Látum jólaljósin loga til 23. janúar

Vestmannaeyjabær hvetur íbúa Vestmannaeyja til þess að látajólaljósin loga til 23. janúar og minnast þannig giftusamlegrar björgunar. (meira…)
Stöðugur straumur ferðamanna til Vestmannaeyja?

Áfangastaðaáætlun Suðurlands var kynnt fyrir ferðaþjónustuaðilum og fulltrúm bæjarins í byrjun desember. Laufey Guðmundsdóttir verkefnastjóri og Dagný Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hjá markaðstofu suðurlands kynntu áætlunina. Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlunargerð sem tekur á öllum þeim þáttum sem koma að upplifun ferðamannsins, það er fyrirtækjum, umhverfi, íbúum og náttúru. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu; sem […]
FÍV úr leik í Gettu betur

Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna hófst í útvarpinu í gærkvöldi. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Borgarholtsskóli áttust við í fyrstu umferð ásamt fleiri skólum. Viðureignin endaði þannig að Borgarholtsskóli var með 24 stig og FÍV 9 stig. Það voru Aníta Lind Hlynsdóttir, Daníel Hreggviðsson og Rúnar Gauti Gunnarsson sem kepptu fyrir hönd framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. (meira…)
Menntun, þjálfun og hæfni allra starfsmanna skiptir lykilmáli

Kæra samstarfsfólk. Heilbrigðisráðherra tilkynnti nýlega um 110 millj. kr. í aukafjárveitingu til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á árinu 2018 til að mæta áskorunum í rekstri. Ljóst er að ráðherra og fjárveitingarvaldið eru meðvitað um hve erfið staðan er í rekstri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni samfara ört vaxandi verkefnum og álagi, ekki síst í umdæmi Suðurlands. Þessi upphæð er […]
Um 300 börn mættu á grímuball

Hið árlega grímuball Eyverja var haldið á föstudaginn. Um 300 börn mættu á ballið og var mikill metnaður í mörgum búningum. Það var Bangsa-sjálfsali sem hlaut fyrsta vinning aðrir sem fengu vinning var vélmenni, tröll, Jack Sparrow, regnbogi og belja. Allt saman glæsilegir búningar. (meira…)
Áramótahugleiðing um umburðarlyndi

Páfinn í Róm gerði umburðarlyndi, eða öllu heldur umburðarleysi, að meginstefi í jólaávarpi sínu. Hann hvatti til ”…bróðernis fólks með ólík sjónarmið sem getur þó virt og hlýtt hvert á annað”. Og mér varð hugsað til okkar hér í Eyjum. Margir vinir mínir kannast við þessa þulu mína um vanda þess og vegsemd að vera […]
Til minningar um Kolbein Aron Arnarson

Minningarbók þessi mun liggja frammi í íþróttahúsinu 4. til 9. janúar til minningar um fallinn félaga. Allir þeir sem vilja votta honum virðingu sína geta sett nafn sitt í bókina og þeir sem vilja senda kveðju mega einnig gera það. Þeir sem eiga flotta mynd geta sent okkur myndina á siggainga@ibv.is og munum við líma […]
Myndlistarsýning og Eyjakvöld á fyrsta degi þrettándahátíðar

Dagskrá þrettándahátíðar hófst í gær með sýningu Árna Más í Sagnheimum. Í gærkvöldi var svo hið vinsæla Eyjakvöld á kaffi kró og var fullt út að dyrum. Í dag klukkan 14 er svo hið árlega grímuball Eyverja. Jólasveinar mæta á svæðið og mikið fjör. Klukkan 19:00 hefst hin eina og sanna þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka. Gangan […]
Þrettándahátíðin hefst í dag

Dagskrá þrettándans í Vestmannaeyjum hefst í dag með sýningu Árna Más í Sagnheimum klukkan 17:00. Í kvöld er svo hið vinsæla Eyjakvöld á kaffi kró klukkan 21:00. Á morgun klukkan 14:00 er hið árlega grímuball Eyverja. Jólasveinar mæta á svæðið og mikið fjör. Klukkan 19:00 hefst hin eina og sanna þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka og […]
Margt um manninn á Kjarvalssýnignu

Á nýársdag voru 100 ár síðan Vestmannaeyjabær öðlaðist kaupstaðarréttindi. Að gefnu tilefni var sýning í Safnhúsinu á verkum Kjarval sem eru í eigu Vestmanneyjabæjar. Sýningin var aðeins opin á nýársdag og var hún liður í 100 ára kaupstaðarafmæli bæjarins. Á sýningunni var afhjúpað merki í tilefni af 100 ára afmælinu og var Ástþór Hafdísarson sem afhjúpaði það. […]