Hafnareyri hefur opnað á nýjum stað

Hafnareyri hefur flutt verkstæði sitt á Hlíðarveg 2 (Fiskiver). Á verkstæðinu starfa um 25-30 starfsmenn við hin ýmsu störf. Boðið var til opnunarteitis á föstudaginn hjá Hafnareyri. Á efri hæð hússins er vinnslusalur, trésmíðaverkstæði,  lager og nýtt og glæsilegt starfsmannarými.  Á neðri hæðinni verða vélaviðgerðir, grófari vinna og geymsla. Hafnareyri er ekki bara með verkstæði […]

Almennt ríkir ánægja meðal bæjarbúa með þjónustu bæjarins

Á íbúafundi sem haldinn var þann 12. febrúar sl., fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, yfir niðurstöður árlegrar könnunar Gallup á þjónustu bæjarins og í framhaldi fóru fram umræður milli þátttakenda á fundinum. Almennt ríkir ánægja meðal bæjarbúa með þjónustu bæjarins. Þannig voru 76% ánægðir með þjónustuna í heild, 19% hvorki né og 5% óánægðir. Að mati […]

Ítölsk Michelin pop-up helgi

Í febrúar heimsóttu ítalskir meistarakokkar Vestmannaeyjar heim en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þeir koma þar sem þeir voru hérna með ítalska daga á Einsa Kalda fyrir fjórum árum. Með í för var Marco Savini en hann er frá einu af virtari trufflufyrirtækjum á Ítalíu, sem eru í viðskiptum við marga af þekktustu […]

Prjónað í messu á sunnudag í samstarfi við Krabbavörn

Landakirkja í samstarfi við Krabbavörn býður söfnuðinum til prjónamessu á sunnudaginn kemur, 24. febrúar kl. 14.00. Krabbavörn Vestmannaeyjum stendur fyrir átaki þessa dagana þar sem allir er hvattir til að prjóna bleikar tuskur til styrktar félaginu og munu messugestir verða fræddir um það verkefni í messunni, og uppskriftum af tuskunum dreift. Að auki eru allir […]

Hlyn­ur bætti Íslands­metið og fer á EM

Eyjamaðurinn Hlyn­ur Andrés­son ­bætti eigið Íslands­met í 3.000 metra hlaupi á móti í Ber­gen í Nor­egi í dag þegar hann hljóp á 7:59,11 mín­út­um og varð þar með fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að hlaupa á und­ir átta mín­út­um í grein­inni. Hlynur hefur verið að reyna við lágmarkið síðustu vikur og hljóp út í Belgíu þar síðustu […]

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum. Við förum um víðan völl í blaðinu. Tölum meðal annars við byggingarfulltrúa og förum yfir fasteignamarkaðinn. Við tókum spjall við frumkvöðla og fyrsta íslenska atvinnumanninn í tölvuleikjaspilun. Daniela […]

Forsala á Þjóðhátíð og fyrstu nöfnin tilkynnt

Þjóðhátíð Vestmannaeyja 2019 hefst föstudaginn 2. ágúst og hófst salan í dag, miðvikudag. Eins og undanfarin ár verður hægt að kaupa miða í dalinn og miða í Herjólf á vefsíðunni Dalurinn.is Eingöngu er hægt að panta fyrir gangandi farþega á dalurinn.is, bílamiða þarf að kaupa af Herjólfi. Fyrstu nöfnin sem tilkynnt eru  eru söngkonan GDRN sem kemur […]

Landakirkja minnir á kraftmikið barna- og æskulýðsstarf

Alla miðvikudaga út apríl býður Landakirkja upp á öflugt og kraftmikið barnastarf með krakkaklúbbunum 1T2 (1. og 2. bekkur), 3T4 (3. og 4. bekkur) og TTT (5.-7. bekkur). Fundirnir hefjast á að allir fara upp í kirkju þar sem er sungið og saga sögð og að því loknu er farið í safnaðarheimilið þar sem ýmiskonar […]

Í kvöld ræðst hver fer í undanúrslit

Í dag klukkan 18.30 fer fram leikur ÍBV og ÍR í 8 liða úrslitum bikarsins. Það ræðst í þessum leik hvort liðið fer í höllina í undanúrslitin. Það hefur sýnt sig að leikmönnum og stuðningsmönnu ÍBV líður mjög vel þegar komið er í höllina og hefur það alltaf verið hin mesta skemmtun. Þess vegna hvetjum við […]

Góð æfingahelgi hjá slökkviliðinu

Löng og skemmtileg æfingahelgi að baki hjá slökkviliði Vestmannaeyja með þeim Lárusi Lárus Kristinn Guðmundsson og Jóni Þór Jón Þór Jóhannsson frá Brunavörnum Árnessýslu BÁ, en þeir komu í heimsókn kenndu okkar mönnum nýjar aðferðir í reykköfun með notkun IR-myndavéla(hitamymdavéla). Byrjað var á föstudegi með bóklegri kennslu og fræðslu um notkunarmöguleika vélanna. Laugardagurinn fór svo í verklegan undirbúning og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.