Vel heppnað dömukvöld hjá Dízó

Árlega dömukvöld Dízo var haldið í gærkvöldi. Hárgreiðslumaðurinn Baldur Rafn var á svæðinu og kenndi á nýjustu tækin fyrir hárið. Stelpurnar á Dízó voru með afslætti, happadrætti og léttar veitingar. Björg Hjaltested opnaði á dögunum nýja vefverslun með hinum ýmsu vörum fyrir húðina og heimilið. Hún kynnti vörurnar sínar í gærkvöldi og bauð uppá afslætti. […]

Sísí Lára á leiðinni heim

Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir, landsliðskona í knatt­spyrnu, hef­ur skrifað und­ir nýj­an samn­ing við ÍBV eft­ir að hafa síðustu mánuði verið hjá Lilleström og orðið Nor­egs­meist­ari með liðinu. Þetta eru afar góðar frétt­ir fyr­ir ÍBV en Sísí, eins og hún er kölluð, hef­ur verið al­gjör lyk­ilmaður í Eyjaliðinu síðustu ár. Þess má geta að ÍBV á enn eft­ir […]

Nýtt lag og nýr samningur

Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant frá Vestmannaeyjum tilkynnti fyrr á þessu ári um útgáfu nýjustu plötu sinnar, „Across the Borders“ sem átti að koma út í dag, þann 9. Nóvember. Síðan þá hefur ýmislegt gerst og Júníus Meyvant hefur gert útgáfusamning við Bandaríska útgáfufyrirtækið Glassnote Records um útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum og öðrum markaðssvæðum sem útgáfan leggur […]

Hið árlega Konukvöld Blómavals

Hið árlega Konukvöld Blómavals í Vestmannaeyjum fór fram í gærkvöldi. Mikið var um að vera og margar konur sem litu við. Arndís María Kjartansdóttir var kynnir kvöldsins. Það voru glæsilegar konur og krakkar sem sýndu falleg föt frá Sölku og Skvísubúðinni. Hárhúsið var með kynningu á sínum vörum og Petmark með kynningu á gæludýravörum. Ýmis tilboð voru […]

Vel heppnað konukvöld í Geisla

Hið árlega konukvöld Geisla var haldið í gærkvöldi í tíunda sinn. Fullt var út að dyrum og mikið um að vera. Það voru glæsilegar konur sem sýndu falleg föt fyrir Axel Ó og Smart. Einsi Kaldi var með smakk og heildverslun Karls Kristmannssonar bauð einnig uppá smakk. Hótel Vestmannaeyjar, Heilsu Eyjan, snyrtistofan Mandala og Ozio […]

Sigurður Arnar til Kína með KSÍ

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið lokahóp úr leikmönnum sem leika á Íslandi til farar á 4 landa mót í Kína. Leikið verður gegn Kína. Mexíkó og Thaílandi. Eyjólfur valdi Sigurð Arnar Magnússon frá ÍBV en Sigurður hefur verið í landsliðshóp Eyjólfs undanfarna leiki.  Sigurður er vel að þessu vali komin en […]

Tæp hálf milljón til Krabbavarnar

Það var margt um manninn í Höllinni er Kótilettuklúbbur Vestmannaeyja hét sitt árlega kótilettukvöld. Þar hittist hópur fólks saman og borðar kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi og lætur gott af sér leiða um leið. Um 160 manns mættu í síðustu viku og er það Krabbavörn í Vestmannaeyjum sem nýtur ágóðans. Pétur Steingrímsson og Gunnar […]

Það getur borgað sig að hafa flugvél við hendina

Bergur- Huginn, dótturfélag Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, gerir út togarana Vestmannaey VE og Bergey VE. Viðhaldsstjóri fyrirtækisins er Guðmundur Alfreðsson en hann er mikill áhugamaður um flug, hefur flugréttindi og á að baki um 1.600 flugtíma. Guðmundur á hlut í fisvél og eins flýgur hann vél af gerðinni Piper Warrior. Guðmundur segir að flugvélin komi oft […]

Goslokanefnd hefur verið skipuð

Skipan goslokanefndar fyrir árið 2019 var tekið fyrir á síðasta bæjarráðsfundi. Bæjarráð hefur ákveðið að skipa þær Drífu Þöll Arnardóttur, Kristínu Jóhannsdóttur, Sigurhönnu Friðþórsdóttur og Tinnu Tómasdóttur í umrædda nefnd. Með nefndinni munu starfa þeir Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvarinnar. Nefndin mun starfa í samráði við starfshóp sem skipaður var […]

Saga og súpa í Sagnheimum í dag

Saga og súpa í Sagnheimum í dag klukka tólf. Halldór Svavarsson kynnir nýútkomna bók sína um leiðangur Gottu VE 108 til Grænlands árið 1929 að sækja sauðnaut. Myndir úr leiðangrinum prýða veggi Pálsstofu. Allir hjartanlega velkomnir! (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.