Þar sem bærinn kúrir í sínu stæði

Í gær opnaði sýningin, Frímerkja- og póstsaga Vestmannaeyja í 100 ár. Kári Bjarnason opnaði sýninguna, Guðni Friðrik Gunnarsson hjálpaði til við undirbúning og sagði við opnunina í gær sýninguna uppistöðuna í sýningunni vera Átthagasafn Guðmundar Ingimundarsonar, sem hann og kona hans Jóhanna M. Guðjónsdóttir frá Hlíðardal færðu bænum að gjöf sumarið 1991 að lokinni Norrænni frímerkjasýningu í Reykjavík. […]

Af fingrum fram með Jóni og Stefáni Hilmarssyni

Jón Ólafsson mætir í Háaloftið á laugardaginn með tónleikana sína af fingrum fram. Með honum mætir Stefán Hilmarsson sem er óumdeilanlega einn vinsælasti söngvari vorra tíma og hefur sýnt að hann er marghamur í söngefnunum. Á tónleikunum mun hann sýna allar sínar bestu hliðar og rifja upp músík Sálarinnar og Pláhnetunnar auk þess sem af nógu […]

Frímerkja- og póstsaga Vestmannaeyja í 100 ár

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar gefur Íslandspóstur út frímerki. Á útgáfudeginum, 7. febrúar kl. 17:30 verður opnuð í Einarsstofu sýning þar sem hönnuður frímerkisins, Hlynur Ólafsson, afhjúpar og kynnir merkið. Guðni Friðrik Gunnarsson fjallar stuttlega um sýninguna að öðru leyti. Grunnur sýningarinnar er frímerkjasafn Guðmundar Ingimundarsonar, sem hann og kona hans, Jóhanna M. […]

Opinn fundur með Sigurði Inga Jóhannssyni – Fundi frestað

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins ætlaði að fara yfir  samgöngur og fleiri mál ásamt Ásgerði Kristínu Gylfadóttur 1. varaþingmanni Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi á opnum fundi á Kaffi Kró í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 5. febrúar, kl. 20:00, en vegna veðurs hefur fundinum verið frestað.   (meira…)

Vel heppnaðir Eyjatónleikar

Um síðustu helgi voru hinir árlegu Eyjatónleikar í Hörpu. Þetta var í áttunda skipti sem Eyjamenn og vinir þeirra komu saman í Eldborgarsal til að hlusta á Eyjaperlurnar. Lög Oddgeirs við texta vina hans, Lofts, Árna og Ása hafa alltaf verið fyrirferðamikil og svoleiðis var það líka um liðna helgi, því ein ástsælasta söngkona okkar […]

Ester Óskarsdóttir er íþróttamaður ársins 2018

Ester Óskarsdóttir leikmaður ÍBV í handbolta var útnefnd Íþróttamaður Vestmannaeyja 2018 og Sigurður Arnar Magnússon, knattspyrnumaður Íþróttamaður æskunnar 2018. Þetta var tilkynnt á fjölmennri uppskeruhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja í Akóges í gærkvöldi þar sem leikmenn og velunnarar félagsins voru samankomnir. Tilkynnt var um íþróttamann hvers aðildarfélags og Heiðursmerki afhent. Fimleikafélagið Rán tilnefndi Sigrúnu Gígju Sigurjónsdóttur sem […]

Eyjamaður ársins er Sjálfboðaliðinn

Hin árlega afhending fréttapýramída Eyjafrétta fór fram í Eldheimum í hádeginu í dag. Þetta var í 28. skipti sem fréttapýramídinn var veittur. Þeir sem Eyjafréttir völdu að þessu sinnu hafa allir tekið þátt í að stimpla Vestmanneyjar frekar inn á kortið og auðga okkar samfélag, hver á sinn hátt. Fjórar viðurkenningar voru veittar. Fyrir framlag […]

Ábyrg ferðahegðun

Fjölgun í komu ferðamanna til Íslands hefur leitt til aukinnar hagsældar í efnahagskerfi landsins, fleiri störf hafa skapast og byggðir landsins styrkst. Það eru tvær hliðar á sama pening og hefur þessi þróun einnig leitt til ýmissa áskoranna hvað varðar samfélagsleg og umhverfisleg þolmörk. Ferðamenn á Íslandi eru mismunandi og hafa mismikil áhrif á efnahag, […]

Yfir tuttugu börn mættu á skákmót

Á fimmtudaginn fór fram Vetrarmót Taflfélags Vestmannaeyja. Alls mættu 20 galvaskir keppendur til leiks. Tefldar voru 5 skákir með 5 mínútna umhugsunartíma. Allir fengu glaðning að loknu móti frá Símanum og einnig voru dregin gjafabréf frá Kránni og 900 Grillhús. Kristófer Gautason var í liðinni viku með skákkennslu bæði í grunnskólanum fyrir 2.-4. bekk og […]