Niðurstaða aganefndar óskiljanleg

Stjórn Handknattleiksdeild ÍBV sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna þriggja leikja bannsins sem Kári Kristján Kristjánsson var úrskurðaður í, vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Íslandsmótsins síðasta fimmtudag. Kári fékk rautt spjald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni og var í kjölfarið úrskurðaður í þriggja leikja bann. […]
Vel heppnað konukvöld hjá ÍBV

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hélt afar veglegt og flott konukvöld í vikunni. Þemað á kvöldinu var Bollywood og var salurinn fallega skreyttur í því þema. Kokkarnir Siggi á Gott og Einsi Kaldi sáu um matseldina og gáfu þeir alla sína vinnu. Páll Óskar sá svo um að skemmta gestum á sinn einstaka hátt. (meira…)
100 manns búnir að skrá sig í The Puffin Run

Nú hafa 100 manns skráð sig til þátttöku í The Puffin Run 2019 sem fer fram á laugardaginn. Þar af 25 erlendir keppendur, en sumir þeirra eru eingöngu að koma til landsins til að taka þátt. Leiðin er 20 km, maður getur farið allan hringinn eða deilt honum með félögum. Spáð er einstaklega góðu hlaupaverði. Þátttökuskráning […]
Kór Fella-og Hólakirkju heimsækir Vestmannaeyjar

Kór Fella-og Hólakirkju heimsækir Vestmannaeyjar og verða með tónleikan í kirkjunni laugardaginn 4. maí kl 17 og syngja í messu á sunnudeginum 5. maí í Landakirkju. Tónleikarnir verða fjölbreyttir, bæði kirkjuleg verk og tónlist af léttara taginu, kórinn skipar gott söngfólk og einnig höfum við einsöngvara í okkar röðum, Ingu J. Backman, Kristínu r. Sigurðardóttur, […]
Dagskrá 1. maí

Verkalýðsdagurinn er í dag og að vanda er dagskrá í tilefni að deginum. Í Alþýðuhúsinu verður haldinn baráttufundur sem hefst klukkan 14.30 en húsið opnar kl .14.00. Fulltrúi verslunarmanna flytur ávarp, nemendur úr Tónlistarskóla Vestmannaeyja sjá um tónlistina. Kaffisamsæti er í boði stéttarfélaganna. Vestmannaeyjabær er einnig með dagskrá á í dag sem hefst klukkan 11:00. […]
Verkafólk – Til hamingju með daginn!

Baráttudagur verkalýðsins er í ár haldinn hátíðlegur rétt eftir að kjarasamningar hafa verið samþykktir eftir langar og strangar samningaviðræður verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Það er ekki sjálfgefið að kjarabarátta verði eins hörð og raunin varð en ljóst er að það fólk sem stendur nú í brúnni kallar ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Það er […]
Ferjan er tilbúin, við getum afhent hana innan mánaðar

Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið, segir í frétt á Vísi.is Fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar hittu Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra […]
Strokufólk frá Eyjum, Eyvindur og Halla og Jón Hreggviðsson

Sumarið í Sagnheimum byrjaði í hádeginu á sunnudaginn með miklu hvelli. Fyrst með Sögu og súpu, sem er orðinn fastur liður í starfsemi Sagnheima. Á eftir var opnuð athyglisverð sýning í Einarsstofu á teikningum nemenda við Myndlistaskólann í Reykjavík af strokufólki og óskilammönnum á Íslandi frá 1570 fram til aldamótanna 1800. Athyglisverð sýning sem er […]
Árlegi skóladagur Barnaskólans

Árlegi skóladagur Barnaskólans verður haldinn næstkomandi þriðjudag, þann 30. apríl frá kl. 16:00-18:00. Þar verða verk nemenda til sýnis og boðið upp á afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Einnig verður kaffisalan á sínum stað. Allir velkomnir. (meira…)
Daníel Ingi endaði í öðru sæti

Global Junior golfmótinu á Spáni lauk í gær. Daníel Ingi Sigurjónsson endaði þar í 2.sæti aðeins einu höggi frá efsta manni. Einnig léku þeir Lárus Garðar Long og Nökkvi Snær Óðinsson á mótinu og endaði Lárus í 6. sæti og Nökkvi í 9 sæti. Leikið var á La Serana golfvellinum á Suður-Spáni og voru mjög krefjandi […]