Þrjátíu nemendur útskrifuðust frá FÍV

Á laugardaginn útskrifuðust þrjátíu nemendur frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Veittar voru viðurkenningar til nemenda eins og áður og má sjá þær hér að neðan: Viðurkenningar: Íþróttaakademía ÍBV,Viktoría Dís Viktorsdóttir Gólfakademían, Lárus Garðar Long Gídeon, Nýja Testamenntið.  Kristjana Jónsdóttir Sjúkraliðadeild Vestmannaeyja, viðurkenning fyrir hjúkrunargreinar, Kristjana Jónsdóttir Kristján Örn Kristjánsson tók afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla og fær viðurkenningu frá […]

Gabríel Martínez og Harpa Valey hlutu Fréttabikarinn

Lokahóf ÍBV handbolta var haldið í gærkvöldi. Hér fyrir neðan má sjá sjá hvaða leikmenn voru heiðraðir sérstaklega fyrir veturinn. Rétt að geta þess að leikmenn og þjálfarar kusu um það hverjir fengu verðlaunin í flestum tilfellum. Einnig voru þær Kristrún Hlynsdóttir og Ester Óskarsdóttir heiðraðar fyrir fjölda leikja fyrir ÍBV, Kristrún með 166 leiki […]

Ingi Gunnar Jóhannsson semur goslokalagið 2019

Screenshot

BEST – Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda og Goslokanefnd hafa valið goslokalag komandi hátíðar. Lagið heitir: „Við æltum út í Eyjar“ höfundur texta er Ingi Gunnar Jóhannsson lagið er líka eftir hann og meðhöfundur er Finninn Petri Kaivanto. Ingi Gunnar er alkunnur okkur Eyjamönnum. Hann ásamt félögum sínum í „Hálft í hvoru“ sömdu þjóðhátíðarlagið „Alltaf […]

Rokkað til heiðurs sjómönnum í Höllinni 31.maí.

Hljómsveitin Huldumenn munu rokka til heiðurs sjómönnum föstudagskvöldið 31. maí í Höllinni Vestmannaeyjum. Hljómsveitin er ný af nálinni en byggð á góðum grunni, um er að ræða meðlimi CCR Bandsins sem hafa verið á ferðinni um landið með tónleika til heiðurs Creedence Clearwater Revival og fyllt hvert húsið á fætur öðru. Um þessar mundir eru […]

Ensk­ur fram­herji til ÍBV

ÍBV hef­ur fengið liðsstyrk frá Englandi í Pepsí Max deild kvenna í knatt­spyrnu en ÍBV hef­ur tapað tveim­ur af fyrstu þrem­ur leikj­um sín­um í deild­inni. Um er að ræða ensk­an fram­herja, Anna Young, að nafni og er hún 24 ára göm­ul. Lék hún síðasta tíma­bil með Sund­erland í ensku C-deild­inni. Sund­erland var áður at­vinnu­mannalið en […]

Opið hús í Vigtarhúsinu

Laugardaginn 18. maí nk. milli kl. 12.30 og 14.00 verður opið hús í Vigtarhúsinu. Fulltrúi eiganda og fasteignasalar verða á svæðinu og sýndar verða íbúðir í húsinu fyrir áhugasama aðila. Búið er að selja tíu íbúðir af fimmtán og nýlega keypti Ribsafari jarðhæðina í húsinu. Allir eru velkomnir. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu. Nánari […]

Heilbrigðisráðuneytið samþykkti beiðni bæjarins

Á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í gær var tekið fyrir staðan á Hraunbúðum. Þar kom fram að Heilbrigðisráðuneytið hefur samþykkt beiðni um breytingu rekstrarheimilda dvalarrýma í hjúkrunarrými á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum. Þörfum fyrir hjúkrunarrými hefur aukist í Vestmannaeyjum en minnkað fyrir dvalarrými. Tilkoma nýrra þjónustuíbúða á vegum Vestmannaeyjabæjar mun mæta þessum breytingum sem og efling heimaþjónustu. […]

Svona eiga hlaup að vera

Hvernig er hið fullkomna hlaup? Þessari spurningu verður auðvitað hver að svara fyrir sig, en fyrir mér er hið fullkomna hlaup hlaupið þar sem ég finn gleðina í sjálfum mér og fæ tækifæri til að deila henni með öðrum. Uppskriftin að hinu fullkomna hlaupi er annars nokkurn veginn þekkt, svona rétt eins og uppskriftin að […]

Mikil vonbrigði með mætingu kvenna í brjóstaskimun í Eyjum

Tveir geislafræðingar frá Krabbameinsfélaginu fóru til Eyja með röngtentæki fyrir brjóstamyndatökur í síðustu viku, til að sinna skimuninni, en sneru aftur til Reykjavíkur fyrr en áætlað var þar sem bókanir voru langt undir væntingum. Af þeim 500 konum sem fengu boð um að taka þátt í skimuninni bókuðu einungis um 100 konur tíma. „Þessi dræma […]

Vorhátíð og veglegar gjafir

Í gær héldu Hollvinasamtök Hraunbúða sína árlegu vorhátíð á Hraunbúðum. Vorhátíðin er hátíð heimilisfólks og fjölskyldna þeirra og í ár var mjög góð mæting. Um leið afhentu samtökin formlega glæsilegt Bose hljóðkerfi frá Origo, sem lagði sitt lóð á vogarskálarnar og þökkum við Origo kærlega fyrir það.  Einnig vígðum við nýtt og glæsilegt gasgrill, en samtökin […]