Tíundi bekkur í GRV mun standa fyrir gangbrautarvörslu

Krakkarnir í 10. bekk í GRV munu standa fyrir gangbrautarvörslu á nokkrum fjölförnum gangbrautum á morgnana í svartasta skammdeginu með það fyrir augum að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann. Verkefnið mun standa yfir frá 3. desember til 1. mars. Lögreglan í Vestmannaeyjum mun að sjálfsögðu verða krökkunum innan handar við framkvæmdina. Verkefnið […]
Kveiktu svo örlítið aðventuljós, þá eyðist þitt skammdegis myrkur

Fyrirsögnin er úr ljóði eftir Hákon Aðalsteinsson, mér finnst það eiga vel við því framundan er aðventan, ljósin lýsa upp skammdegið og fólk fer að setja sig í stellingar fyrir jólahátíðina. Í Vestmannaeyjum hefst dagskrá aðventunnar með Líknarkaffinu í dag og þegarkveikt verður á jólatrénu á Stakkó á morgun. Heimaey- vinnu og hæfingarstöð heldur sinn […]
Helgi Bragason fékk gullmerki GSÍ

Helgi Bragason hefur gegnt formennsku í Golfklúbbi Vestmannaeyja allt frá árinu 2001. Helgi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embættið á næsta aðalfundi GV, þessu er greint frá á golf.is Í formannstíð Helga hefur rekstur GV tekið miklum breytingum en klúbburinn fagnaði 80 ára afmæli sínu á þessu ári. Helgi fékk viðurkenningu […]
Auka akstursþjónustu fyrir fatlaða um helgar

Vestmannaeyjabær býður upp á akstursþjónustu fyrir fatlaða á virkum dögum milli klukkan 7:30 og 17:30 og hefur til þjónustunnar sérútbúinn bíl. Markmið þjónustunnar er að gera þeim sem eru andlega og líkamlega fatlaðir og þurfa nauðsynlega vegna fötlunar sinna á akstursþjónustu að halda til að geta stundað vinnu og nám eða sótt þjónustu á sérhæfðar […]
Vald og ábyrgð

Það er grunnregla í stjórnsýslu og stjórnskipan að aldrei má aðskilja vald og ábyrgð. Sá sem fer með endanlegt vald ber líka endanlega ábyrgð. Í grein eftir bæjarfulltrúa sem birtist á netmiðlum síðasta föstudag var því haldið fram, að við bæjaryfirvöld sé að sakast um hvernig Vegagerðin stendur að dýpkun Landeyjahafnar. Ef þetta væri réttmæt […]
Fleiri hundruð sem búa fjarri fæðingarþjónustu

Félags- og jafnfréttisráðherra hyggst í samvinnu við heilbrigðisráðherra stofna starfshóp til að fara heildstætt yfir aðstæður barnshafandi kvenna á landsbyggðinni með tilliti til staðsetningar fæðingarþjónustu. Hátt á þriðja hundrað börn fæðast árlega sem eiga foreldra sem búa yfir hundrað kílómetra frá fæðingarþjónustu, þetta kemur fram í frétt á rúv.is Í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og […]
Jólasveinaklúbbur bókasafnsins fer af stað

Í þriðja sinn mun Bókasafn Vestmannaeyja bjóða upp á Jólasveinaklúbb. Bókafjörið hefst á morgun og stendur til 19. desember. Á þessum tíma geta börn frá leikskólaaldri og upp í 4. bekk Grunnskólans gengið í Jólasveinaklúbb Bókasafns Vestmannaeyja. Þátttakendur velja sér jólabók/jólabækur á Bókasafninu og lesa að minnsta kosti 10 sinnum, í að lágmarki 10 mínútur […]
Góðgerðafélagið Gleðigjafar orðið að veruleika

Í lok október var haldin árshátíð hjá Gleðigjöfunum. Mikið fjör var á hátíðinni og kíktu í heimsókn meðal annar félagar úr leikfélagi Vestmannaeyja með brot úr sýningunni Latabæ. Kitty Kovács og Jarl Sigurgeirsson sáu um tónlist kvöldsins og hápunkturinn var svo þegar myndband við lag Gleðigjafanna var frumsýnt. Jackie Cordoso er formaður Gleðigjafanna, en félagið hefur nú verið skráð og er orðið góðgerðafélag. Það var hún Stína í Lukku sem byrjaði með gleðigjafana eftir að Jóhanna Hauksdóttir hringdi í hana og bað hana um að gera eitthvað öðruvísi fyrir hópinn. Jackie fór með ræðu á árshátíðinni þar sem hún sagði frá hvernig félagið hefði þróast á síðustu árum og […]
Þetta er mín hugleiðsla og er afskaplega gefandi og gaman

Bjartey Gylfadóttir man ekki eftir sér öðruvísi en að hafa haft mikinn áhuga á öllu sem viðkemur myndlist og gerði hún mikið af því að teikna og mála myndir þegar hún var barn. Það var svo árið 2002, þá 19 ára gömul sem hún fór á sitt fyrsta myndlistarnámskeið og byrjaði í kjölfarið að mála og […]
Við erum enn 100 árum seinna með áhyggjur af samgöngum

Í gær 22. nóvember var haldinn hátíðarfundur í Bæjarstjórn í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis bæjarins. Þar voru kynntir viðburðir í tilefni tímamótanna þar sem vonandi allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í máli mínu á fundinum kom ég inn á að þrátt fyrir að komin séu 100 ár frá því að við fengum kauptaðaréttindi […]