Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir Blúndur og blásýra í kvöld

Í kvöld mun Leikfélag Vestmannaeyja frumsýna leikritið Blúndur og blásýra. Leikstjóri sýningarinnar er Árni Grétar Jóhannsson. Leikritið Blúndur og blásýra (Arsenic and old lace) var skrifað árið 1939 af leikritaskáldinu Joseph Kesselring. Verkinu var leikstýrt af Bretaigne Windust og var frumsýnt á Broadway, í Fulton leikhúsinu, 10. janúar árið 1941. Þann 25. september 1943 var […]

Stuttmynd um örlagaríka reynslu móður sinnar

„Hafið ræður” er útskriftarverk Signýjar Rósar Ólafsdóttur úr Kvikmyndaskóla Íslands. Myndin fjallar um sorglegan atburð sem átti sér staðí Vestmannaeyjum á Páskadag árið 1995, þegar fimm ára drengur drukknaði í sjónum. Myndin er tekin upp í Vestmannaeyjum og standa tökur yfir þessa dagana. Móðir Signýjar starfaði í lögreglunni í Vestmannaeyjum þennan örlagaríka dag en hún sagði frá sinni reynslu […]

Það er aldrei of seint að byrja vinna með áföllin sín

Auglýst var eftir lögreglumanni í afleysingar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum frá janúar árið 1995. Sigrún Sigurðardóttir hafði unnið sem lögreglukona á Ísafirði, Akureyri og var að leysa af á Höfn í Hornafirði þegar hún sá auglýsinguna. Þörfin fyrir að breyta til og prófa eitthvað nýtt, var til þess að hún sótti um. Sigrún bjó og […]

Gísli Matth­ías sem­ur við Phaidon

Þau gleiðitíðindi ber­ast að mat­reiðslumaður­inn Gísli Matth­ías Auðuns­son sé bú­inn að skrifa und­ir samn­ing við Phaidon-bóka­út­gáf­una um að gera bók um Slipp­inn og Vest­manna­eyj­ar. Að sögn Gísla er þetta langþráður draum­ur en viðræður hafa staðið við Phaidon í tæp fjög­ur ár. Vinnsla bók­ar­inn­ar hefst af full­um þunga í sum­ar en bú­ast má við glæsi­legri bók […]

Kveður verkefnið og Eyjarnar með miklum söknuði

Í gærkvöld sigldi Eimskip sína síðustu ferð á Herjólfi milli lands og Eyja eftir þrettán ár í brúnni en nýr rekstraraðili tók við nú í morgun. Eyjafréttir tóku púlsinn á Gunnlaugi Grettissyni sem haldið hefur utan um siglingar Herjólfs undanfarin átta ár. „Fyrst og fremst mikið þakklæti fyrir að hafa unnið með þessu frábæra samstarfsfólki […]

Clara slær landsleikjamet

Clara Sigurðardóttir mun í dag slá landsleikjamet þegar hún mun leika sinn 29.landsleik með yngri landsliðunum hjá U-16 og U-17. Clara hefur gert 7 mörk í þessum leikjum og átt stoðsendingar í mörgum mörkum. Clara er með landsliðinu á Ítalíu þar sem þær eru að leika í milliriðli EM og eiga góða möguleika að komast […]

Eyjamenn gefa tonn af fötum til Rauða Krossins í hverri viku

ÞórunnRauðiKross

Fatagámur Rauða Krossins er reglulegur viðkomustaður margra. Neysla landans hefur aukist alveg gríðarlega á síðustu árum, en margt bendir til þess að fólk sé alltaf að verða meðvitaðra um neyslu sína og áhrif þess á umhverfið. Rauði krossinn sér um að flokka og endurvinna vefnaðarvöru hér á landi en fatasöfnun er eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefni samtakanna. Þórunn […]

Sjö umsækjendur eru um stöðu yfirmanns sjúkraflutninga við HSU

Sjö umsækjendur eru um stöðu yfirmanns sjúkraflutninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Styrmir Sigurðarson hefur gegnt starfinu síðan árið 2015 en hann lætur nú af störfum. Umsóknarfrestur rann út þann 11. mars. Ráðið verður í starfið til fimm ára.   Umsækjendur um starfið eru eftirtaldir: Nafn                          […]

Jói Listó opnaði sýningu í Einarsstofu í gær

Það var margt um manninn í gær þegar Jóhann Jónsson, Jói listó opnaði sýningu sína í Einarsstofu í Safnahúsinu. Gunnar Júlíusson, myndlistarmaður setti upp sýninguna með Jóa en á henni sýnir Jói vatnslitamyndir og sýnishorn af öðru sem hann hefur verið að gera í gegnum tíðina. Sýningin stendur út mánuðinn og verður opin á virkum […]

Trommað til styrktar mottumars

Þann 9. mars síðastliðinn var trommað til styrktar Krabbavarna í tilefni af Mottumars. Viðar Stefánsson prestur í Landakirkju stjórnaði tímanum ásamt Siggu Stínu og sagði í samtali við Eyjafréttir að tíminn hefði farið fram úr hans björtustu vonum. Sigga Stína viðraði þá hugmynd í tíma fyrir jól að hún vildi hafa stóran POUND-tíma í mars vegna mottumars. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.