100 manns búnir að skrá sig í The Puffin Run

Nú hafa 100 manns skráð sig til þátttöku í The Puffin Run 2019 sem fer fram á laugardaginn. Þar af 25 erlendir keppendur, en sumir þeirra eru eingöngu að koma til landsins til að taka þátt. Leiðin er 20 km, maður getur farið allan hringinn eða deilt honum með félögum. Spáð er einstaklega góðu hlaupaverði. Þátttökuskráning […]

Kór Fella-og Hólakirkju heimsækir Vestmannaeyjar

Kór Fella-og Hólakirkju heimsækir Vestmannaeyjar og verða með tónleikan í kirkjunni laugardaginn 4. maí kl 17 og syngja í messu á sunnudeginum 5. maí í Landakirkju. Tónleikarnir verða fjölbreyttir, bæði kirkjuleg verk og tónlist af léttara taginu, kórinn skipar gott söngfólk og einnig höfum við einsöngvara í okkar röðum, Ingu J. Backman, Kristínu r. Sigurðardóttur, […]

Dagskrá 1. maí

Verkalýðsdagurinn er í dag og að vanda er dagskrá í tilefni að deginum. Í Alþýðuhúsinu verður haldinn baráttufundur sem hefst klukkan 14.30 en húsið opnar kl .14.00. Fulltrúi verslunarmanna flytur ávarp, nemendur úr Tónlistarskóla Vestmannaeyja sjá um tónlistina. Kaffisamsæti er í boði stéttarfélaganna. Vestmannaeyjabær er einnig með dagskrá á í dag sem hefst klukkan 11:00. […]

Verkafólk – Til hamingju með daginn!

Baráttudagur verkalýðsins er í ár haldinn hátíðlegur rétt eftir að kjarasamningar hafa verið samþykktir eftir langar og strangar samningaviðræður verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Það er ekki sjálfgefið að kjarabarátta verði eins hörð og raunin varð en ljóst er að það fólk sem stendur nú í brúnni kallar ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Það er […]

Ferjan er tilbúin, við getum afhent hana innan mánaðar

Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið, segir í frétt á Vísi.is Fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar hittu Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra […]

Strokufólk frá Eyjum, Eyvindur og Halla og Jón Hreggviðsson

Sumarið í Sagnheimum byrjaði í hádeginu á sunnudaginn með miklu hvelli. Fyrst með Sögu og súpu, sem er orðinn fastur liður í starfsemi Sagnheima. Á eftir var opnuð athyglisverð sýning í Einarsstofu á teikningum nemenda við Myndlistaskólann í Reykjavík af strokufólki og óskilammönnum á Íslandi frá 1570 fram til aldamótanna 1800. Athyglisverð sýning sem er […]

Árlegi skóladagur Barnaskólans

Árlegi skóladagur Barnaskólans verður haldinn næstkomandi þriðjudag, þann 30. apríl frá kl. 16:00-18:00. Þar verða verk nemenda til sýnis og boðið upp á afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Einnig verður kaffisalan á sínum stað. Allir velkomnir. (meira…)

Daníel Ingi endaði í öðru sæti

Global Junior golfmótinu á Spáni lauk í gær.  Daníel Ingi Sigurjónsson endaði þar í 2.sæti aðeins einu höggi frá efsta manni. Einnig léku þeir Lárus Garðar Long og Nökkvi Snær Óðinsson á mótinu og endaði Lárus í 6. sæti og Nökkvi í 9 sæti. Leikið var á La Serana golfvellinum á Suður-Spáni og voru mjög krefjandi […]

Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld:

Samstarf Myndlistaskólans og Daníels spratt upp úr rannsóknum fyrir verkefnið ,,Fötlun fyrir tíma fötlunar“ sumarið 2018. Í fyrirlestrinum kynnir Daníel rannsóknir sínar og dregur m.a. fram í dagsljósið nokkra eftirlýsta Eyjamenn og -konur. Að loknum fyrirlestri opnar Daníel sýningu í Einarsstofu, sem samanstendur af 30 teikningum nemenda við Myndlistaskólann. Myndirnar eru unnar upp úr mannlýsingum […]

Gleðilegt sumar

Starfsfólk Eyjafrétta óskar Vestmannaeyingum nær og fjær gleðilegs sumars. Það er okkar von að gott og sólríkt sumar sé í vændum á Heimaey. Að vanda var Vestmannaeyjabær með dagskrá og hófst hún klukkan 11 í Einarsstofu. Skólalúðrasveitin lék vel valin lög. Krakkar úr stóru upplestrarkeppnin, þau Gabríel Ari Davíðsson og Hrafnhildur Ýr Steinsdóttir lásu ljóð. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.