Þetta er að þróast alveg eins og spáin var að gera ráð fyrir

Óveðrið sem hefur gengið yfir landið í nótt hafa eyjamenn fengið að finna vel fyrir. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út rétt fyrir miðnætti í gær vegna tilkynningar um að þak væri farið að losna af húsi. Ekki er vitað til þess að fleiri útköll hafi verið. „Þetta er að þróast alveg eins og spáin var að […]
Aukin þjónusta í þágu bæjarbúa

Nú er vert að staldra við og fara yfir hvað nýr meirihluti í fjölskyldu og tómstundaráði hefur afrekað frá því að hafa tekið við fyrir um 8 mánuðum síðan. Fyrsta stóra málið okkar var að fara í breytingar á aldursviðmiðum frístundastyrksins. Fyrst varð breyting á að foreldrar barna frá 2-16 ára gætu nýtt sér styrkinn […]
Hafnareyri hefur opnað á nýjum stað

Hafnareyri hefur flutt verkstæði sitt á Hlíðarveg 2 (Fiskiver). Á verkstæðinu starfa um 25-30 starfsmenn við hin ýmsu störf. Boðið var til opnunarteitis á föstudaginn hjá Hafnareyri. Á efri hæð hússins er vinnslusalur, trésmíðaverkstæði, lager og nýtt og glæsilegt starfsmannarými. Á neðri hæðinni verða vélaviðgerðir, grófari vinna og geymsla. Hafnareyri er ekki bara með verkstæði […]
Almennt ríkir ánægja meðal bæjarbúa með þjónustu bæjarins

Á íbúafundi sem haldinn var þann 12. febrúar sl., fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, yfir niðurstöður árlegrar könnunar Gallup á þjónustu bæjarins og í framhaldi fóru fram umræður milli þátttakenda á fundinum. Almennt ríkir ánægja meðal bæjarbúa með þjónustu bæjarins. Þannig voru 76% ánægðir með þjónustuna í heild, 19% hvorki né og 5% óánægðir. Að mati […]
Ítölsk Michelin pop-up helgi

Í febrúar heimsóttu ítalskir meistarakokkar Vestmannaeyjar heim en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þeir koma þar sem þeir voru hérna með ítalska daga á Einsa Kalda fyrir fjórum árum. Með í för var Marco Savini en hann er frá einu af virtari trufflufyrirtækjum á Ítalíu, sem eru í viðskiptum við marga af þekktustu […]
Prjónað í messu á sunnudag í samstarfi við Krabbavörn

Landakirkja í samstarfi við Krabbavörn býður söfnuðinum til prjónamessu á sunnudaginn kemur, 24. febrúar kl. 14.00. Krabbavörn Vestmannaeyjum stendur fyrir átaki þessa dagana þar sem allir er hvattir til að prjóna bleikar tuskur til styrktar félaginu og munu messugestir verða fræddir um það verkefni í messunni, og uppskriftum af tuskunum dreift. Að auki eru allir […]
Hlynur bætti Íslandsmetið og fer á EM

Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson bætti eigið Íslandsmet í 3.000 metra hlaupi á móti í Bergen í Noregi í dag þegar hann hljóp á 7:59,11 mínútum og varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa á undir átta mínútum í greininni. Hlynur hefur verið að reyna við lágmarkið síðustu vikur og hljóp út í Belgíu þar síðustu […]
Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum. Við förum um víðan völl í blaðinu. Tölum meðal annars við byggingarfulltrúa og förum yfir fasteignamarkaðinn. Við tókum spjall við frumkvöðla og fyrsta íslenska atvinnumanninn í tölvuleikjaspilun. Daniela […]
Forsala á Þjóðhátíð og fyrstu nöfnin tilkynnt

Þjóðhátíð Vestmannaeyja 2019 hefst föstudaginn 2. ágúst og hófst salan í dag, miðvikudag. Eins og undanfarin ár verður hægt að kaupa miða í dalinn og miða í Herjólf á vefsíðunni Dalurinn.is Eingöngu er hægt að panta fyrir gangandi farþega á dalurinn.is, bílamiða þarf að kaupa af Herjólfi. Fyrstu nöfnin sem tilkynnt eru eru söngkonan GDRN sem kemur […]
Landakirkja minnir á kraftmikið barna- og æskulýðsstarf

Alla miðvikudaga út apríl býður Landakirkja upp á öflugt og kraftmikið barnastarf með krakkaklúbbunum 1T2 (1. og 2. bekkur), 3T4 (3. og 4. bekkur) og TTT (5.-7. bekkur). Fundirnir hefjast á að allir fara upp í kirkju þar sem er sungið og saga sögð og að því loknu er farið í safnaðarheimilið þar sem ýmiskonar […]