Ert þú búin að skrifa undir?

Eins og Eyjafréttir sögðu frá um hlegina tók Margrét Steinunn Jónsdóttir verðandi móðir sig til og sendi helstu ráðamönnum þessara þjóða bréf þess eðlis að nú sé komið nóg, hún vill fá  svöru og endurbætur varðandi fæðingar- og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Skortur á þjónustu á þessum sviðum við landsbyggðina er óboðlegur. Þrýstingur á stjórnvöld er […]

Hvaða hlutverki gegnir tengill?

Þann 21. september síðastliðinn var Alþjóða Alzheimerdagurinn. Alzheimersamtökin bjóða tenglum um land allt að koma til Reykjavíkur og verja deginum með þeim. Dagskrá byrjar snemma morguns á fyrirlestrum fyrir tenglana, eftir hádegi höfum við svo skoðað heimili fyrir heilabilaða og í ár skoðuðum við Maríuhús en það er dagdvöl fyrir heilabilaða. Dagurinn endar á málþingi […]

Við finnum fyrir auknum áhuga og eigum svo mikið inni 

Berglind Sigmarsdóttir var kosinn formaður ferðamálasamtakanna í Vestmannaeyjum nú fyrr á þessu ári. Hún segir að verkefnin framundan hjá samtökunum vera mörg og að stærsta verkefnið sé nýr Herjólfur og samvinnan við bæinn. Hún er vongóð á að í framtíðinni geti ferðasumarið orðið lengra og segir að mikill áhugi sé fyrir Vestmannaeyjum. Það er ótrúlegur fjölbreytileiki sem þrífst á Eyjunni og henni finnst samfélagið eigi mikið […]

Viltu hafa áhrif?

Opið er fyrir umsóknir, ábendingar og tillögur vegna verkefnisins Viltu hafa áhrif 2019. Verkefnið er í samræmi við stefnu bæjaryfirvalda um aukið íbúalýðræði. Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum tíðina, má þar til dæmis nefna Frisbee golfvöll sem settur hefur verið upp við íþróttamiðstöðina og hoppudýnuna sívinsælu á Stakkagerðistúni. Erindi, ábendingar og tillögur Þeir […]

Margir gerðu sér glaðan bleikan dag

Bleiki dagurinn í gær fór sennilega ekki framhjá mörgum en hann hefur verið haldin síðustu 11 ár. Krabbameinsfélag Íslands tileinkar októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun […]

Bleik messa í Landakirkju

Sunnudaginn 14.október kl. 14.00 verður “bleik messa” í Landakirkju. Félagar úr Krabbavörn í Vestmannaeyjum munu taka virkan þátt í messunni, kynna starfið og segja frá hinum ýmsu hliðum Krabbavarnar. Öll þekkjum við einhverja sem hafa þurft að takast á við krabbamein, ef við höfum ekki sjálf þurft að glíma við það.Í messunni gefst kirkjugestum tækifæri […]

Ég er ekki tilbúin í að sitja lengur aðgerðarlaus

Margrét Steinunn Jónsdóttir er búsett í Vestmannaeyjum og á von á sínu fyrsta barni núna í desember. Eins og flestir vita að þá er hvorki hægt að fara í sónar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum og ekki er tiltæk skurðstofa sem mundi gera stofnunina að öruggum stað til að fæða á ef eitthvað skyldi koma […]

Mandala opnar með pompi og prakt

Þær Birna Vídó Þórsdóttir og Sigríður Lára Andrésdóttir opnuðu nýja og glæsilega snyrtistofu í dag. Stofan heitir Mandala, en nafnið er heitið á indversku tákni og þýðir að öll byrjum við á einum punkt en svo er það undir okkur að halda áfram vegferðinni. Birna og Sigga Lára eru ekki nýgræðingar í faginu en báðar […]

Framkvæmdir hvalasafnsins ganga vel 

Það er hálft ár þangað til tveir mjaldrarnir sem ætla setjast að í Vestmannaeyjum eru væntanlegir. Framkvæmdir eru í fullum gangi bæði við Ægisgötu þar safnið verður og einnig út í Klettsvík þar sem mjaldrarnir munu búa, en reiknað er með að kvíin verði tilbúin núna í október. Bragi Magnússon er staðbundinn verkefnastjóri yfir framkvæmdum hvalasafnsins í Vestmannaeyjum, hann sagði að framkvæmdirnar séu […]

Litlagerði snyrtilegasta gatan

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja veitti í gær viðurkenningar fyrir snyrtilegustu eignir bæjarins, ásamt snyrtilegustu götunni og fyrir vel heppnaðar endurbætur. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður ráðsins afhendi viðurkenningarnar. Snyrtilegasta fyrirtækið: Ísfélagið Snyrtilegasti garðurinn: Stóragerði 10, Hannes Haraldsson og Magnea Guðrún Magnúsdóttir Snyrtilegasta eignin: Búhamar 42, Sigurður Friðriksson og Lilja Ólafsdóttir Vel heppnaðar endurbætur: Vestmannabraut 13b, Magnús […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.