Skoska leiðin sjálfsögð mótvægisaðgerð

Tilkoma Landeyjahafnar var Vestmannaeyjum mikil samgöngubylting. Tíðari ferðir og styttri ferjuleið gerði eyjuna mun aðgengilegri fyrir gesti og jók ferðafrelsi heimamanna til muna. Vonir stóðu til að höfnin myndi fljótlega þjóna samfélaginu sem heilsárshöfn en í kjölfar fjármálahruns var nýsmíði ferju sett á ís og árið 2010 var niðurgreiðslu innanlandsflugs til Vestmannaeyja illu heilli alfarið […]

Verðlaun fyrir piparkökuhús til Landakirkju

Rauðu leikarnir standa yfir þessa viku hjá Íslandsbanka og keppast starfsmenn við að ljúka áskorunum dagsins. Áskorun miðvikudagsins var að skreyta piparkökuhús og frumlegasta húsið verðlaunað. Útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum fór með sigur úr býtum en ákveðið var að húsið yrði að hafa sterka tengingu við Eyjar. Búið var að velta upp ýmsum möguleikum en […]

Tíundi bekkur í GRV mun standa fyrir gangbrautarvörslu

Krakkarnir í 10. bekk í GRV munu standa fyrir gangbrautarvörslu á nokkrum fjölförnum gangbrautum á morgnana í svartasta skammdeginu með það fyrir augum að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann.  Verkefnið mun standa yfir frá 3. desember til 1. mars.  Lögreglan í Vestmannaeyjum mun að sjálfsögðu verða krökkunum innan handar við framkvæmdina. Verkefnið […]

Kveiktu svo örlítið aðventuljós, þá eyðist þitt skammdegis myrkur

Fyrirsögnin er úr ljóði eftir Hákon Aðalsteinsson, mér finnst það eiga vel við því framundan er aðventan, ljósin lýsa upp skammdegið og fólk fer að setja sig í stellingar fyrir jólahátíðina. Í Vestmannaeyjum hefst dagskrá aðventunnar með Líknarkaffinu í dag og þegarkveikt verður á jólatrénu á Stakkó á morgun. Heimaey- vinnu og hæfingarstöð heldur sinn […]

Helgi Bragason fékk gullmerki GSÍ

Helgi Bragason hefur gegnt formennsku í Golfklúbbi Vestmannaeyja allt frá árinu 2001. Helgi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embættið á næsta aðalfundi GV, þessu er greint frá á golf.is Í formannstíð Helga hefur rekstur GV tekið miklum breytingum en klúbburinn fagnaði 80 ára afmæli sínu á þessu ári. Helgi fékk viðurkenningu […]

Auka akstursþjónustu fyrir fatlaða um helgar

Vestmannaeyjabær býður upp á akstursþjónustu fyrir fatlaða á virkum dögum milli klukkan 7:30 og 17:30 og hefur til þjónustunnar sérútbúinn bíl. Markmið þjónustunnar er að gera þeim sem eru andlega og líkamlega fatlaðir og þurfa nauðsynlega vegna fötlunar sinna á akstursþjónustu að halda til að geta stundað vinnu og nám eða sótt þjónustu á sérhæfðar […]

Vald og ábyrgð

Íris í Lit

Það er grunnregla í stjórnsýslu og stjórnskipan að aldrei má aðskilja vald og ábyrgð. Sá sem fer með endanlegt vald ber líka endanlega ábyrgð. Í grein eftir bæjarfulltrúa sem birtist á netmiðlum síðasta föstudag var því haldið fram, að við bæjaryfirvöld sé að sakast um hvernig Vegagerðin stendur að dýpkun Landeyjahafnar. Ef þetta væri réttmæt […]

Fleiri hundruð sem búa fjarri fæðingarþjónustu

Félags- og jafnfréttisráðherra hyggst í samvinnu við heilbrigðisráðherra stofna starfshóp til að fara heildstætt yfir aðstæður barnshafandi kvenna á landsbyggðinni með tilliti til staðsetningar fæðingarþjónustu. Hátt á þriðja hundrað börn fæðast árlega sem eiga foreldra sem búa yfir hundrað kílómetra frá fæðingarþjónustu, þetta kemur fram í frétt á rúv.is Í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og […]

Jólasveinaklúbbur bókasafnsins fer af stað

Í þriðja sinn mun Bókasafn Vestmannaeyja bjóða upp á Jólasveinaklúbb. Bókafjörið hefst á morgun og stendur til 19. desember. Á þessum tíma geta börn frá leikskólaaldri og upp í 4. bekk Grunnskólans gengið í Jólasveinaklúbb Bókasafns Vestmannaeyja. Þátttakendur velja sér jólabók/jólabækur á Bóka­safninu og lesa að minnsta kosti 10 sinnum, í að lágmarki 10 mínútur […]

Góðgerðafélagið Gleðigjafar orðið að veruleika

Í lok október var haldin árshátíð hjá Gleðigjöfunum. Mikið fjör var á hátíðinni og kíktu í heimsókn meðal annar félagar úr leikfélagi Vestmannaeyja með brot úr sýningunni Latabæ. Kitty Kovács og Jarl Sigurgeirsson sáu um tónlist kvöldsins og hápunkturinn var svo þegar myndband við lag Gleðigjafanna var frumsýnt. Jackie Cordoso er formaður Gleðigjafanna, en félagið hefur nú verið skráð og er orðið góðgerðafélag. Það var hún Stína í Lukku sem byrjaði með gleðigjafana eftir að Jóhanna Hauksdóttir hringdi í hana og bað hana um að gera eitthvað öðruvísi fyrir hópinn. Jackie fór með ræðu á árshátíðinni þar sem hún sagði frá hvernig félagið hefði þróast á síðustu árum og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.