Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn verður hjá Sea life trust

Í gær tók Sea Life Trust formlega að sér að vera upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Berglind Sigmarsdóttir formaður ferðamálasamtakanna sagði í samtali við Eyjafréttir að þeim hafi fundist mikilvægt að upplýsingamiðstöðin væri á hafnarsvæðinu. „Okkur fannst mikilvægt að vera helst á hafnarsvæðinu með Tourist info þar sem flestir ferðamenn koma til eyja með Herjolfi og að […]
Ester skrifaði undir tveggja ár asamning

Ester Óskarsdóttir skrifaði fyrr í dag undir nýjan samning við ÍBV, en samningurinn er til tveggja ára. Það er mikill fengur fyrir ÍBV að framlengja samninginn við Ester og tryggja okkur krafta hennar áfram. Hún hefur leikið mjög vel með liðinu og verið í lykilhlutverki síðustu ár ásamt því að hafa verið einn allra besti leikmaður Olísdeildar kvenna. […]
Fyrsta konan til að synda milli lands og Eyja

Sigrún Þuríður Geirsdóttir varð í nótt fyrsta konan til að synda svokallað Eyjasund, þ.e. að synda frá Vestmannaeyjum til Landeyjasands. Sigrún hóf sundið kl. 01:10 í nótt frá Eiðinu á Heimaey en leiðin sem Sigrún synti var rúmir 11 km og tók sundið hana 4 klst og 31 mín. Sundið gekk mjög vel og voru […]
Helena valin í U-15

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið landsliðshóp til þátttöku í WU15 Development Tournament sem fram fer í Hanoi í Vietnam dagana 29.ágúst til 7.september næstkomandi. Lúðvik valdi Helenu Jónsdóttur frá ÍBV í verkefnið en Helena hefur verið að spila með meistaraflokki ÍBV þrátt fyrir mjög ungan aldur. Hópurinn mun æfa tvisvar sinnum áður en […]
Sigurður Bragason áfram þjálfari kvennaliðs ÍBV

Sigurður Bragason skrifaði undir nýjan 3 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV í dag. Sigurður verður þjálfari meistaraflokks kvenna en hann var þjálfari liðsins á síðasta tímabili ásamt Hrafnhildi Skúladóttur. Sigurð þarf ekkert að kynna enda hefur hann gert garðinn frægan í gegnum tíðina hjá ÍBV, jafnt sem leikmaður og þjálfari.S (meira…)
Thelma Sveinsdóttir og Lárus Garðar Long klúbbmeistarar 2019

Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja (GV) fór fram dagana 10.-13. júlí og lauk því sl. laugardag. Þátttakendur í mótinu, sem luku keppni voru 57 og kepptu í 8 flokkum. Klúbbmeistarar GV 2019 eru Thelma Sveinsdóttir og Lárus Garðar Long. Sjá má öll úrslit hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Lárus Garðar Long GV 0 -4 F 0 […]
Sandra Dís og Björn Viðar skrifuðu undir nýja samninga

Sandra Dís Sigurðardóttir og Björn Viðar Björnsson hafa bæði skrifað undir eins árs samninga við ÍBV. Bæði spiluðu þau stór hlutverk hjá ÍBV handboltaliðunum á síðustu leiktíð og því mikilvægur áfangi að tryggja félaginu krafta þeirra áfram. Meðfylgjandi eru myndir af Söndru Dís og Birni Viðari, en með Söndru Dís á myndinni er Vilmar Þór, […]
Sjómannaforinginn í forystusveit lífeyrissjóða

“Ég var til sjós í 30 ár, byrjaði sextán ára en hef unnið í landi frá því árið 2007 og safnað lífeyrisréttindum sem ég sé í Lífeyrisgáttinni hver orðin eru. Hvar stæði maður án þessara réttinda sem áunnist hafa á starfsævinni? Ekki er ríkisvaldinu að treysta, svo mikið er víst. Skerðing lífeyris almannatrygginga sýnir það […]
Sumarmorgunn í Herjólfdal

Ólafur F. Magnússon hefur gefið út nýtt lag við ljóð langafa síns, Magnús Jónsson á Sólvangi. söngkona sem einnig er ættuð frá Vestmannaeyjum syngur langið. Með laginu sagðist Ólafur vera heiðra minningu langafa síns. „Sumarmorgunn í Herjólfdal er ljóð eftir langafa minn, Magnús Jónsson á Sólvangi. Ég kynntist ljóðinu ekki fyrr en á ættarmóti Sólvangsættar (afkomenda […]
Andri og Jeffsy stýra ÍBV út tímabilið

Knattspyrnuráð karla hefur gert samkomulag við Ian Jeffs og Andra Ólafs um að stýra liðinu út tímabilið. Báðir eru þeir öllu ÍBV fólki af góðu kunnir og stýrðu liðinu í síðasta leik. Ian Jeffs verður áfram aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins og fær frí frá ÍBV til að fara í landsliðsverkefni um mánaðarmótin ágúst/september. Skarast það við […]