21. desember – Salmína Ingimarsdóttir

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag. (meira…)

20. desember – Margrét Karlsdóttir

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag. (meira…)

Það eru mikil verðmæti í ykkur fólgin

Á laugardaginn útskrifaði framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum fjórtán nemendur, þar af fjóra af sjúkraliðabraut. Guðrún Edda Kjartansdóttir hlaut allar viðurkenningar sem gefnar voru á útskriftinni og þar á meðal fyrir heildarárangur. Í haust hófu 223 nemendur nám og boðið var uppá fjölbreytt nám og námsleiðir. Þeir sem útskrifuðust á laugardaginn voru: Ásta Björt Júlíusdóttir Stúdentsbraut Félagsvísindalínu […]

Jólafjör í Íslandsbanka föstudaginn 21. desember

Á milli kl 14-15, föstudaginn 21 des, verður jólafjör í Íslandsbanka. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur jólalög, jólasveinar kíkja í heimsókn og börn geta komið og tæmt sparibaukana sína og allir fá glaðning Heitt jólasúkkulaði, konfekt og piparkökur í boði fyrir viðskiptavini Endilega kíkið við milli kl. 14-15 – Hlökkum til að sjá ykkur Jólakveðjur Starfsfólk Íslandsbanka […]

Jólasveinaklúbbur Bókasafnsins með jólaskemmtun

Jólasveinaklúbbur Bókasafns Vestmannaeyja býður öllum börnum bæjarins til jólaskemmtunar í Safnahúsinu fimmtudaginn 20 desember kl. 16-17. Dagskráin hefst með upplestri Einsa Kalda á hinni sígildu bók Þegar Trölli stal jólunum, öll börn sem mæta geta tekið þátt í happdrætti, dansað verður í kringum jólatré við undirleik Jarls Sigurgeirssonar og jólasveinninn ætlar að kíkja í heimsókn […]

Fullt út að dyrum á jólatónleikum kórs Landakirkju

Í gærkvöldi var kór Landakirkju með sína árlegu jólatónleika, fullt var út að dyrum og jólaandinn sveif yfir vötnum. Einsöngvari á tónleikunum var Hallveig Rúnarsdóttir og Balázs Stankowsky lék á fiðlu. Stjórnandi kórsins er Kitty Kóvács og lék hún einnig á píanó og orgel. Í lokin fengu allir gestir kerti með ljósi frá altarinu og […]

Jólarás Vestmannaeyja fer í loftið á föstudaginn

Jólarás Vestmananeyja er að fara í loftið á föstudaginn. Hægt að hlusta á FM 104,7 eða á jolarasin.live. Formleg dagskrá hefst svo á föstudaginn næstkomandi klukkan 12 á hádegi. Til að geta hlustað í síma eða öðru snjalltæki á net útsendinguna þarf fyrst að ná í VLC player, en hann er hægt að nálgast í PlayStore […]

19. desember – Gísli Stefánsson

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag. (meira…)

Grímur kokkur með sjávarútvegserindi í Setrinu 

Þriðjudaginn 18. desember hélt Grímur Gíslason sem jafnan er kallaður Grímur kokkur, sjávarútvegserindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja.  20 manns mættu á erindi Gríms. Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútveg sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum.  Erindið er það áttunda í röðinni á þessu ári í þessum málaflokki. Grímur fór yfir víðan völl í erindi sínu […]

18. desember – Arna Huld Sigurðardóttir

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.