Lestrarátakið fór fram úr björtustu vonum

Leikskólinn Kirkjugerði stóð fyrir lestrarátaki í apríl og maí og voru foreldrar barnanna fengin með í átkakið. „Þar sem að við á Kirkjugerði elskum að lesa og lesum á hverjum degi ákváðum við að fara í smá lestrarátak og fá foreldra með okkur í lið. Lestrarátakið lýsir sér þannig að börnin fá heim með sér Lubba […]

Hlutu verðlaun fyrir öryggishjálm fyrir sjómenn

Námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í Háskóla Reykjavíkur lauk á föstudaginn með lokahófi þar sem vinningslið hlutu verðlaun og nemendurnir fengu tækifæri til að gleðjast saman yfir afrakstri síðustu þriggja vikna. Nemendur í Haftengdri nýsköpun hlutu verðlaun fyrir hugmynd sína í tengslum við samfélagslega ábyrgð. Langstærsta þriggja vikna námskeiðið sem kennt er í HR er […]

Þrjátíu nemendur útskrifuðust frá FÍV

Á laugardaginn útskrifuðust þrjátíu nemendur frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Veittar voru viðurkenningar til nemenda eins og áður og má sjá þær hér að neðan: Viðurkenningar: Íþróttaakademía ÍBV,Viktoría Dís Viktorsdóttir Gólfakademían, Lárus Garðar Long Gídeon, Nýja Testamenntið.  Kristjana Jónsdóttir Sjúkraliðadeild Vestmannaeyja, viðurkenning fyrir hjúkrunargreinar, Kristjana Jónsdóttir Kristján Örn Kristjánsson tók afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla og fær viðurkenningu frá […]

Gabríel Martínez og Harpa Valey hlutu Fréttabikarinn

Lokahóf ÍBV handbolta var haldið í gærkvöldi. Hér fyrir neðan má sjá sjá hvaða leikmenn voru heiðraðir sérstaklega fyrir veturinn. Rétt að geta þess að leikmenn og þjálfarar kusu um það hverjir fengu verðlaunin í flestum tilfellum. Einnig voru þær Kristrún Hlynsdóttir og Ester Óskarsdóttir heiðraðar fyrir fjölda leikja fyrir ÍBV, Kristrún með 166 leiki […]

Ingi Gunnar Jóhannsson semur goslokalagið 2019

Screenshot

BEST – Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda og Goslokanefnd hafa valið goslokalag komandi hátíðar. Lagið heitir: „Við æltum út í Eyjar“ höfundur texta er Ingi Gunnar Jóhannsson lagið er líka eftir hann og meðhöfundur er Finninn Petri Kaivanto. Ingi Gunnar er alkunnur okkur Eyjamönnum. Hann ásamt félögum sínum í „Hálft í hvoru“ sömdu þjóðhátíðarlagið „Alltaf […]

Rokkað til heiðurs sjómönnum í Höllinni 31.maí.

Hljómsveitin Huldumenn munu rokka til heiðurs sjómönnum föstudagskvöldið 31. maí í Höllinni Vestmannaeyjum. Hljómsveitin er ný af nálinni en byggð á góðum grunni, um er að ræða meðlimi CCR Bandsins sem hafa verið á ferðinni um landið með tónleika til heiðurs Creedence Clearwater Revival og fyllt hvert húsið á fætur öðru. Um þessar mundir eru […]

Ensk­ur fram­herji til ÍBV

ÍBV hef­ur fengið liðsstyrk frá Englandi í Pepsí Max deild kvenna í knatt­spyrnu en ÍBV hef­ur tapað tveim­ur af fyrstu þrem­ur leikj­um sín­um í deild­inni. Um er að ræða ensk­an fram­herja, Anna Young, að nafni og er hún 24 ára göm­ul. Lék hún síðasta tíma­bil með Sund­erland í ensku C-deild­inni. Sund­erland var áður at­vinnu­mannalið en […]

Opið hús í Vigtarhúsinu

Laugardaginn 18. maí nk. milli kl. 12.30 og 14.00 verður opið hús í Vigtarhúsinu. Fulltrúi eiganda og fasteignasalar verða á svæðinu og sýndar verða íbúðir í húsinu fyrir áhugasama aðila. Búið er að selja tíu íbúðir af fimmtán og nýlega keypti Ribsafari jarðhæðina í húsinu. Allir eru velkomnir. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu. Nánari […]

Heilbrigðisráðuneytið samþykkti beiðni bæjarins

Á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í gær var tekið fyrir staðan á Hraunbúðum. Þar kom fram að Heilbrigðisráðuneytið hefur samþykkt beiðni um breytingu rekstrarheimilda dvalarrýma í hjúkrunarrými á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum. Þörfum fyrir hjúkrunarrými hefur aukist í Vestmannaeyjum en minnkað fyrir dvalarrými. Tilkoma nýrra þjónustuíbúða á vegum Vestmannaeyjabæjar mun mæta þessum breytingum sem og efling heimaþjónustu. […]

Svona eiga hlaup að vera

Hvernig er hið fullkomna hlaup? Þessari spurningu verður auðvitað hver að svara fyrir sig, en fyrir mér er hið fullkomna hlaup hlaupið þar sem ég finn gleðina í sjálfum mér og fæ tækifæri til að deila henni með öðrum. Uppskriftin að hinu fullkomna hlaupi er annars nokkurn veginn þekkt, svona rétt eins og uppskriftin að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.