Bæjarráð skorar á Reykjavíkurborg

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Fram hefur komið að Reykjavíkurborg hafi krafið Jöfnunarsjóð sveitarfélaga um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum og ætli að halda þeirri kröfu til streitu, þrátt fyrir að ríkið hafi hafnað henni. Ljóst er að muni krafan ná fram að ganga munu sveitarfélögin […]

Hágæða vörur með nærgætni við umhverfið

As We Grow var stofnað árið 2012 og hefur frá upphafi haft það að leiðarljósi að hanna og framleiða hágæða vörur með nærgætni við umhverfi. Agnes Hildur Hlöðversdóttir hjá As we Grow ræddi við Eyjafréttir um fyrirtækið. Póley hefur selt vörur frá As We Grow í rúm fjögur ár. “Vörunum hefur verið mjög vel tekið […]

Jólaáætlun Herjólfs

Herjólfur hefur sent frá sér ferðáætlun um hátíðarnar þar er gert ráð fyrir þremur ferðum í Landeyjahöfn á aðfanadag og gamlársdag en tveimur á jóladag og nýársdag. Ef ekki er fært til Landeyjahafnar þess daga verður farin ein ferð til Þorlákshafnar. (meira…)

Bátaumferð truflar aðlögun mjaldranna

Litlu Hvít og Litlu Grá miðar vel áfram í aðlögun sinni í Klettsvík en mikil bátaumferð um svæðið hefur þó truflað ferlið. Audrey Padgett forstöðumaður Sealife Trust sagði í samtali við Eyjafréttir að töluvert hafi verið um umferð tuðra upp við kvínna í Klettsvík um liðna helgi. Þessir bátar hafi ekki einungis verið að fara […]

Áfram Vestmannaeyjar!

Eftir erfiðan vetur virðist vorið loksins vera komið. Veðrið síðustu dagana ber það sterklega með sér þar sem eyjan okkar hefur skartað sínu fegursta í blíðunni undanfarið. Sjálfur fagna ég sérstaklega endalokum þessa vetrar, enda með eindæmum erfiður og leiðinlegur. Segja má að farsóttin hafi sett samfélagið allt á hliðina, bæði hér í Vestmannaeyjum sem […]

Mitt, þitt og okkar allra

Við erum að upplifa viðsjárverða tíma nú um þessar mundir, um það er engum blöðum að fletta. Við upplifum einhvers konar óvissu og jafnvel ugg um framtíðina. Hvað er fram undan?  Hvernig verður þetta þegar covidfaraldurinn er um garð genginn? Þessar spurningar og aðrar áþekkar leita sífellt á hugann þessa dagana. Við þessar aðstæður fer […]

Hugleiðingar í miðjum heimsfaraldri

  Óvissa og hraðar breytingar eru eru líklegar til að valda okkur óöryggi og ótta. Stöðugur fréttaflutningur og öflugt viðbragð stjórnvalda víða um heim fer ekki fram hjá neinum og styður hugmyndir um að alvara sé á ferð. Eðlilega skynjum við aukna spennu og varkárni en það hjálpar að búa við traust almannavarnakerfi og hafa […]

Þetta eru skrítnir tímar sem við lifum

Hraunbúðir halda úti skemmtilegri heimasíðu þar sem birtar eru fréttir úr starfinu. Þessi frétt kom inn á síðuna í gær. Smá fréttir af okkur hér á Hraunbúðum.  Þetta eru skrítnir tímar sem við lifum núna, en við vitum að þetta er bara tímabil og áður en við vitum af verður sólin farin að skína, allir […]

En hvað gerið þið þar?

Þessa spurningu fékk ég reglulega sem krakki. Þegar farið var í fótboltaferðalög til Reykjavíkur eða maður hitti krakka á ferðalögum um landið kom þessi spurning reglulega frá borgarbörnum þegar ég sagðist vera frá Neskaupstað. Ég bjó í Reykjavík í 13 ár og fékk þá þessa spurningu reglulega líka. „Hvað er eiginlega hægt að gera þar?“ […]

Draumurinn er að hafa þetta fjölmenningarhátíð

EYJAMAÐUR VIKUNNAR Fyrir stuttu var haldinn pólskur dagur í Vestmannaeyjum. Markmiðið var að kynna pólska menningu í Eyjum og fá erlenda sem innlenda til að kynnast. Aðal skipuleggjandi dagsins var Klaudia Beata Wróbel, fjölmenningarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar. Nafn: Klaudia Beata Wróbel Fæðingardagur: 17. september 1997 Fæðingarstaður: Przemysl, Pólland Fjölskylda: Marcin Wanecki, Maria, Tomasz og Sebastian Wróbel. Uppáhalds […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.