Vel sótt málþing um tækifæri og ógnanir Vestmannaeyja

Í gær var haldið málþing undir yfirskriftinni: Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir. Málþingið var einn af þeim dagskráliðum sem skipulagður var af afmælisnefnd bæjarins og var tilefnið 100 ára afmæli Vestmannaeyja kaupstaðar. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri setti málþingið og Sara Sjöfn Grettisdóttir ritstjóri Eyjafrétta var málþingsstjóri. Frummmælendur á málþinginu voru Dr. Ágúst Einarsson, […]

Endurbætt eldhús tekið í notkun á Hraunbúðum

Nú um helgina var eldhúsið á Hraunbúðum tekið í notkun aftur eftir miklar endubætur, þesssu er greint frá á heimasíðu Hraunbúða. Framkvæmdirnar hófust í nóvember 2018 og þá var fyrri hlutinn tekinn í gegn þar sem skipt var um lagnir og niðuföll löguð ásamt því að allt var stífmálað og gólfið flotað og flísalagt. Ekki […]

Klaudia Beata Wróbel ráðin í starf fjölmenningarfulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Klaudiu Beata Wróbel í starf fjölmenningarfulltrúa. Klaudia er fædd í Póllandi og ólst þar upp til 11 ára aldurs er hún flutti til Íslands. Klaudia er með stúdentspróf frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Hún talar pólsku og íslensku sem og ensku. Klaudia hefur starfað að mestu innan fiskvinnslunnar og við þjónustustörf en einnig […]

Áhugavert málþing um stöðu Vestmannaeyja í nútíð og framtíð

Á sunnudaginn, 17. febrúar verður opið málþing í Kviku, bíósal í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjakaupstaðar. Á málþingið mæta áhugaverðir fyrirlesarar en yfirskrift málþingsins er Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir. Málþingið hefst kl. 14.30 og stendur til 16.30. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri setur málþingið. Húsið opnar kl. 14.00 og munu rúlla 200 […]

Komum og kynnumst viðhorfum unga fólksins

Í dag föstudag, kl. 12.00 er bæjarstjórnarfund unga fólksins. Fundurinn, sem er öllum opinn og verður haldinn í bíósal Kviku er í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja. Eru það nemendur elstu bekkja skólans sem hafa veg og vanda af fundinum. Eva Sigurðardóttir og Guðbjörg Sól Sindradóttir eru meðal bæjarfulltrúa á fundinum og eru þær mjög spenntar. „Við […]

Hildigunnur sýnir í Vestmannaeyjum

Hildigunnur Birgisdóttir er annar listamaðurinn sem velst til þáttöku í nýrri sýningaröð Listasafns ASÍ þar sem sýnd eru nýjustu verkin í eigu safnsins. Sýningar Hildigunnar opna samhliða og standa jafnlengi í Garðabæ og Vestmannaeyjum og bera sama nafn á báðum stöðum. Viðfangsefni sýninganna, sem við fyrstu sýn virðast mjög áþekkar, endurspegla á margan hátt samfélagið […]

Hvet Eyjamenn til að kjósa með hjartanu

Eins ótrúlega og það hljómar þá eru samin fleiri lög en Eyjalög. Það sem er enn ótrúlegra þá eru meira að segja Eyjamenn líka að semja slík lög til að mynda Eurovision lög. Síðast liðinn laugardag kynnti RÚV lögin sem taka þátt í undankeppni Eurovision á Íslandi. Þar mátti sjá kunnuglegt andlit meðal höfundanna en […]

Nýr æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúi hjá bænum

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Ernu Georgsdóttur í starf æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa. Erna er með masterpróf í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og diplóma í Kynfræði. Að auki hefur hún tekið námskeið í mannauðsstjórnun og markþjálfun. Erna hefur starfað sem sveitarforingi hjá skátunum og er með Gilwell – æðsta stig í leiðtogaþjálfun. Einnig hefur hún […]

Harma þá ákvörðun að hefja gjaldtöku í boltaskóla ÍBV

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar í gær voru umræður um frístundastyrkinn. Þar lögðu fulltrúar minnihlutans fram eftirfarandi bókun, Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjölskyldu- og tómstundaráði harma þá ákvörðun ÍBV íþróttafélags að hefja gjaldtöku í boltaskóla ÍBV í beinu framhaldi breytinga á aldursviðmiði frístundastyrks Vestmannaeyjabæjar niður í 2 ára aldur. (meira…)

Saga Eyjanna með augum grunnskólanema

Í dag, þriðjudag klukkan 16.00 verður opnuð sýning í Einarsstofu á verkum flestallra nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem efnið er sótt í sögu Eyjanna. Bjartey Gylfadóttir, myndlistarkennari segir sýninguna bæði fjölbreytta og skemmtilega. „Myndlist er skylda frá fyrsta upp í sjöunda bekk og eftir það er hún val hjá krökkunum,“ sagði Bjartey. „Upphafið var […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.