Mikið fjör á konukvöldi í Geisla – myndir

Það var glatt á hjalla á konukvöldi Geisla í gærkvöldi. Meðal þess sem boðið var uppá voru fjölbreyttar vörukynningar, lukkupottur, lifandi tónlist frá Sæþóri Vídó og 20% afslátt af gjafavörum. Kynnir kvöldsins var Helga Kristín Kolbeins. Óskar Pétur fór hamförum með myndavélina og myndaði allt sem á vegi hans varð. (meira…)

Þjóð­hags­spá Íslandsbanka í Eld­heim­um – Myndir

Í tilefni að 100 ára afmælis Íslandsbanaka í Vestmannaeyjum var boðið til færðslufundar í Eldheimum í gær. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka bauð bauð gesti velkomna. Þórdís Úlfarsdóttir útbússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum fór yfir sögu útibúsins og Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka flutti skemmtilegt erindi sem bar nafnið Hvert fór kreppan? – Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka 2019-2021. […]

Ási með líflegan fund

Ásmundur Friðriksson alþingismaður hélt opin fund í Ásgarði í dag og bauð uppá súpu og spjall. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust líflegar umræður. „Það var farið yfir allt þetta helsta ræddum mikið fjárlög og samgönguáætlun. Hljóðið var gott í fundargestum og var farið um víðan völl á fundinum, sagði Ási. Ási hefur verið á […]

Munaðarlausa stúlkan

Munaðarlausa stúlkan er bók sem Sigurgeir Jónson er að gefa út um þessar mundir. Sagan er gömul þjóðsaga sem Sigurgeir heyrði í útvarpi fyrir mörgum árum. Söguna lagði hann á minnið og hefur svo sagt barnabörnunum við háttatíma. „Afadæturnar mínar taka þessa sögu fram yfir önnur þekktari ævintýri. Ég hef hvergi fundið þessa sögu á […]

Framkvæmdir í íþróttamiðstöðinni ganga vel

„Þetta mjakast allt saman,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson forstöðumaður í íþróttamiðstöðinni þegar við heyrðum í honum og spurðum varðandi framkvæmdirnar í íþróttamiðstöðinni. „Siggi er á fullu að flísaleggja gufuna og opnar hún vonandi fljótlega í næstu viku. Búið er að rífa þakið af öllum karlaklefanum og verða menn búnir að loka honum að fullu í […]

Tryggvi Hjaltason verður í Ísland í dag kl. 18:55

Tryggvi Hjaltason fyrirlesari, pistlahöfundur, faðir og lífshakkari verður í gestur Frosta Logasonar í Ísland í dag í kvöld. Tryggvi fór yfir víðan völl með Frosta og ræddi meðal annars heilsu, sambönd og trúmál. Tryggvi fer einnig yfir þau áform sín hvernig hann ætlar að fara að því að verða 200 ára. Þátturinn hefst klukkan 18:55 […]

Guðmundur Gísla og Pétur Steingríms í Einarsstofu á laugardaginn

Nú er komið að sjöttu sýningunni í sýningaröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt og nú geysast fram á völlinn þeir Pétur Steingrímsson og Guðmundur Gíslason. Báðir hafa þeir tekið myndir lengi og fáum við að sjá árangurinn í Einarsstofu klukkan 13.00 á laugardaginn. Pétur man fyrst eftir sér með myndavél í Douglas Dakota flugvél, Þristi […]

Heimaklettur, fólk, rollur og lífið í úteyjum

Hópur öflugra karla og kvenna hefur gert Heimaklett að föstum punkti í lífinu og telur sig eiga meira tilkall til hans en aðrir. Skýringin er einföld, þetta fólk gengur reglulega á toppinn í leit að bæði andlegri og líkamlegri vellíðan. Og Heimaklettur borgar fyrir sig því af toppnum er að mati hópsins fegursta útsýni í […]

Vel heppnuð eldri borgara ferð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum

Það var líf og fjör í Ásgarði á sunnudaginn þegar hin árlega eldri borgara ferð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fór fram. Ferðin hófst með rútuferð um Vestmannaeyjar undir dyggri leiðsögn Arnars Sigurmundssonar þar sem var m.a. farið yfir merkar byggingar og sögulega staði í aldanna rás auk þess sem uppbyggingu og nýframkvæmdum í sveitarfélaginu voru gerð […]

ADHD Eyjar – stofnfundur /kynning

ADHD Eyjar boða til opins fræðslu- og spjallfundar um ADHD og hvernig bæta megi lífsgæði fólks með ADHD í Vestmannaeyjum á Þriðjudagskvöld kl. 19:30 í Hamarsskóla (gengið inn að vestan). Með fundinum hefjum við formlegt starf ADHD Eyjar. Formaður ADHD samtakanna, Elín H Hinriksdóttir heldur framsögu og Ása Ingibergsdóttir og Ásta Björk Guðnadóttir kynna fyrirhugað […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.