Bæjarráð fagnar tillögu um siglingaáætlun

Á fundi bæjarráðs í gær voru samgöngumál til umræðu. „Samgöngumál eru eitt stærsta hagsmunamál Vestmannaeyinga. Með yfirtöku á rekstri Herjólfs, næstu tvö árin, er forræðið yfir helstu samgönguæð Vestmannaeyja við fastalandið í höndum íbúanna sjálfra. Bæjarráð harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur að undanförnu komið fram í samfélaginu um Vestmannaeyjaferjuna Herjólf ohf. Ekki er að […]
Sögur og tónar frá Kúbu og ljósmyndir frá Didda Sig

Í Eldheimum byrjar Safnahelgin að þessu sinni með opnun á sýningu á ljósmyndum Sigurðar A. Sigurbjörnssonar eða Didda Sig í anddyri safnsins. Diddi er fær ljósmyndari, með einstaklega næmt auga fyrir litríku landslagi Eyjanna. Sýningin opnar kl 17:00 fimmtudaginn 1.nóv. Sýningin verður opin alla helgina frá 13:00 – 17:00. Kristinn R. Ólafsson og Cubalibre sögur […]
Fermingarbörn ganga í hús í dag og safna til hjálparstarfs

Meðal þess sem fermingarbörnin fá að kynnast í vetur er þróunarsamvinna og hjálparstarf á vegum kirkjunnar okkar. Við njótum samstarfs við starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefur útbúið efnið sem við notum, myndir og upplýsingar um líf fólksins á verkefnasvæðum í Afríku. Fermingarbörnin fá að kynnast erfiðleikum sem fólkið glímir við og við munum ræða ábyrgð […]
Uppskeruhátíð Pysjueftirlitsins

Líkt og fyrri ár verður Uppskeruhátíð pysjueftirlitsins haldin fyrstu helgina í nóvember, á Safnahelgi. Í ár voru teknar yfir 7500 ljósmyndir enda hefur fjöldi pysja í eftirlitinu aldrei verið meiri og settum við nokkur heimsmet í ár! Sýningin opnar föstudaginn 2. nóvember klukkan 15 og verður opin alla helgina, opnunartími er sem hér segir; Föstudagur […]
Alveg sér á báti að reka hótel í Vestmannaeyjum

„Lítil og hógvær maður úr Keflavík,“ voru orðin sem Bjarni Geir Bjarnason notaði þegar hann var beðinn um að lýsa sjálfum sér. Bjarni Geir keypti Hótel Eyjar fyrir tveimur árum síðan og þegar hann keypti hótelið datt honum ekki til hugar að samgöngurnar yrðu svona stórt vandamál eða að Airbnb yrði hans stærsti samkeppnisaðili. Hann hefur stórar hugmyndir fyrir flugvöllinn hérna og […]
Kvennafrí

Konur ganga út frá vinnu sinni í dag til að mótmæla kjaramisrétti, ofbeldi og áreitni á vinnustöðum. Kvennafrí hefst kl. 14:55 og eru konur hvattar til að taka þátt. (meira…)
Ekkert röntgentæki á HSU í Vestmannaeyjum

Ekkert nothæft röntgentæki er til staðar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum þessa dagana. En tækið sem hér hefur verið og er síðan 2005, bilaði fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Myndlesarinn eða framköllunarvélin við röntgen tækið var í kjölfarið dæmdur ónýtur. Í kjölfarið var fenginn að láni annar myndlesari en hann bilaði hinsvegar líka. „Sú óheppilega staða […]
Forræðishyggjan ríður ekki við einteyming

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sent Vestmannaeyjabæ aðvörun vegna þess að bæjarfélagið hefur undanfarin ár fellt niður fasteignaskatt á eldri borgara. – Forræðishyggjan úr höfuðborginni ríður ekki við einteyming, – vitnað er í lög um tekjustofna sveitarfélaga. Auðvitað á að fara að lögum. – Vestmannaeyjabær hefur notað þau rök við niðurfellingu fasteignaskattsins á eldri borgara og […]
Niðurfelling á fasteignaskatti 70 ára og eldri

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt áherslu á að bæta kjör eldri borgara. Liður í því hefur verið að fella niður fasteignaskatt fyrir 70 ára og eldri í Vestmannaeyjum. Með ákvörðun um niðurfellingu á beinum sköttum á fasteignir þeirra er í senn verið að draga úr þörfinni á dýrari úrræðum svo sem hjúkrunarrými, virða valfrelsi eldriborgara hvað […]
Ert þú búin að skrifa undir?

Eins og Eyjafréttir sögðu frá um hlegina tók Margrét Steinunn Jónsdóttir verðandi móðir sig til og sendi helstu ráðamönnum þessara þjóða bréf þess eðlis að nú sé komið nóg, hún vill fá svöru og endurbætur varðandi fæðingar- og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Skortur á þjónustu á þessum sviðum við landsbyggðina er óboðlegur. Þrýstingur á stjórnvöld er […]