Margir Eyjamenn á HM í handbolta

Það voru margir Eyjamenn sem fylgdu Íslenska landsliðinu til Þýskalands á liðnum dögum. Mikil stemming var í hópnum þó úrslit leikjanna hafi ekki alltaf verið samkvæmt óskum. Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir var í Þýskalandi og tók þessar myndir. (meira…)
Ókeypis skákkennsla og skákmót

Þessa vikuna fer fram skákkennsla í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem skákkennarinn Kristófer Gautason kennir 2-4 bekk. Einnig fara fram æfingar í húsnæði Taflfélagi Vestmannaeyja. Allir grunnskólanemar eru velkomnir og er þáttaka börnunum að kostnaðarlausu. Á fimmtudeginum verður haldið skákmót þar sem allir fá glaðning að loknu móti. Æfingar í húsnæði Taflfélag Vestmanneyjar (Heiðarvegi 9): Þriðjudagur: […]
36% verðhækkun á árskorti í líkamsrækt

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni var fjallað um breytinga á gjaldskrá Líkamsræktarstöðvarinnar ehf eða Hressó fyrir árið 2019. En fjölmargar athugasemdir hafa borist Vestmannaeyjabæ vegna gjaldskrárhækkunar í upphafi árs hjá Líkamsræktarstöðinni ehf sem leigir sal í Íþróttamiðstöðinni til starfsemi sinnar. Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur undir þessar athugasemdir sem snúast fyrst og fremst um […]
Fékk öfluga einstaklinga með mér í stjórn

Í gær var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja. Miklar breytingar urðu á fundinum og þar á meðal urðu formannsskipti. Helgi Bragason hætti sem formaður eftir að hafa gengt því hlutverki í 18 ár. Ásamt Helga gengu einnig úr stjórn Haraldur Óskarsson, Eyþór Harðarson og Jón Árni Ólafsson. Nýr formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja er Sigursveinn Þórðason og sagði hann […]
Undirbúningur í fullum gangi fyrir mjaldrana

Það eru um tíu vikur þangað til mjaldrarnir Litla Hvít og Litla Grá sem ætla setjast að í Vestmannaeyjum eru væntanlegir. Framkvæmdir eru sem áður í fullum gangi við Ægisgötu og á mánudaginn komu til Vestmannaeyja þeir Gary Neal, Toby Amor og Nick Newman frá fyrirtækinu ATL og vinna þeir nú að því að græja alla tankana sem verða […]
Peyjabankinn hefur hafið göngu sína á ný

Peyjabankinn er farin aftur af stað. Þessi næstvinsælasti veðbanki Íslands hóf göngu sína á ný á dögunum og að þessu sinni mun allur hagnaður bankans renna til fjölskyldu Kolbeins Arons Arnarsonar, en Kolli var fastakúnni í bankanum. Áhugasamir um HM í handbolta og allir aðrir geta þarna veðjað á úrslit í leikju HM í hanbolta […]
Látum jólaljósin loga til 23. janúar

Vestmannaeyjabær hvetur íbúa Vestmannaeyja til þess að látajólaljósin loga til 23. janúar og minnast þannig giftusamlegrar björgunar. (meira…)
Stöðugur straumur ferðamanna til Vestmannaeyja?

Áfangastaðaáætlun Suðurlands var kynnt fyrir ferðaþjónustuaðilum og fulltrúm bæjarins í byrjun desember. Laufey Guðmundsdóttir verkefnastjóri og Dagný Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hjá markaðstofu suðurlands kynntu áætlunina. Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlunargerð sem tekur á öllum þeim þáttum sem koma að upplifun ferðamannsins, það er fyrirtækjum, umhverfi, íbúum og náttúru. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu; sem […]
FÍV úr leik í Gettu betur

Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna hófst í útvarpinu í gærkvöldi. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Borgarholtsskóli áttust við í fyrstu umferð ásamt fleiri skólum. Viðureignin endaði þannig að Borgarholtsskóli var með 24 stig og FÍV 9 stig. Það voru Aníta Lind Hlynsdóttir, Daníel Hreggviðsson og Rúnar Gauti Gunnarsson sem kepptu fyrir hönd framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. (meira…)
Menntun, þjálfun og hæfni allra starfsmanna skiptir lykilmáli

Kæra samstarfsfólk. Heilbrigðisráðherra tilkynnti nýlega um 110 millj. kr. í aukafjárveitingu til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á árinu 2018 til að mæta áskorunum í rekstri. Ljóst er að ráðherra og fjárveitingarvaldið eru meðvitað um hve erfið staðan er í rekstri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni samfara ört vaxandi verkefnum og álagi, ekki síst í umdæmi Suðurlands. Þessi upphæð er […]