Ítölsk Michelin pop-up helgi

Í febrúar heimsóttu ítalskir meistarakokkar Vestmannaeyjar heim en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þeir koma þar sem þeir voru hérna með ítalska daga á Einsa Kalda fyrir fjórum árum. Með í för var Marco Savini en hann er frá einu af virtari trufflufyrirtækjum á Ítalíu, sem eru í viðskiptum við marga af þekktustu […]
Prjónað í messu á sunnudag í samstarfi við Krabbavörn

Landakirkja í samstarfi við Krabbavörn býður söfnuðinum til prjónamessu á sunnudaginn kemur, 24. febrúar kl. 14.00. Krabbavörn Vestmannaeyjum stendur fyrir átaki þessa dagana þar sem allir er hvattir til að prjóna bleikar tuskur til styrktar félaginu og munu messugestir verða fræddir um það verkefni í messunni, og uppskriftum af tuskunum dreift. Að auki eru allir […]
Hlynur bætti Íslandsmetið og fer á EM

Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson bætti eigið Íslandsmet í 3.000 metra hlaupi á móti í Bergen í Noregi í dag þegar hann hljóp á 7:59,11 mínútum og varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa á undir átta mínútum í greininni. Hlynur hefur verið að reyna við lágmarkið síðustu vikur og hljóp út í Belgíu þar síðustu […]
Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum. Við förum um víðan völl í blaðinu. Tölum meðal annars við byggingarfulltrúa og förum yfir fasteignamarkaðinn. Við tókum spjall við frumkvöðla og fyrsta íslenska atvinnumanninn í tölvuleikjaspilun. Daniela […]
Forsala á Þjóðhátíð og fyrstu nöfnin tilkynnt

Þjóðhátíð Vestmannaeyja 2019 hefst föstudaginn 2. ágúst og hófst salan í dag, miðvikudag. Eins og undanfarin ár verður hægt að kaupa miða í dalinn og miða í Herjólf á vefsíðunni Dalurinn.is Eingöngu er hægt að panta fyrir gangandi farþega á dalurinn.is, bílamiða þarf að kaupa af Herjólfi. Fyrstu nöfnin sem tilkynnt eru eru söngkonan GDRN sem kemur […]
Landakirkja minnir á kraftmikið barna- og æskulýðsstarf

Alla miðvikudaga út apríl býður Landakirkja upp á öflugt og kraftmikið barnastarf með krakkaklúbbunum 1T2 (1. og 2. bekkur), 3T4 (3. og 4. bekkur) og TTT (5.-7. bekkur). Fundirnir hefjast á að allir fara upp í kirkju þar sem er sungið og saga sögð og að því loknu er farið í safnaðarheimilið þar sem ýmiskonar […]
Í kvöld ræðst hver fer í undanúrslit

Í dag klukkan 18.30 fer fram leikur ÍBV og ÍR í 8 liða úrslitum bikarsins. Það ræðst í þessum leik hvort liðið fer í höllina í undanúrslitin. Það hefur sýnt sig að leikmönnum og stuðningsmönnu ÍBV líður mjög vel þegar komið er í höllina og hefur það alltaf verið hin mesta skemmtun. Þess vegna hvetjum við […]
Góð æfingahelgi hjá slökkviliðinu

Löng og skemmtileg æfingahelgi að baki hjá slökkviliði Vestmannaeyja með þeim Lárusi Lárus Kristinn Guðmundsson og Jóni Þór Jón Þór Jóhannsson frá Brunavörnum Árnessýslu BÁ, en þeir komu í heimsókn kenndu okkar mönnum nýjar aðferðir í reykköfun með notkun IR-myndavéla(hitamymdavéla). Byrjað var á föstudegi með bóklegri kennslu og fræðslu um notkunarmöguleika vélanna. Laugardagurinn fór svo í verklegan undirbúning og […]
Vel sótt málþing um tækifæri og ógnanir Vestmannaeyja

Í gær var haldið málþing undir yfirskriftinni: Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir. Málþingið var einn af þeim dagskráliðum sem skipulagður var af afmælisnefnd bæjarins og var tilefnið 100 ára afmæli Vestmannaeyja kaupstaðar. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri setti málþingið og Sara Sjöfn Grettisdóttir ritstjóri Eyjafrétta var málþingsstjóri. Frummmælendur á málþinginu voru Dr. Ágúst Einarsson, […]
Endurbætt eldhús tekið í notkun á Hraunbúðum

Nú um helgina var eldhúsið á Hraunbúðum tekið í notkun aftur eftir miklar endubætur, þesssu er greint frá á heimasíðu Hraunbúða. Framkvæmdirnar hófust í nóvember 2018 og þá var fyrri hlutinn tekinn í gegn þar sem skipt var um lagnir og niðuföll löguð ásamt því að allt var stífmálað og gólfið flotað og flísalagt. Ekki […]