Símalaus á sunnudaginn?

Sunnudaginn 4. nóvember næstkomandi ætla Barnaheill – Save the Children á Íslandi að hvetja landsmenn til þess að hafa símalausan sunnudag. Í því felst að leggja snjallsímanum eða snjalltækinu frá kl. níu til níu þann dag og verja deginum með fjölskyldu eða vinum – símalaus. Með þessu vilja Barnaheill vekja alla sem nota snjallsíma til […]

Bæjarráð fagnar tillögu um siglingaáætlun

Á fundi bæjarráðs í gær voru samgöngumál til umræðu. „Samgöngumál eru eitt stærsta hagsmunamál Vestmannaeyinga. Með yfirtöku á rekstri Herjólfs, næstu tvö árin, er forræðið yfir helstu samgönguæð Vestmannaeyja við fastalandið í höndum íbúanna sjálfra. Bæjarráð harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur að undanförnu komið fram í samfélaginu um Vestmannaeyjaferjuna Herjólf ohf. Ekki er að […]

Sögur og tónar frá Kúbu og ljósmyndir frá Didda Sig

Í Eldheimum byrjar Safnahelgin að þessu sinni með opnun á sýningu á ljósmyndum Sigurðar A. Sigurbjörnssonar eða Didda Sig í anddyri safnsins. Diddi er fær ljósmyndari, með einstaklega næmt auga fyrir litríku landslagi Eyjanna. Sýningin opnar kl 17:00 fimmtudaginn 1.nóv. Sýningin verður opin alla helgina frá 13:00 – 17:00. Kristinn R. Ólafsson og Cubalibre sögur […]

Fermingarbörn ganga í hús í dag og safna til hjálparstarfs

Meðal þess sem fermingarbörnin fá að kynnast í vetur er þróunarsamvinna og hjálparstarf á vegum kirkjunnar okkar. Við njótum samstarfs við starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefur útbúið efnið sem við notum, myndir og upplýsingar um líf fólksins á verkefnasvæðum í Afríku. Fermingarbörnin fá að kynnast erfiðleikum sem fólkið glímir við og við munum ræða ábyrgð […]

Uppskeruhátíð Pysjueftirlitsins

Líkt og fyrri ár verður Uppskeruhátíð pysjueftirlitsins haldin fyrstu helgina í nóvember, á Safnahelgi. Í ár voru teknar yfir 7500 ljósmyndir enda hefur fjöldi pysja í eftirlitinu aldrei verið meiri og settum við nokkur heimsmet í ár! Sýningin opnar föstudaginn 2. nóvember klukkan 15 og verður opin alla helgina, opnunartími er sem hér segir; Föstudagur […]

Alveg sér á báti að reka hótel í Vestmannaeyjum 

„Lítil og hógvær maður úr Keflavík,“ voru orðin sem Bjarni Geir Bjarnason notaði þegar hann var beðinn um að lýsa sjálfum sér. Bjarni Geir keypti Hótel Eyjar fyrir tveimur árum síðan og þegar hann keypti hótelið datt honum ekki til hugar að samgöngurnar yrðu svona stórt vandamál eða að Airbnb yrði hans stærsti samkeppnisaðili. Hann hefur stórar hugmyndir fyrir flugvöllinn hérna og […]

Kvennafrí

Konur ganga út frá vinnu sinni í dag til að mótmæla kjaramisrétti, ofbeldi og áreitni á vinnustöðum. Kvennafrí hefst kl. 14:55 og eru konur hvattar til að taka þátt. (meira…)

Ekkert röntgentæki á HSU í Vestmannaeyjum

Ekkert nothæft röntgentæki er til staðar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands  í Vestmannaeyjum þessa dagana. En tækið sem hér hefur verið og er síðan 2005, bilaði fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Myndlesarinn eða framköllunarvélin við röntgen tækið var í kjölfarið dæmdur ónýtur. Í kjölfarið var fenginn að láni annar myndlesari en hann bilaði hinsvegar líka. „Sú óheppilega staða […]

Forræðishyggjan ríður ekki við einteyming

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sent Vestmannaeyjabæ aðvörun vegna þess að bæjarfélagið hefur undanfarin ár fellt niður fasteignaskatt á eldri borgara. – Forræðishyggjan úr höfuðborginni ríður ekki við einteyming, – vitnað er í lög um tekjustofna sveitarfélaga. Auðvitað á að fara að lögum. – Vestmannaeyjabær hefur notað þau rök við niðurfellingu fasteignaskattsins á eldri borgara og […]

Niðurfelling á fasteignaskatti 70 ára og eldri

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt áherslu á að bæta kjör eldri borgara. Liður í því hefur verið að fella niður fasteignaskatt fyrir 70 ára og eldri í Vestmannaeyjum. Með ákvörðun um niðurfellingu á beinum sköttum á fasteignir þeirra er í senn verið að draga úr þörfinni á dýrari úrræðum svo sem hjúkrunarrými, virða valfrelsi eldriborgara hvað […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.