Kvenfélagið Líkn farið af stað með sína árlegu jólakortasölu

Nú er Kvenfélagið Líkn farið af stað með sína árlegu jólakortasölu og í ár fengum við mynd eftir Brynhildi Friðriksdóttur  til þess að prýða listamannakortin okkar og tvær myndir eftir Jóhannes Jensson til þess að vera á eyjakortunum okkar. Í ár er listamannakortið ekki með neinum texta svo hægt er að nota það sem tækifæriskort […]

4. desember – Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag. (meira…)

Vel heppnaður jólamarkaður

Um helgina var haldin jólamarkaður í Höllinni. Þar komu listamenn, handverksfólk og fyrirtæki með verk sín og þjónustu til sölu. Jólalegt var um að lítast, kaffihús opið og barnahorn þar sem börnin gátu skreytt piparkökur og fleira skemmtilegt. (meira…)

3. desember – Vera Björk Einarsdóttir

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag. (meira…)

Uppgjörið annar hluti

Og já flestir sem rætt hafa við mig um fyrsta hlutann eru sammála mér um það, að hann hafi verið allt of langur. Eina ráðið við því er að breyta því og verður þetta því sennilega í 4 hlutum. Annað sem mig langar að taka fram á þessu stigi og svara þá um leið nokkrum […]

2. desember – Helga Jóhanna Harðardóttir

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag. (meira…)

Ljósin tendruð á jólatré

Á föstudaginn voru ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Tanja Harðardóttir sem er jólabarn fengu það hlutverk að kveikja á trénu. Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur sagði nokkur orð og svo var það í hlutverki flottra krakka af Víkinni að syngja jólalög með hjálp jólasveina og að lokum færðu þeir börnum góðgæti. […]

Njóta eða neyta?

Um mánuður er nú til jóla og margir farnir að huga að hátíðunum. Jólin hafa á mörgum heimilum snúist upp í andhverfu sína og veldur fjölskyldum streitu og vanlíðan, um þetta hefur margoft verið fjallað. En nú er kjörið tækifæri að endurmeta hlutina og hvað er okkur kærast í lífinu. Reynum að einbeita okkur að […]

Jólamarkaður Heimaey – vinnu og hæfingarstöð

Heimaey- vinnu og hæfingarstöð heldur sinn árlega jólamarkað og opna hús föstudaginn 30. nóvember. Hægt er að kaupa kerti, handverk og jafnvel eitthvað fleira. Minnum á að við erum ekki með posa. Endilega kíkið við og fáið smá jólastemmningu í upphaf aðventunar. Hlökkum til að sjá ykkur föstudaginn 30. nóvember milli klukkan 13:00-15:00. Jólakveðjur Starfsfólk […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.