Klaudia Beata Wróbel ráðin í starf fjölmenningarfulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Klaudiu Beata Wróbel í starf fjölmenningarfulltrúa. Klaudia er fædd í Póllandi og ólst þar upp til 11 ára aldurs er hún flutti til Íslands. Klaudia er með stúdentspróf frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Hún talar pólsku og íslensku sem og ensku. Klaudia hefur starfað að mestu innan fiskvinnslunnar og við þjónustustörf en einnig […]
Áhugavert málþing um stöðu Vestmannaeyja í nútíð og framtíð

Á sunnudaginn, 17. febrúar verður opið málþing í Kviku, bíósal í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjakaupstaðar. Á málþingið mæta áhugaverðir fyrirlesarar en yfirskrift málþingsins er Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir. Málþingið hefst kl. 14.30 og stendur til 16.30. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri setur málþingið. Húsið opnar kl. 14.00 og munu rúlla 200 […]
Komum og kynnumst viðhorfum unga fólksins

Í dag föstudag, kl. 12.00 er bæjarstjórnarfund unga fólksins. Fundurinn, sem er öllum opinn og verður haldinn í bíósal Kviku er í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja. Eru það nemendur elstu bekkja skólans sem hafa veg og vanda af fundinum. Eva Sigurðardóttir og Guðbjörg Sól Sindradóttir eru meðal bæjarfulltrúa á fundinum og eru þær mjög spenntar. „Við […]
Hildigunnur sýnir í Vestmannaeyjum

Hildigunnur Birgisdóttir er annar listamaðurinn sem velst til þáttöku í nýrri sýningaröð Listasafns ASÍ þar sem sýnd eru nýjustu verkin í eigu safnsins. Sýningar Hildigunnar opna samhliða og standa jafnlengi í Garðabæ og Vestmannaeyjum og bera sama nafn á báðum stöðum. Viðfangsefni sýninganna, sem við fyrstu sýn virðast mjög áþekkar, endurspegla á margan hátt samfélagið […]
Hvet Eyjamenn til að kjósa með hjartanu

Eins ótrúlega og það hljómar þá eru samin fleiri lög en Eyjalög. Það sem er enn ótrúlegra þá eru meira að segja Eyjamenn líka að semja slík lög til að mynda Eurovision lög. Síðast liðinn laugardag kynnti RÚV lögin sem taka þátt í undankeppni Eurovision á Íslandi. Þar mátti sjá kunnuglegt andlit meðal höfundanna en […]
Nýr æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúi hjá bænum

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Ernu Georgsdóttur í starf æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa. Erna er með masterpróf í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og diplóma í Kynfræði. Að auki hefur hún tekið námskeið í mannauðsstjórnun og markþjálfun. Erna hefur starfað sem sveitarforingi hjá skátunum og er með Gilwell – æðsta stig í leiðtogaþjálfun. Einnig hefur hún […]
Harma þá ákvörðun að hefja gjaldtöku í boltaskóla ÍBV

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar í gær voru umræður um frístundastyrkinn. Þar lögðu fulltrúar minnihlutans fram eftirfarandi bókun, Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjölskyldu- og tómstundaráði harma þá ákvörðun ÍBV íþróttafélags að hefja gjaldtöku í boltaskóla ÍBV í beinu framhaldi breytinga á aldursviðmiði frístundastyrks Vestmannaeyjabæjar niður í 2 ára aldur. (meira…)
Saga Eyjanna með augum grunnskólanema

Í dag, þriðjudag klukkan 16.00 verður opnuð sýning í Einarsstofu á verkum flestallra nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem efnið er sótt í sögu Eyjanna. Bjartey Gylfadóttir, myndlistarkennari segir sýninguna bæði fjölbreytta og skemmtilega. „Myndlist er skylda frá fyrsta upp í sjöunda bekk og eftir það er hún val hjá krökkunum,“ sagði Bjartey. „Upphafið var […]
Ölduhæð og dýpkun

Við sem búum í Vestmannaeyjum þekkjum orðin ,,ölduhæð“ og ,,dýpkun“ kannski betur en mörg önnur orð. Ástæðan er einföld þessi orð hafa mikil áhrif á samgöngur okkar við fastalandið. Ég hef áður skrifað greinar um dýpkun og eytt töluverðum tíma síðustu mánuði m.a. í samskipti við Vegagerðina o.fl. Nú síðast voru dýpkunarmál rædd á bæjarstjórnarfundi […]
Stemming á Háaloftinu á laugardaginn

Margt var um manninn þegar Jón Ólafsson mætti á Háaloftið á laugardaginn með tónleikana sína af fingrum fram. Með honum var Stefán Hilmarsson sem er óumdeilanlega einn vinsælasti söngvari vorra tíma og hefur sýnt að hann er marghamur í söngefnunum. Á tónleikunum sýndi Stefán allar sínar bestu hliðar og rifjaði upp sögur og músík Sálarinnar […]