Það er aldrei of seint að byrja vinna með áföllin sín

Auglýst var eftir lögreglumanni í afleysingar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum frá janúar árið 1995. Sigrún Sigurðardóttir hafði unnið sem lögreglukona á Ísafirði, Akureyri og var að leysa af á Höfn í Hornafirði þegar hún sá auglýsinguna. Þörfin fyrir að breyta til og prófa eitthvað nýtt, var til þess að hún sótti um. Sigrún bjó og […]
Gísli Matthías semur við Phaidon

Þau gleiðitíðindi berast að matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson sé búinn að skrifa undir samning við Phaidon-bókaútgáfuna um að gera bók um Slippinn og Vestmannaeyjar. Að sögn Gísla er þetta langþráður draumur en viðræður hafa staðið við Phaidon í tæp fjögur ár. Vinnsla bókarinnar hefst af fullum þunga í sumar en búast má við glæsilegri bók […]
Kveður verkefnið og Eyjarnar með miklum söknuði

Í gærkvöld sigldi Eimskip sína síðustu ferð á Herjólfi milli lands og Eyja eftir þrettán ár í brúnni en nýr rekstraraðili tók við nú í morgun. Eyjafréttir tóku púlsinn á Gunnlaugi Grettissyni sem haldið hefur utan um siglingar Herjólfs undanfarin átta ár. „Fyrst og fremst mikið þakklæti fyrir að hafa unnið með þessu frábæra samstarfsfólki […]
Clara slær landsleikjamet

Clara Sigurðardóttir mun í dag slá landsleikjamet þegar hún mun leika sinn 29.landsleik með yngri landsliðunum hjá U-16 og U-17. Clara hefur gert 7 mörk í þessum leikjum og átt stoðsendingar í mörgum mörkum. Clara er með landsliðinu á Ítalíu þar sem þær eru að leika í milliriðli EM og eiga góða möguleika að komast […]
Eyjamenn gefa tonn af fötum til Rauða Krossins í hverri viku

Fatagámur Rauða Krossins er reglulegur viðkomustaður margra. Neysla landans hefur aukist alveg gríðarlega á síðustu árum, en margt bendir til þess að fólk sé alltaf að verða meðvitaðra um neyslu sína og áhrif þess á umhverfið. Rauði krossinn sér um að flokka og endurvinna vefnaðarvöru hér á landi en fatasöfnun er eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefni samtakanna. Þórunn […]
Sjö umsækjendur eru um stöðu yfirmanns sjúkraflutninga við HSU

Sjö umsækjendur eru um stöðu yfirmanns sjúkraflutninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Styrmir Sigurðarson hefur gegnt starfinu síðan árið 2015 en hann lætur nú af störfum. Umsóknarfrestur rann út þann 11. mars. Ráðið verður í starfið til fimm ára. Umsækjendur um starfið eru eftirtaldir: Nafn […]
Jói Listó opnaði sýningu í Einarsstofu í gær

Það var margt um manninn í gær þegar Jóhann Jónsson, Jói listó opnaði sýningu sína í Einarsstofu í Safnahúsinu. Gunnar Júlíusson, myndlistarmaður setti upp sýninguna með Jóa en á henni sýnir Jói vatnslitamyndir og sýnishorn af öðru sem hann hefur verið að gera í gegnum tíðina. Sýningin stendur út mánuðinn og verður opin á virkum […]
Trommað til styrktar mottumars

Þann 9. mars síðastliðinn var trommað til styrktar Krabbavarna í tilefni af Mottumars. Viðar Stefánsson prestur í Landakirkju stjórnaði tímanum ásamt Siggu Stínu og sagði í samtali við Eyjafréttir að tíminn hefði farið fram úr hans björtustu vonum. Sigga Stína viðraði þá hugmynd í tíma fyrir jól að hún vildi hafa stóran POUND-tíma í mars vegna mottumars. […]
Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum. Fermingarnar eru framundan og í blaðinu er að vanda fermingabörnunum, aðstandendum þeirra og öllu því sem að fermingunni lýtur gerð skil í máli og myndum. Eins og venjulega […]
Þetta er ekki boðlegt!

Hvað er yndislegra en að ganga með barn, upplifa meðgöngu og vera með sínum nánustu. Fyrir 28 árum síðan átti ég yngstu dóttir mína, meðgangan var frábær og ég fékk alla þá þjónust sem þörf var á, ljósmóðir, læknar og sónarskoðun allt hér í Vestmannaeyjum. Að morgni 21 september gekk ég upp Hólagötuna og bar […]