Fyrsti vorboðinn mættur

Jóhann Guðjónsson, Jói á Þristinum, brá ekki út af vana sínum og tilkynnti Eyjafréttum um komu fyrsta vorboðans, tjaldsins sem er fyrr á ferðinni en venjulega. ,,Ég sá fyrsta tjaldinn í dag sem er óvenju snemmt. Venjulega er hann að koma um miðjan mars. Í fyrra sá ég þann fyrsta á steini suður í Klauf sem […]
Vona að mitt starf verði sá gluggi sem ætlast er til

Á föstudaginn hóf Klaudia Beata Wróbel, störf sem fjömenningarfulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ. Klaudia er 21 árs, fædd í Póllandi og kom til Íslands 2008. Talar mjög góða íslensku og útskrifaðist sem stúdent frá Farmhaldsskólanum í Vestmannaeyjum í desember sl. Var hún valin úr hópi fjögurra umsækjenda. Klaudia er komin með íslenskan ríkisborgararétt. „Ég kom til landsins […]
Þrefaldur Íslandsmeistari

Íslandsmót Öldunga var haldið í Laugardalshöllini 16. febrúar síðastliðinn. Frjálsíþróttakonan Árny Heiðarsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari í flokki 60-64 ára. Keppti hún í 60 metra hlaupi, langstökki og kúlu. Keppt var í tveimur riðlum og tóku 16 konur á öllum aldri þátt. Árný sagði í samtali við Eyjafréttir að þetta hefði verið virkilega skemmtilegt mót og alltaf […]
Útgáfutónleikar Merkúr

Margt var um manninn þegar þungarokkshljómsveitin Merkúr hélt sína fyrstu útgáfutónleika á föstudagskvöldið á Háaloftinu. Merkúr samanstendur af fjórum eyjapeyjum. Arnar Júlíusson, Trausti Mar Sigurðsson, Mikael Magnússon og Birgir Þór Bjarnason. Hljómsveitin var stofnuð þann 15.nóvember 2017 og eftir árs vinnu gáfu þeir út sínu fyrstu plötu “Apocalypse rising” sem hefur fengið mjög góða dóma og […]
Ég vissi að mig langaði að kenna, því ég elska að kenna

Jórunn Einarsdóttir kennari og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum er nú búsett ásamt fjölskyldu sinni í Kaupmannahöfn. Upphaflega flutti hún til að fara í mastersnám sem hún gerði og eftir útskriftina fór boltinn að rúlla hjá henni og núna í febrúar leit fyrirtækið Katla dagsins ljós. Aðal markmiðið með fyrirtækinu Kötlu er að bjóða upp á […]
Frikki og Flóni mæta í Herjólfsdal

Þjóðhátíð í Eyjum hefst föstudaginn 2. ágúst og nú er búið að tilkynna vinsælasta rappara landsins – Flóna – sem er að koma fram á stóra sviðinu í fyrsta skipti og stórsöngvarann vinsæla Friðrik Dór sem þekkir vel til Þjóðhátíðar, fastagestur í Herjólfsdal sem nær ótrúlegri stemningu í brekkunni. Búið var að staðfesta GDRN, Herra Hnetusmjör, […]
Tölvuleikjamessa á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar

Landakirkja býður til sérstakrar tölvuleikjamessu sunnudagskvöldið 3. mars nk. kl. 20:00. Þemað eins og nafnið gefur til kynna eru tölvuleikir og tölvuleikjatónlist og mun Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja, Sæþór Vídó og Thelma Lind Þórarinsdóttir flytja tónlist úr tölvuleikjum fyrir viðstadda undir stjórn Kitty Kovács organista. Eins og vaninn er mun fulltrúi yngri kynslóðarinnar predika og […]
Svava Tara er nýr eigandi Sölku

Svava Tara Ólafsdóttir er nýr eigandi verslunarinnar Sölku. Bertha Johansen opnaði verslunina fyrir um átta árum síðan og er nú komið að kaflaskiptum. Blaðamaður hitti þær í gær en þá var Bertha að standa sína síðustu vakt í Sölku og Svava Tara að fara taka við lyklunum eftir lokun. Salka, undir stjórn Svövu Töru opnar […]
Við vitum að það fór til Eyja, en síðan er það týnt og tröllum gefið

Engar ábendingar hafa borist um hvar Hrekkjusvínin, eitt af verkum Þorbjargar Pálsdóttur myndhöggvara, eru niðurkomin í dag. Þetta segir Stefán Andrésson, sonur Þorbjargar, sem nýlega auglýsti á Facebook-síðunni Gamlar ljósmyndir eftir vísbendingum um afdrif verksins. Hrekkjusvínin, sem sýnir tvo drengi hrekkja stúlku, var á útisýningu á Skólavörðuholtinu árið 1972 og var svo síðar þetta sama ár, […]
Halda áfram endurbótum á Ráðhúsi Vestmannaeyja

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á sérstökum hátíðarfundi í tilefni af 100 ára afmælis Vestmannaeyjakaupstaðar að halda áfram endurbótum á Ráðhúsi Vestmannaeyja við Stakkagerðistún með það að markmiði að húsið hljóti þann virðingarsess sem því sæmir og að innan veggja þess rúmist m.a. viðhafnarsalur og hluti safna Vestmannaeyjabæjar. Undirbúningur, áætlanagerð og nánari tillögur um framtíðarhlutverk hússins verði […]