Ási með líflegan fund

Ásmundur Friðriksson alþingismaður hélt opin fund í Ásgarði í dag og bauð uppá súpu og spjall. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust líflegar umræður. „Það var farið yfir allt þetta helsta ræddum mikið fjárlög og samgönguáætlun. Hljóðið var gott í fundargestum og var farið um víðan völl á fundinum, sagði Ási. Ási hefur verið á […]

Munaðarlausa stúlkan

Munaðarlausa stúlkan er bók sem Sigurgeir Jónson er að gefa út um þessar mundir. Sagan er gömul þjóðsaga sem Sigurgeir heyrði í útvarpi fyrir mörgum árum. Söguna lagði hann á minnið og hefur svo sagt barnabörnunum við háttatíma. „Afadæturnar mínar taka þessa sögu fram yfir önnur þekktari ævintýri. Ég hef hvergi fundið þessa sögu á […]

Framkvæmdir í íþróttamiðstöðinni ganga vel

„Þetta mjakast allt saman,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson forstöðumaður í íþróttamiðstöðinni þegar við heyrðum í honum og spurðum varðandi framkvæmdirnar í íþróttamiðstöðinni. „Siggi er á fullu að flísaleggja gufuna og opnar hún vonandi fljótlega í næstu viku. Búið er að rífa þakið af öllum karlaklefanum og verða menn búnir að loka honum að fullu í […]

Tryggvi Hjaltason verður í Ísland í dag kl. 18:55

Tryggvi Hjaltason fyrirlesari, pistlahöfundur, faðir og lífshakkari verður í gestur Frosta Logasonar í Ísland í dag í kvöld. Tryggvi fór yfir víðan völl með Frosta og ræddi meðal annars heilsu, sambönd og trúmál. Tryggvi fer einnig yfir þau áform sín hvernig hann ætlar að fara að því að verða 200 ára. Þátturinn hefst klukkan 18:55 […]

Guðmundur Gísla og Pétur Steingríms í Einarsstofu á laugardaginn

Nú er komið að sjöttu sýningunni í sýningaröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt og nú geysast fram á völlinn þeir Pétur Steingrímsson og Guðmundur Gíslason. Báðir hafa þeir tekið myndir lengi og fáum við að sjá árangurinn í Einarsstofu klukkan 13.00 á laugardaginn. Pétur man fyrst eftir sér með myndavél í Douglas Dakota flugvél, Þristi […]

Heimaklettur, fólk, rollur og lífið í úteyjum

Hópur öflugra karla og kvenna hefur gert Heimaklett að föstum punkti í lífinu og telur sig eiga meira tilkall til hans en aðrir. Skýringin er einföld, þetta fólk gengur reglulega á toppinn í leit að bæði andlegri og líkamlegri vellíðan. Og Heimaklettur borgar fyrir sig því af toppnum er að mati hópsins fegursta útsýni í […]

Vel heppnuð eldri borgara ferð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum

Það var líf og fjör í Ásgarði á sunnudaginn þegar hin árlega eldri borgara ferð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fór fram. Ferðin hófst með rútuferð um Vestmannaeyjar undir dyggri leiðsögn Arnars Sigurmundssonar þar sem var m.a. farið yfir merkar byggingar og sögulega staði í aldanna rás auk þess sem uppbyggingu og nýframkvæmdum í sveitarfélaginu voru gerð […]

ADHD Eyjar – stofnfundur /kynning

ADHD Eyjar boða til opins fræðslu- og spjallfundar um ADHD og hvernig bæta megi lífsgæði fólks með ADHD í Vestmannaeyjum á Þriðjudagskvöld kl. 19:30 í Hamarsskóla (gengið inn að vestan). Með fundinum hefjum við formlegt starf ADHD Eyjar. Formaður ADHD samtakanna, Elín H Hinriksdóttir heldur framsögu og Ása Ingibergsdóttir og Ásta Björk Guðnadóttir kynna fyrirhugað […]

Eldri borgaraferð Sjálfstæðisflokksins

Árleg eldri borgaraferð Sjálfstæðisflokksins, sunnudaginn 13. október. Rútan fer frá Hraunbúðum kl. 14.00. Sögustund með Arnari Sigurmundssyni um borð í rútunni. Tónlistaratriði, spjall og veitingar í Ásgarði að rútuferð lokinni. Allir eldri borgarar hjartanlega velkomnir. (meira…)

Bjarni og feðgarnir Hörður og Friðrik í Einarsstofu laugardag

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Það var vel mætt á sýningu Sifjar Sigtryggsdóttur og Adda í London í Einarsstofu á laugardaginn sem var sú fimmta í sýningaröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Og áfram er haldið og á morgun sýna Bjarni Sigurðsson, sem stýrir eldhúsinu á Sjúkrahúsinu og Friðrik Harðarson með eigin myndir og myndir sem faðir hans, Hörður Sigurgeirsson, […]