Njóta eða neyta?

Um mánuður er nú til jóla og margir farnir að huga að hátíðunum. Jólin hafa á mörgum heimilum snúist upp í andhverfu sína og veldur fjölskyldum streitu og vanlíðan, um þetta hefur margoft verið fjallað. En nú er kjörið tækifæri að endurmeta hlutina og hvað er okkur kærast í lífinu. Reynum að einbeita okkur að […]

Jólamarkaður Heimaey – vinnu og hæfingarstöð

Heimaey- vinnu og hæfingarstöð heldur sinn árlega jólamarkað og opna hús föstudaginn 30. nóvember. Hægt er að kaupa kerti, handverk og jafnvel eitthvað fleira. Minnum á að við erum ekki með posa. Endilega kíkið við og fáið smá jólastemmningu í upphaf aðventunar. Hlökkum til að sjá ykkur föstudaginn 30. nóvember milli klukkan 13:00-15:00. Jólakveðjur Starfsfólk […]

Skoska leiðin sjálfsögð mótvægisaðgerð

Tilkoma Landeyjahafnar var Vestmannaeyjum mikil samgöngubylting. Tíðari ferðir og styttri ferjuleið gerði eyjuna mun aðgengilegri fyrir gesti og jók ferðafrelsi heimamanna til muna. Vonir stóðu til að höfnin myndi fljótlega þjóna samfélaginu sem heilsárshöfn en í kjölfar fjármálahruns var nýsmíði ferju sett á ís og árið 2010 var niðurgreiðslu innanlandsflugs til Vestmannaeyja illu heilli alfarið […]

Verðlaun fyrir piparkökuhús til Landakirkju

Rauðu leikarnir standa yfir þessa viku hjá Íslandsbanka og keppast starfsmenn við að ljúka áskorunum dagsins. Áskorun miðvikudagsins var að skreyta piparkökuhús og frumlegasta húsið verðlaunað. Útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum fór með sigur úr býtum en ákveðið var að húsið yrði að hafa sterka tengingu við Eyjar. Búið var að velta upp ýmsum möguleikum en […]

Tíundi bekkur í GRV mun standa fyrir gangbrautarvörslu

Krakkarnir í 10. bekk í GRV munu standa fyrir gangbrautarvörslu á nokkrum fjölförnum gangbrautum á morgnana í svartasta skammdeginu með það fyrir augum að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann.  Verkefnið mun standa yfir frá 3. desember til 1. mars.  Lögreglan í Vestmannaeyjum mun að sjálfsögðu verða krökkunum innan handar við framkvæmdina. Verkefnið […]

Kveiktu svo örlítið aðventuljós, þá eyðist þitt skammdegis myrkur

Fyrirsögnin er úr ljóði eftir Hákon Aðalsteinsson, mér finnst það eiga vel við því framundan er aðventan, ljósin lýsa upp skammdegið og fólk fer að setja sig í stellingar fyrir jólahátíðina. Í Vestmannaeyjum hefst dagskrá aðventunnar með Líknarkaffinu í dag og þegarkveikt verður á jólatrénu á Stakkó á morgun. Heimaey- vinnu og hæfingarstöð heldur sinn […]

Helgi Bragason fékk gullmerki GSÍ

Helgi Bragason hefur gegnt formennsku í Golfklúbbi Vestmannaeyja allt frá árinu 2001. Helgi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embættið á næsta aðalfundi GV, þessu er greint frá á golf.is Í formannstíð Helga hefur rekstur GV tekið miklum breytingum en klúbburinn fagnaði 80 ára afmæli sínu á þessu ári. Helgi fékk viðurkenningu […]

Auka akstursþjónustu fyrir fatlaða um helgar

Vestmannaeyjabær býður upp á akstursþjónustu fyrir fatlaða á virkum dögum milli klukkan 7:30 og 17:30 og hefur til þjónustunnar sérútbúinn bíl. Markmið þjónustunnar er að gera þeim sem eru andlega og líkamlega fatlaðir og þurfa nauðsynlega vegna fötlunar sinna á akstursþjónustu að halda til að geta stundað vinnu og nám eða sótt þjónustu á sérhæfðar […]

Vald og ábyrgð

Íris í Lit

Það er grunnregla í stjórnsýslu og stjórnskipan að aldrei má aðskilja vald og ábyrgð. Sá sem fer með endanlegt vald ber líka endanlega ábyrgð. Í grein eftir bæjarfulltrúa sem birtist á netmiðlum síðasta föstudag var því haldið fram, að við bæjaryfirvöld sé að sakast um hvernig Vegagerðin stendur að dýpkun Landeyjahafnar. Ef þetta væri réttmæt […]

Fleiri hundruð sem búa fjarri fæðingarþjónustu

Félags- og jafnfréttisráðherra hyggst í samvinnu við heilbrigðisráðherra stofna starfshóp til að fara heildstætt yfir aðstæður barnshafandi kvenna á landsbyggðinni með tilliti til staðsetningar fæðingarþjónustu. Hátt á þriðja hundrað börn fæðast árlega sem eiga foreldra sem búa yfir hundrað kílómetra frá fæðingarþjónustu, þetta kemur fram í frétt á rúv.is Í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.