Eden frumsýnd í dag

Þá er komið að föstudeginum á Kvikmyndahátíð þegar Vestmannaeyjabær býður á frumsýningu á nýrri íslenskri kvikmynd, Eden sem kynnt er sem villt blanda af spennu og kómík. Hún segir frá parinu Lóu og Óliver sem framfleytir sér með fíkniefnasölu en þráir ekkert heitar en að elta drauma sína. Þegar þau lenda upp á kant við […]

Oddfellowstúkan Vilborg kom færandi hendi

Í tilefni af 200 ára afmæli Oddfellow reglunnar kom systrastúkan Vilborg færandi hendi og gaf Sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum sex vökvateljara, tvær veglegar stangir og vökvasett. Það er ómetanlegt fyrir Sjúkradeildina að fá þessar góðu gjafir sem eiga eftir að nýtast við lyfja, vökva og blóðgjafir í æð. Arna Huld Sigurðardóttir og Iðunn Dísa Jóhannesdóttir […]

Kvikmyndahátíðin hefst í dag

Það er víða leitað fanga á Kvikmyndahátíð sem Vestmannaeyjabær stendur fyrir dagana 8.-12. maí nk. Hátíðin hefst með setningu í aðalsal Kviku kl. 17.OO miðvikudaginn 8. maí og stuttmyndum af Vestmannaeyjum frá upphafi síðustu aldar þegar Vestmannaeyjabær sem við þekkjum í dag er að verða til. Á þessari fimm daga kvikmyndahátíð verður margt á boðstólnum […]

Vill veita Markarfljóti inn í Landeyjahöfn

Jón Kristinsson, umhverfisarkitekt og frumkvöðull á sviði sjálfbærrar byggingalistar leggur til að Markarfljóti verði veitt inn í Landeyjahöfn til að gera hana sjálfhreinsandi. Vegagerðin vinnur að endurbótum á höfninni sem eiga að gera það kleift að dæla sandi úr henni úr landi, þessu greinir Rúv frá. Minni sandur í kerfinu Landeyjahöfn var opnuð í ágúst 2010 […]

Guðný Helga opnar sýninguna Inni að lita-leikur með liti í Einarsstofu

Guðný Helga Guðmundsdóttir sem borin er og barnfædd Eyjamaður heldur sýningu á verkum sínum í Einarsstofu. Guðný Helga er fædd og uppalin á Blómsturvöllum að Faxastíg 27. Foreldrar hennar voru Sigríður Kristjánsdóttir og Guðmundur Kristjánsson, oft kenndur við Hvanneyri. Guðný er í áhöfn VE1953. „Ég hef tekið námskeið í myndlist og lengi verið að mála […]

Vel heppnuð vorhátíð

Árleg uppskeruhátíð vetrarstarfsins í Landakirkju var haldin í gær. Eins og endranær var mikið um að vera þegar safnaðarstarfið sameinast í eina Guðsþjónustu. Kór Landakirkju söng undir stjórn Kitty Kovács, sunnudagaskólinn var á sínum stað, Kirkjustarf fatlaðra söng með messugestum og einnig komu góðir gestir úr Kór Fella- og Hólakirkju og sungu nokkur lög. Að […]

Niðurstaða aga­nefnd­ar óskilj­an­leg

Stjórn Hand­knatt­leiks­deild ÍBV sendi í kvöld frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna þriggja leikja banns­ins sem Kári Kristján Kristjáns­son var úr­sk­urðaður í, vegna rauða spjalds­ins sem hann fékk í leik ÍBV og Hauka í undanúr­slit­um Íslands­móts­ins síðasta fimmtu­dag. Kári fékk rautt spjald fyr­ir brot á Heimi Óla Heim­is­syni og var í kjöl­farið úr­sk­urðaður í þriggja leikja bann. […]

Vel heppnað konukvöld hjá ÍBV

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hélt afar veglegt og flott konukvöld í vikunni. Þemað á kvöldinu var Bollywood og var salurinn fallega skreyttur í því þema. Kokkarnir Siggi á Gott og Einsi Kaldi sáu um matseldina og gáfu þeir alla sína vinnu. Páll Óskar sá svo um að skemmta gestum á sinn einstaka hátt. (meira…)

100 manns búnir að skrá sig í The Puffin Run

Nú hafa 100 manns skráð sig til þátttöku í The Puffin Run 2019 sem fer fram á laugardaginn. Þar af 25 erlendir keppendur, en sumir þeirra eru eingöngu að koma til landsins til að taka þátt. Leiðin er 20 km, maður getur farið allan hringinn eða deilt honum með félögum. Spáð er einstaklega góðu hlaupaverði. Þátttökuskráning […]

Kór Fella-og Hólakirkju heimsækir Vestmannaeyjar

Kór Fella-og Hólakirkju heimsækir Vestmannaeyjar og verða með tónleikan í kirkjunni laugardaginn 4. maí kl 17 og syngja í messu á sunnudeginum 5. maí í Landakirkju. Tónleikarnir verða fjölbreyttir, bæði kirkjuleg verk og tónlist af léttara taginu, kórinn skipar gott söngfólk og einnig höfum við einsöngvara í okkar röðum, Ingu J. Backman, Kristínu r. Sigurðardóttur, […]