Ef ég get þetta þá getur þú þetta

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir var í hópi stúdenta sem útskrifuðust frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum nú í desember. Alexandra dúxaði með meðaleinkunnina 8,3. Alexandra er Eyjamaðurinn að þessu sinni. Nafn: Alexandra Ósk Gunnarsdóttir Th. Fæðingardagur: 2. janúar 2001 Fæðingarstaður: Akureyri Fjölskylda: Mamma mín er Berglind Smáradóttir og pabbi minn er Gunnar Páll Hálfdánsson, ég á þrjá bræður […]

Afmæli Eyverja á laugardaginn

Á laugardaginn býður Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, velunnurum sínum til veislu í tilefni af 90 ára afmæli félagsins en félagið var stofnað þann 20. desember 1929.  Boðið fer fram í Ásgarði, félagsheimili flokksins og stendur frá 13 til 15. Stjórn Eyverja (meira…)

Senda viðbragðsaðilum þakk­ir

Aðstand­end­ur Leifs heit­ins Magnús­ar Grét­ars­son­ar This­land á Íslandi og í Nor­egi hafa sent björg­un­ar- og viðbragðsaðilum þakk­ir sín­ar: „Í síðustu viku gerðist sá sorg­legi at­b­urður að dreng­ur­inn okk­ar Leif Magnús Grét­ars­son This­land lést af slys­för­um þegar hann féll í Núpá í Sölva­dal. Í þeirri miklu sorg sem slys­inu fylgdi fyr­ir fjöl­skyldu og vini Leif Magnús­ar […]

Heiðra minningu látins vinar

Falleg sjón blasti við Eyjamönnum sem litið var til norðus í kvöld en nokkrir vinir Leifs Magnús sem lennti í hræðilegu slysi fyrr í vikunni höfðu tendrað kerti á Heimakletti til minningar um vin sinn. Þetta voru þeir Snorri Rúnarson, Arnar Gauti Egilsson og Hafþór Hafsteinsson. “Okkur fannst þetta falleg leið til að heiðra minningu […]

Fundu lík í Núpá

Laust eftir hádegi tilkynnti áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að búið væri að finna lík í Núpá við Fossgil. Líkið er talið vera af piltinum Leif Magnus Grétarssyni Thisland sem saknað hefur verið frá því á miðvikudagskvöld. Aðstandendur hans voru upplýstir, sem og norska sendiráðið á Íslandi. Nú rétt fyrir klukkan 15:00, var lögreglan upplýst um að […]

Nafn piltsins sem saknað er við Núpá

Pilturinn sem saknað er, við Núpá í Eyjafirði og leitað hefur verið að frá því tilkynning barst lögreglu um að slys hafi átt sér stað á miðvikudagskvöld, heitir Leif Magnús Grétarsson til heimilis að Heiðarvegi 58 Vestmannaeyjum. Hann er 16 ára gamall, fæddur í Noregi árið 2003. Leit heldur áfram.   (meira…)

Jólakósý í Heimaey

Heimaey – vinnu og hæfingarstöð verður með opið hús milli frá 13:00-15:00 í dag. Við erum í jólaskapi og viljum endilega fá þig og þína til okkar í opið hús núna á föstudaginn. Kaffi, kakó, smákökur og jólamöndlurnar frægu verða á boðstólnum. Kjörið tækifæri til að fylla á kertabirgðirnar, versla merkimiða á pakkann og fá […]

Eiðið lokað

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur sent frá sér erftirfarandi tilkynningu: Nú hefur veður versnað talsvert í Vestmannaeyjum og er Björgunarfélag Vestmannaeyja að sinna útköllum víðsvegar um bæinn. Veður hefur versnað mjög mikið út á Eiði og hefur verið tekin ákvörðun hjá Björgunarfélaginu að ekki sé stætt að sinna útköllum þar og því hefur lögregla lokað fyrir […]

Er Guðrún Kristín harðasti iðnaðarmaðurinn?

Útvarpsstöðin X977 í samstarfi við HíKOKI, ProJob og Roadhouse, leitar að harðasta iðnaðarmanninum á Íslandi. Þetta er í fimmta skiptið sem harðasti iðnaðarmaðurinn er valinn á Vísi. Kosningin stendur yfir í tvær vikur en sigurvegarinn fær 100 þúsund króna gjafabréf á Roadhouse, vinnufatnað að andvirði 100 þúsund krónur frá ProJob og glæsilegt fjögurra véla sett […]

Mixar síldarsalöt fyrir síldarkvöld

Nú á föstudaginn er Aðventusíld ÍBV. Um er að ræða glæsilegt síldarhlaðborð en kokkur kvöldsins er Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV karla. „Ég er alinn upp í Neskaupstað, sennilega mesta síldarbæ landsins. Pabbi er mikill matgæðingur og var það mikill skóli að fylgjast með honum í eldhúsinu. Mamma gerir mjög fínan mat en stenst […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.