar línur til hægri eða vinstri. Í sósíalistaríkjum eru líka hreinar línur. Þar er ekki kosið, þess þarf ekki. Þar ráða sérhagsmunir og forréttindastéttir ríkjum.  Í þessu ljósi er óskiljanlegt að á Íslandi árið 2021 bjóði fram Sósíalistaflokkur sem á hugmyndafræðilegar rætur sínar að rekja til systurflokka […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.