Draumur sem varð að veruleika

Eitt af stóru málum síðustu bæjarstjórnar var samkomulag sem náðist við erlent stórfyrirtæki um að koma til Eyja og fjárfesta í nýju safni og byggja risa sundlaug fyrir hvali sem þarf að flytja frá Asíu. Mikil vinna Elliða Vignissonar bæjarstjóra og Páls Marvins formanns bæjarráðs við að koma á samkomulagi við Merlin Entertainment breskt fyrirtæki […]
Landsbankinn hafnar rannsókn á eignatilfærslum tengdum Brimi

Aðalfundur Landsbankans hf. hafnaði í gær tillögu Seilar ehf., stærsta hluthafans í Vinnslustöðinni og hluthafa í bankanum, um að rannsakaðar yrðu tilfærslur eigna og eignarhluta Guðmundar Kristjánssonar í fjórum félögum, þar á meðal í Brimi og Vinnslustöðinni. Jóhann Pétursson hæstaréttarlögmaður flutti tillöguna fyrir hönd Seilar og hóf mál sitt á því að gera alvarlega athugasemd […]
Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir Blúndur og blásýra í kvöld

Í kvöld mun Leikfélag Vestmannaeyja frumsýna leikritið Blúndur og blásýra. Leikstjóri sýningarinnar er Árni Grétar Jóhannsson. Leikritið Blúndur og blásýra (Arsenic and old lace) var skrifað árið 1939 af leikritaskáldinu Joseph Kesselring. Verkinu var leikstýrt af Bretaigne Windust og var frumsýnt á Broadway, í Fulton leikhúsinu, 10. janúar árið 1941. Þann 25. september 1943 var […]
Stuttmynd um örlagaríka reynslu móður sinnar

„Hafið ræður” er útskriftarverk Signýjar Rósar Ólafsdóttur úr Kvikmyndaskóla Íslands. Myndin fjallar um sorglegan atburð sem átti sér staðí Vestmannaeyjum á Páskadag árið 1995, þegar fimm ára drengur drukknaði í sjónum. Myndin er tekin upp í Vestmannaeyjum og standa tökur yfir þessa dagana. Móðir Signýjar starfaði í lögreglunni í Vestmannaeyjum þennan örlagaríka dag en hún sagði frá sinni reynslu […]
Það er aldrei of seint að byrja vinna með áföllin sín

Auglýst var eftir lögreglumanni í afleysingar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum frá janúar árið 1995. Sigrún Sigurðardóttir hafði unnið sem lögreglukona á Ísafirði, Akureyri og var að leysa af á Höfn í Hornafirði þegar hún sá auglýsinguna. Þörfin fyrir að breyta til og prófa eitthvað nýtt, var til þess að hún sótti um. Sigrún bjó og […]
Gísli Matthías semur við Phaidon

Þau gleiðitíðindi berast að matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson sé búinn að skrifa undir samning við Phaidon-bókaútgáfuna um að gera bók um Slippinn og Vestmannaeyjar. Að sögn Gísla er þetta langþráður draumur en viðræður hafa staðið við Phaidon í tæp fjögur ár. Vinnsla bókarinnar hefst af fullum þunga í sumar en búast má við glæsilegri bók […]
Kveður verkefnið og Eyjarnar með miklum söknuði

Í gærkvöld sigldi Eimskip sína síðustu ferð á Herjólfi milli lands og Eyja eftir þrettán ár í brúnni en nýr rekstraraðili tók við nú í morgun. Eyjafréttir tóku púlsinn á Gunnlaugi Grettissyni sem haldið hefur utan um siglingar Herjólfs undanfarin átta ár. „Fyrst og fremst mikið þakklæti fyrir að hafa unnið með þessu frábæra samstarfsfólki […]
Clara slær landsleikjamet

Clara Sigurðardóttir mun í dag slá landsleikjamet þegar hún mun leika sinn 29.landsleik með yngri landsliðunum hjá U-16 og U-17. Clara hefur gert 7 mörk í þessum leikjum og átt stoðsendingar í mörgum mörkum. Clara er með landsliðinu á Ítalíu þar sem þær eru að leika í milliriðli EM og eiga góða möguleika að komast […]
Eyjamenn gefa tonn af fötum til Rauða Krossins í hverri viku

Fatagámur Rauða Krossins er reglulegur viðkomustaður margra. Neysla landans hefur aukist alveg gríðarlega á síðustu árum, en margt bendir til þess að fólk sé alltaf að verða meðvitaðra um neyslu sína og áhrif þess á umhverfið. Rauði krossinn sér um að flokka og endurvinna vefnaðarvöru hér á landi en fatasöfnun er eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefni samtakanna. Þórunn […]
Sjö umsækjendur eru um stöðu yfirmanns sjúkraflutninga við HSU

Sjö umsækjendur eru um stöðu yfirmanns sjúkraflutninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Styrmir Sigurðarson hefur gegnt starfinu síðan árið 2015 en hann lætur nú af störfum. Umsóknarfrestur rann út þann 11. mars. Ráðið verður í starfið til fimm ára. Umsækjendur um starfið eru eftirtaldir: Nafn […]