Ókeypis blóðsykursmæling í Apótekaranum í dag

Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við hjúkrunarfræðinga frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum og Apótekarans bjóða ókeypis blóðsykursmælingu í húsnæði Apótekarans í dag, fimmtudaginn 15. nóvember, milli klukkan 15 og 17. Sá sjúkdómur sem er í hvað mestri sókn á Vesturlöndum þessi árin er áunnin sykursýki af gerð tvö. Aukin þyngd manna og auknar kyrrsetur bjóða heim […]

Mega Eyjamenn ekki vita kostnaðinn ?

Þar sem eyjamiðlarnir eru duglegir við að upplýsa bæjarbúa úr fundargerðum Vestmannaeyjabæjar, þá er tilefni til að skrifa um afar sérstaka bókun frá nefndarmönnum E og H listans í Umhverfis og Skipulagsráði þann 13.nóvember 2018 sem sjá má á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Ég varð orðlaus þegar ég las þessa bókun í heild sinni og þurfti að […]

Sporin hræða

Ég deili áhyggjum með öllum öðrum Eyjamönnum sem í ljósi reynslunnar eru uggandi yfir því að nú hefur Vegagerðin samið við Björgun um dýpkun Landeyjahafnar. Ég sendi Vegamálastjóra eftirfarandi bréf 22. október s.l., þegar ljóst var að Björgun hafði átt lægsta tilboðið í verkið: ”Ég hef vaxandi áhyggjur af því sem við ræddum um daginn, […]

Þörf á ábyrgðaraðila fyrir forvarnir og fræðslu fyrir börn og ungmenni

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær báðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins um umræður vegna ráðningu æskulýðs-,tómstunda- og íþróttafulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ. Leitast verði við að nýta þá miklu þekkingu sem er nú þegar til Bókun D lista: „Á sama tíma og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja sjá öflugt utanumhald í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmálum er mikilvægt að kostnaður vegna þessa sé […]

Afkastageta er ráðandi

Er dýpkunarskipið farið uppúr? Er verið að dýpa í höfninni? Eru spurningar sem maður fær mjög reglulega enda skipta siglingar í Landeyjahöfn samfélagið í Eyjum mjög miklu máli. Á samfélagsmiðlum sér maður reglulega að fólk er duglegt að finna og rifja upp ýmislegt sem við erum jafnvel löngu búin að gleyma. Sú frétt sem ég […]

Íslandsmót skákfélaga fór fram um helgina

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla í Grafarvogi um síðustu helgi.  Teflt var í fjórum deildum og tóku 46 sveitir þátt. Keppendnirur sem tóku þátt voru um 400 talsins allstaðar af landinu og einnig nokkrir erlendir skákmenn. Taflfélag Vm. var með tvær sex manna sveitir, aðra í 3ju deild og hina í 4. […]

Jói Myndó með sína fyrstu ljósmyndasýningu

Í gær opnaði Jóhannes Helgi Jensson eða Jói Myndó sína fyrstu ljósmyndasýningu í Einarsstofu í Safnahúsinu. Það voru á annað hundrað manns sem komu í gær á opnunina en sýningin verður opin næstu þrjár vikurnar. (meira…)

Samningar undirritaðir hjá meistaraflokki kvenna

Á fimmtudag skrifuðu tveir leikmenn ÍBV undir samning við félagið. Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur snúið aftur heim í ÍBV eftir stutta dvöl í Noregi þar sem hún varð Noregsmeistari með Lilleström. Sigríður Lára hefur skrifað undir 4.ára samning við sitt uppeldisfélag sem er lengsti samningur sem kvennalið ÍBV hefur gert. Þá mun Sigríður Lára taka […]

Uppgjörið, fyrri hluti

Mig minnir að það hafi verið í febrúar 2014, sem fulltrúi uppstillingarnefndar Eyjalistans leitaði fyrst til mín um að koma á lista fyrir kosningarnar það vor. Ég var svolítið efins framan af en ákvað síðan að slá til og taka 6. sæti listans. Um svipað leyti var leitað til Sonju Andrésdóttur og tók hún 7. […]

Vel heppnað dömukvöld hjá Dízó

Árlega dömukvöld Dízo var haldið í gærkvöldi. Hárgreiðslumaðurinn Baldur Rafn var á svæðinu og kenndi á nýjustu tækin fyrir hárið. Stelpurnar á Dízó voru með afslætti, happadrætti og léttar veitingar. Björg Hjaltested opnaði á dögunum nýja vefverslun með hinum ýmsu vörum fyrir húðina og heimilið. Hún kynnti vörurnar sínar í gærkvöldi og bauð uppá afslætti. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.