Margir Eyjamenn á HM í handbolta

Það voru margir Eyjamenn sem fylgdu Íslenska landsliðinu til Þýskalands á liðnum dögum. Mikil stemming var í hópnum þó úrslit leikjanna hafi ekki alltaf verið samkvæmt óskum. Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir var í Þýskalandi og tók þessar myndir. (meira…)

Ókeypis skákkennsla og skákmót

Þessa vikuna fer fram skákkennsla í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem skákkennarinn Kristófer Gautason kennir 2-4 bekk. Einnig fara fram æfingar í húsnæði Taflfélagi Vestmannaeyja. Allir grunnskólanemar eru velkomnir og er þáttaka börnunum að kostnaðarlausu. Á fimmtudeginum verður haldið skákmót þar sem allir fá glaðning að loknu móti. Æfingar í húsnæði Taflfélag Vestmanneyjar (Heiðarvegi 9): Þriðjudagur: […]

36% verðhækkun á árskorti í líkamsrækt

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni var fjallað um breytinga á gjaldskrá Líkamsræktarstöðvarinnar ehf eða Hressó fyrir árið 2019. En fjölmargar athugasemdir hafa borist Vestmannaeyjabæ vegna gjaldskrárhækkunar í upphafi árs hjá Líkamsræktarstöðinni ehf sem leigir sal í Íþróttamiðstöðinni til starfsemi sinnar. Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur undir þessar athugasemdir sem snúast fyrst og fremst um […]

Fékk öfluga einstaklinga með mér í stjórn

Í gær var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja. Miklar breytingar urðu á fundinum og þar á meðal urðu formannsskipti. Helgi Bragason hætti sem formaður eftir að hafa gengt því hlutverki í 18 ár. Ásamt Helga gengu einnig úr stjórn Haraldur Óskarsson, Eyþór Harðarson og Jón Árni Ólafsson. Nýr formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja er Sigursveinn Þórðason og sagði hann […]

Undirbúningur í fullum gangi fyrir mjaldrana

Það eru um tíu vikur þangað til mjaldrarnir Litla Hvít og Litla Grá sem ætla setjast að í Vestmannaeyjum eru væntanlegir. Framkvæmdir eru sem áður í fullum gangi við Ægisgötu og á mánudaginn komu til Vestmannaeyja þeir Gary Neal, Toby Amor og Nick Newman frá fyrirtækinu ATL og vinna þeir nú að því að græja alla tankana sem verða […]

Peyjabankinn hefur hafið göngu sína á ný

Peyjabankinn er farin aftur af stað. Þessi næstvinsælasti veðbanki Íslands hóf göngu sína á ný á dögunum og að þessu sinni mun allur hagnaður bankans renna til fjölskyldu Kolbeins Arons Arnarsonar, en Kolli var fastakúnni í bankanum. Áhugasamir um HM í handbolta og allir aðrir geta þarna veðjað á úrslit í leikju HM í hanbolta […]

Stöðugur straumur ferðamanna til Vestmannaeyja?

Áfangastaðaáætlun Suðurlands var kynnt fyrir ferðaþjónustuaðilum og fulltrúm bæjarins í byrjun desember. Laufey Guðmundsdóttir verkefnastjóri og Dagný Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hjá markaðstofu suðurlands kynntu áætlunina. Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlunargerð sem tekur á öllum þeim þáttum sem koma að upplifun ferðamannsins, það er fyrirtækjum, umhverfi, íbúum og náttúru. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu; sem […]

FÍV úr leik í Gettu betur

Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna hófst í útvarpinu í gærkvöldi. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Borgarholtsskóli áttust við í fyrstu umferð ásamt fleiri skólum. Viðureignin endaði þannig að Borgarholtsskóli var með 24 stig og FÍV 9 stig. Það voru Aníta Lind Hlynsdóttir, Daníel Hreggviðsson og Rúnar Gauti Gunnarsson sem kepptu fyrir hönd framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. (meira…)

Menntun, þjálfun og hæfni allra starfsmanna skiptir lykilmáli

Kæra samstarfsfólk. Heilbrigðisráðherra tilkynnti nýlega um 110 millj. kr. í aukafjárveitingu til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á árinu 2018 til að mæta áskorunum í rekstri.  Ljóst er að ráðherra og fjárveitingarvaldið eru meðvitað um hve erfið staðan er í rekstri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni samfara ört vaxandi verkefnum og álagi, ekki síst í umdæmi Suðurlands. Þessi upphæð er […]