Búið að ráða framkvæmdarstjóra Herjólfs

Á fundi stjórnar Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. í gær, þann 17. september sl., var það einróma niðurstaða stjórnar félagsins að ráða í starf framkvæmdastjóra, Guðbjart Ellert Jónsson. Guðbjartur Ellert Jónsson er fæddur á Akureyri árið 1963, og ólst þar upp. Guðbjartur er giftur Önnu Láru Finnsdóttir og eiga þau þrjú uppkomin börn. Guðbjartur lauk BS námi […]

Vill leiðrétta mismunun í endurgreiðslum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill leiðrétta mismunun hjá börnum með fæðingargalla eins og til dæmis klofinn góm sem varðar endurgreiðslur fyrir tannréttingar. Ráðherra sagði í gær að fyrirkomulagið væri óeðlilegt og hefur farið fram á að málið verði skoðað í ráðuneytinu svo hægt verði að breyta reglugerð til að jafna stöðu allra barna með fæðingargalla. Í […]

Mannauðurinn er okkar dýrmætasta auðlind

Vestmannaeyjar hafa í gegnum tíðina verið ríkar af hinum ýmsu auðlindum, hér áður fyrr voru björgin og úteyjarnar mikið forðabúr, þá líkt og nú voru fiskimiðin gjöful og mikilvæg auðlind, hugvitsmenn nýttu svo þær náttúruhamfarir sem gengu yfir eyjuna okkar til að kynda húsnæði Eyjamanna á tímabili og stórbrotin náttúra okkar, saga og menning er […]

Hvað er „kulnun í starfi“ og hvað er til ráða?

Kulnun í starfi getur orðið eftir langvarandi streitu og álag í vinnu sem er meira en venjuleg þreyta eða vinnustreita.  Ástæður geta hugsanlega verið af völdum  álags þegar aukins vinnuframlags er krafist af starfsmönnum vegna hagræðingar.  Einnig getur verið um sjálfskaparvíti að ræða þegar starfsmenn taka að sér meiri vinnu í leit að starfsframa eða […]

Jarl Sigurgeirsson ráðinn skólastjóri Tónlistarskólans

Vestmannaeyjabær hefur valið Jarl Sigurgeirsson til að gegna stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Vestmannaeyja.   Jarl er fæddur og uppaldinn í Vestmannaeyjum. Hann hóf tónlistarnám á unga aldri og spilar á trompet auk gítars og bassa. Hann hefur gengt starfi deildarstjóra, aðstoðarskólastjóra og skólastjóra (í afleysingum) við Tónlistarskólann frá árinu 2006. Jafnframt hefur hann verið stjórnandi Lúðrasveitar […]

Enn eitt dæmið um hið tvöfalda heilbrigðiskerfi Íslands

Þegar ég eignaðist barn með klofinn góm fyrir 8 árum síðan var sagt við mig; “hér á Íslandi hefur okkur alltaf verið talin trú um að við búum við besta heilbrigðiskerfi í heiminum, núna ert þú að fara að komast að því að það er ekki satt.” Og því miður hafði þessa ágæta manneskja á […]

Tryggvi nýr formaður Hugverkaráðs SI

Tryggvi Hjaltason hjá CCP var kjörinn formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins á ársfundi ráðsins í síðustu viku. Tryggvi, sem situr einnig í stjórn Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, hefur átt sæti í ýmsum starfshópum á vegum stjórnarráðsins undanfarin ár, meðal annars í starfshópi um framtíð Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og hefur Tryggvi rannsakað rekstrarumhverfi hugverkaiðnaðarins ítarlega undanfarin ár. Tryggvi greindi frá […]

Heimsmet sett í pysjuvigtun um helgina

Þeir voru ófáir pysjubjörgunarmennirnir á ferli síðustu daga enda pysjutíminn í hámarki. Tvívegis var slegið heimsmet í fjölda vigtaðra og vængmældra pysja í pysjueftirliti Sæheima. En eftirlitið er á nýjum stað í ár. Í “Hvíta húsinu” að Strandvegi 50, gengið inn baka til. Á fimmtudaginn var komið með 472 pysjur sem er mesti fjöldi síðan […]

Kvenfélag Landakirkju hefur störf eftir sumarfrí

Konur í Kvenfélagi Landakirkju koma saman að nýju á þriðjudagskvöldið kemur, 11. september kl. 20.00 á vikulegri samveru sinni í safnaðarheimilinu. Konur á öllum aldri er velkomnar í þetta gefandi starf en tilgangur félagsins var að hlúa að Landakirkju og styðja kirkjulegt starf. Landakirkja hefur fengið að njóta þess í gegnum árin og er hægt […]

Gáfu mynd til minningar um fallna félaga

Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri Vestmannaeyja afhendi fyrir hönd lögregluembættisins Björgunarfélaginu gjöf um helgina í tilefni að 100 ára afmæli félagsins. Páley sagði í ræðu sinni að gjöfin kæmi kannski einhverjum á óvart en að hún snertir sannarlega við okkur öllum. Gjöfi sem um ræðir er ljósmynd sem Sigurgeir Jónasson tók af einu stærsta björgunarverkefni sem björgunarfélagið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.