Þrefaldur Íslandsmeistari

Íslandsmót Öldunga var haldið í Laugardalshöllini 16. febrúar síðastliðinn. Frjálsíþróttakonan Árny Heiðarsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari í flokki 60-64 ára. Keppti hún í 60 metra hlaupi, langstökki og kúlu. Keppt var í tveimur riðlum og tóku 16 konur á öllum aldri þátt. Árný sagði í samtali við Eyjafréttir að þetta hefði verið virkilega skemmtilegt mót og alltaf […]

Útgáfutónleikar Merkúr

Margt var um manninn þegar þungarokkshljómsveitin Merkúr hélt sína fyrstu útgáfutónleika á föstudagskvöldið á Háaloftinu. Merkúr samanstendur af fjórum eyjapeyjum. Arnar Júlíusson, Trausti Mar Sigurðsson, Mikael Magnússon og Birgir Þór Bjarnason. Hljómsveitin var stofnuð þann 15.nóvember 2017 og eftir árs vinnu gáfu þeir út sínu fyrstu plötu “Apocalypse rising” sem hefur fengið mjög góða dóma og […]

Ég vissi að mig langaði að kenna, því ég elska að kenna

Jórunn Einarsdóttir kennari og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum er nú búsett ásamt fjölskyldu sinni í Kaupmannahöfn. Upphaflega flutti hún til að fara í mastersnám sem hún gerði og eftir útskriftina fór boltinn að rúlla hjá henni og núna í febrúar leit fyrirtækið Katla dagsins ljós. Aðal markmiðið með fyrirtækinu Kötlu er að  bjóða upp á […]

Frikki og Flóni mæta í Herjólfsdal

Þjóðhátíð í Eyjum hefst föstudaginn 2. ágúst og nú er búið að tilkynna vinsælasta rappara landsins – Flóna – sem er að koma fram á stóra sviðinu í fyrsta skipti og stórsöngvarann vinsæla Friðrik Dór sem þekkir vel til Þjóðhátíðar, fastagestur í Herjólfsdal sem nær ótrúlegri stemningu í brekkunni. Búið var að staðfesta GDRN, Herra Hnetusmjör, […]

Tölvuleikjamessa á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar

Landakirkja býður til sérstakrar tölvuleikjamessu sunnudagskvöldið 3. mars nk. kl. 20:00. Þemað eins og nafnið gefur til kynna eru tölvuleikir og tölvuleikjatónlist og mun Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja, Sæþór Vídó og Thelma Lind Þórarinsdóttir flytja tónlist úr tölvuleikjum fyrir viðstadda undir stjórn Kitty Kovács organista. Eins og vaninn er mun fulltrúi yngri kynslóðarinnar predika og […]

Svava Tara er nýr eigandi Sölku

Svava Tara Ólafsdóttir er nýr eigandi verslunarinnar Sölku. Bertha Johansen opnaði verslunina fyrir um átta árum síðan og er nú komið að kaflaskiptum. Blaðamaður hitti þær í gær en þá var Bertha að standa sína síðustu vakt í Sölku og Svava Tara að fara taka við lyklunum eftir lokun. Salka, undir stjórn Svövu Töru opnar […]

Við vit­um að það fór til Eyja, en síðan er það týnt og tröll­um gefið

Eng­ar ábend­ing­ar hafa borist um hvar Hrekkju­svín­in, eitt af verk­um Þor­bjarg­ar Páls­dótt­ur mynd­höggv­ara, eru niður­kom­in í dag. Þetta seg­ir Stefán Andrés­son, son­ur Þor­bjarg­ar, sem ný­lega aug­lýsti á Face­book-síðunni Gaml­ar ljós­mynd­ir eft­ir vís­bend­ing­um um af­drif verks­ins. Hrekkju­svín­in, sem sýn­ir tvo drengi hrekkja stúlku, var á úti­sýn­ingu á Skóla­vörðuholt­inu árið 1972 og var svo síðar þetta sama ár, […]

Halda áfram endurbótum á Ráðhúsi Vestmannaeyja

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á sérstökum hátíðarfundi í tilefni af 100 ára afmælis Vestmannaeyjakaupstaðar að halda áfram endurbótum á Ráðhúsi Vestmannaeyja við Stakkagerðistún með það að markmiði að húsið hljóti þann virðingarsess sem því sæmir og að innan veggja þess rúmist m.a. viðhafnarsalur og hluti safna Vestmannaeyjabæjar.  Undirbúningur, áætlanagerð og nánari tillögur um framtíðarhlutverk hússins verði […]

Þetta er að þró­ast al­veg eins og spá­in var að gera ráð fyr­ir

Óveðrið sem hefur gengið yfir landið í nótt hafa eyjamenn fengið að finna vel fyrir. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út rétt fyrir miðnætti í gær vegna tilkynningar um að þak væri farið að losna af húsi. Ekki er vitað til þess að fleiri útköll hafi verið. „Þetta er að þró­ast al­veg eins og spá­in var að […]

Aukin þjónusta í þágu bæjarbúa

Nú er vert að staldra við og fara yfir hvað nýr meirihluti í fjölskyldu og tómstundaráði hefur afrekað frá því að hafa tekið við fyrir um 8 mánuðum síðan. Fyrsta stóra málið okkar var að fara í breytingar á aldursviðmiðum frístundastyrksins. Fyrst varð breyting á að foreldrar barna frá 2-16 ára gætu nýtt sér styrkinn […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.