FÍV úr leik í Gettu betur

Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna hófst í útvarpinu í gærkvöldi. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Borgarholtsskóli áttust við í fyrstu umferð ásamt fleiri skólum. Viðureignin endaði þannig að Borgarholtsskóli var með 24 stig og FÍV 9 stig. Það voru Aníta Lind Hlynsdóttir, Daníel Hreggviðsson og Rúnar Gauti Gunnarsson sem kepptu fyrir hönd framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. (meira…)

Menntun, þjálfun og hæfni allra starfsmanna skiptir lykilmáli

Kæra samstarfsfólk. Heilbrigðisráðherra tilkynnti nýlega um 110 millj. kr. í aukafjárveitingu til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á árinu 2018 til að mæta áskorunum í rekstri.  Ljóst er að ráðherra og fjárveitingarvaldið eru meðvitað um hve erfið staðan er í rekstri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni samfara ört vaxandi verkefnum og álagi, ekki síst í umdæmi Suðurlands. Þessi upphæð er […]

Um 300 börn mættu á grímuball

Hið árlega grímuball Eyverja var haldið á föstudaginn. Um 300 börn mættu á ballið og var mikill metnaður í mörgum búningum. Það var Bangsa-sjálfsali sem hlaut fyrsta vinning aðrir sem fengu vinning var vélmenni, tröll, Jack Sparrow, regnbogi og belja. Allt saman glæsilegir búningar. (meira…)

Áramótahugleiðing um umburðarlyndi

Páfinn í Róm gerði umburðarlyndi, eða öllu heldur umburðarleysi, að meginstefi í jólaávarpi sínu. Hann hvatti til ”…bróðernis fólks með ólík sjónarmið sem getur þó virt og hlýtt hvert á annað”. Og mér varð hugsað til okkar hér í Eyjum. Margir vinir mínir kannast við þessa þulu mína um vanda þess og vegsemd að vera […]

Til minningar um Kolbein Aron Arnarson

Minningarbók þessi mun liggja frammi í íþróttahúsinu 4. til 9. janúar til minningar um fallinn félaga. Allir þeir sem vilja votta honum virðingu sína geta sett nafn sitt í bókina og þeir sem vilja senda kveðju mega einnig gera það. Þeir sem eiga flotta mynd geta sent okkur myndina á siggainga@ibv.is og munum við líma […]

Myndlistarsýning og Eyjakvöld á fyrsta degi þrettándahátíðar

Dagskrá þrettándahátíðar hófst í gær með sýningu Árna Más í Sagnheimum. Í gærkvöldi var svo hið vinsæla Eyjakvöld á kaffi kró og var fullt út að dyrum. Í dag klukkan 14 er svo hið árlega grímuball Eyverja. Jólasveinar mæta á svæðið og mikið fjör. Klukkan 19:00 hefst hin eina og sanna þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka. Gangan […]

Þrettándahátíðin hefst í dag

Dagskrá þrettándans í Vestmannaeyjum hefst í dag með sýningu Árna Más í Sagnheimum klukkan 17:00. Í kvöld er svo hið vinsæla Eyjakvöld á kaffi kró klukkan 21:00. Á morgun klukkan 14:00 er hið árlega grímuball Eyverja. Jólasveinar mæta á svæðið og mikið fjör. Klukkan 19:00 hefst hin eina og sanna þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka og […]

Margt um manninn á Kjarvalssýnignu

Á nýársdag voru 100 ár síðan Vestmannaeyjabær öðlaðist kaupstaðarréttindi. Að gefnu tilefni var sýning í Safnhúsinu á verkum Kjarval sem eru í eigu Vestmanneyjabæjar. Sýningin var aðeins opin á nýársdag og var hún liður í 100 ára kaupstaðarafmæli bæjarins. Á sýningunni var afhjúpað merki í tilefni af 100 ára afmælinu og var Ástþór Hafdísarson sem afhjúpaði það. […]

Gleðilegt nýtt ár

Starfsfólk og eigendur Eyjafrétta óska lesendum sínum, Eyjamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Í ár urðu miklar breytingar hjá Eyjafréttum, við fluttum af Strandvegi 47 og erum nú með aðstöðu á Ægisgötu 2 (Þekkingarsetrinu). Blaðið kemur núna út mánaðarlega í stað vikulega, en er í staðinn mun veglegra og inniheldur í hverjum mánuði áhugaverð […]

Kjarvalssýning á nýársdag

Í tilefni að 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmanneyjabæjar verður haldin Kjarvalssýning á nýársdag í Safnhúsinu frá klukkan 13-17. Sýningin verður aðeins þenna dag. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.