Ábyrg ferðahegðun

Fjölgun í komu ferðamanna til Íslands hefur leitt til aukinnar hagsældar í efnahagskerfi landsins, fleiri störf hafa skapast og byggðir landsins styrkst. Það eru tvær hliðar á sama pening og hefur þessi þróun einnig leitt til ýmissa áskoranna hvað varðar samfélagsleg og umhverfisleg þolmörk. Ferðamenn á Íslandi eru mismunandi og hafa mismikil áhrif á efnahag, […]

Yfir tuttugu börn mættu á skákmót

Á fimmtudaginn fór fram Vetrarmót Taflfélags Vestmannaeyja. Alls mættu 20 galvaskir keppendur til leiks. Tefldar voru 5 skákir með 5 mínútna umhugsunartíma. Allir fengu glaðning að loknu móti frá Símanum og einnig voru dregin gjafabréf frá Kránni og 900 Grillhús. Kristófer Gautason var í liðinni viku með skákkennslu bæði í grunnskólanum fyrir 2.-4. bekk og […]

Margir Eyjamenn á HM í handbolta

Það voru margir Eyjamenn sem fylgdu Íslenska landsliðinu til Þýskalands á liðnum dögum. Mikil stemming var í hópnum þó úrslit leikjanna hafi ekki alltaf verið samkvæmt óskum. Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir var í Þýskalandi og tók þessar myndir. (meira…)

Ókeypis skákkennsla og skákmót

Þessa vikuna fer fram skákkennsla í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem skákkennarinn Kristófer Gautason kennir 2-4 bekk. Einnig fara fram æfingar í húsnæði Taflfélagi Vestmannaeyja. Allir grunnskólanemar eru velkomnir og er þáttaka börnunum að kostnaðarlausu. Á fimmtudeginum verður haldið skákmót þar sem allir fá glaðning að loknu móti. Æfingar í húsnæði Taflfélag Vestmanneyjar (Heiðarvegi 9): Þriðjudagur: […]

36% verðhækkun á árskorti í líkamsrækt

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni var fjallað um breytinga á gjaldskrá Líkamsræktarstöðvarinnar ehf eða Hressó fyrir árið 2019. En fjölmargar athugasemdir hafa borist Vestmannaeyjabæ vegna gjaldskrárhækkunar í upphafi árs hjá Líkamsræktarstöðinni ehf sem leigir sal í Íþróttamiðstöðinni til starfsemi sinnar. Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur undir þessar athugasemdir sem snúast fyrst og fremst um […]

Fékk öfluga einstaklinga með mér í stjórn

Í gær var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja. Miklar breytingar urðu á fundinum og þar á meðal urðu formannsskipti. Helgi Bragason hætti sem formaður eftir að hafa gengt því hlutverki í 18 ár. Ásamt Helga gengu einnig úr stjórn Haraldur Óskarsson, Eyþór Harðarson og Jón Árni Ólafsson. Nýr formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja er Sigursveinn Þórðason og sagði hann […]

Undirbúningur í fullum gangi fyrir mjaldrana

Það eru um tíu vikur þangað til mjaldrarnir Litla Hvít og Litla Grá sem ætla setjast að í Vestmannaeyjum eru væntanlegir. Framkvæmdir eru sem áður í fullum gangi við Ægisgötu og á mánudaginn komu til Vestmannaeyja þeir Gary Neal, Toby Amor og Nick Newman frá fyrirtækinu ATL og vinna þeir nú að því að græja alla tankana sem verða […]

Peyjabankinn hefur hafið göngu sína á ný

Peyjabankinn er farin aftur af stað. Þessi næstvinsælasti veðbanki Íslands hóf göngu sína á ný á dögunum og að þessu sinni mun allur hagnaður bankans renna til fjölskyldu Kolbeins Arons Arnarsonar, en Kolli var fastakúnni í bankanum. Áhugasamir um HM í handbolta og allir aðrir geta þarna veðjað á úrslit í leikju HM í hanbolta […]

Stöðugur straumur ferðamanna til Vestmannaeyja?

Áfangastaðaáætlun Suðurlands var kynnt fyrir ferðaþjónustuaðilum og fulltrúm bæjarins í byrjun desember. Laufey Guðmundsdóttir verkefnastjóri og Dagný Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hjá markaðstofu suðurlands kynntu áætlunina. Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlunargerð sem tekur á öllum þeim þáttum sem koma að upplifun ferðamannsins, það er fyrirtækjum, umhverfi, íbúum og náttúru. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu; sem […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.