Draumurinn um vatnið rættist á Þorláksmessu 

Þess var minnst  7. júlí sl. á  opnu málþingi í  Sagnheimum að 50 ár voru liðin frá því fyrsta vatnsleiðslan var lögð til Eyja.  Í sömu viku var fylgdi sérstakt 18 bls. vatnsblað með Eyjafréttum.  Í blaðinu  var fjallað var undirbúning og framkvæmdir sem hófust sumarið 1966 með lagningu vatnsleiðslu frá vatnsinntaki úr bergvatnsá við  bænum Syðstu Mörk  til […]

Eyjamaðurinn getur flutt frá Eyjum en þær flytja aldrei úr hjarta hans 

Elliði Vignisson var ráðinn bæjarstjóri í Ölfusi í júlí, eftir að hafa sinnt því starfi Í Vestmannaeyjum síðustu tólf ár. Að mati Elliða eru fjölmörg spennandi verkefni fyrir stafni í Ölfusi enda svæðið stórt og hlakkar til að takast á við ný verkefni. Elliði var í viðtali við Eyjafréttir í síðasta tölublaði.  Aðspurður um nýtt […]

Komdu í heimsókn!

Það er tvennt sem við getum stólað á í lífinu; annað hvort verðum við gömul eða deyjum áður. Það að tilheyra er ein stærsta þörf manneskjunar og minnkar ekkert með aldrinum þó færni skerðist. Hjúkrunar- og dvalarheimili reyna eftir bestu getu að mæta þessari þörf og eru sífellt að efla tækifæri til félagsstarfa. En dýrmætustu […]

Okkar kjörorð er að verða að gagni ef eitthvað bjátar á

Björgunarfélag Vestmannaeyja (BV) eins og við þekkjum félagið í dag varð til við sameiningu Hjálparsveitar skáta í Vestmannaeyja og Björgunarfélagsins 1992. Það er ein af stoðum bæjarfélagsins með 30 til 35 manna hóp sem alltaf er til þjónustu reiðubúinn þegar eitthvað bjátar á hjá samborgurunum. Eins og til dæmis þegar brjálað veður skellur á, leita […]

Krónan óskar eftir samfélagsverkefnum til að styrkja

Krónan auglýsir þessa dagana eftir styrktarumsóknum frá Vestmannaeyjum. „Við höfum áhuga á að taka þátt í uppbyggingu í samfélaginu og auglýsum eftir styrktarumsóknum,” segir í auglýsingunni. Um er að ræða samfélagsstyrki sem styðja samfélagið t.d. á sviði íþrótta/hreyfingar, menningar og lista eða menntunar. Krónan hefur hingað til veitt styrkinn mánaðarlega og verið bundið barna- og […]

Sólríkur laugardagur á Þjóðhátíð

Veður var með besta móti í Vest­manna­eyj­um í gær, sól og blíða. Dagskráin byrjaði á barnaskemmtuninni  þar sem Skoppa og Skrítla og  Páll Óskar skemmtu krökkunum. Söngvakeppni barna hófst einnig í gær og heldur áfram í dag. Kvöldið var ekki að verri endanum og veðrið í brekkunni var gott og milt. Brekkan var stór í […]

Róleg nótt hjá lögreglunni

Mjög rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. nótt og gisti enginn fangageymslu. Fíkniefnamál eru orðin 13 talsins og öll svo kölluð neyslumál fyrir utan eitt mál þar sem talið er að um sölu hafi verið að ræða. Þar var aðili tekinn með nokkurt magn af hvítu efni sem talið er kókaín auk nokkurs magns […]

Ljósin skapa rómantíska stemningu og ævintýraljóma

Þegar talið er upp það sem gerir þjóðhátíð Vestmannaeyja svo einstaka eru það (ég ætla að hafa stóran staf í þessu líka) á Fjósakletti á föstudeginum, flugeldasýningin á laugardeginum, Brekkusöngurinn ((hér hef ég frekar stóran staf þar sem Brekkan er stytting)) og blysin á sunnudeginum það sem alltaf er nefnt. Á þess væri heldur engin […]

Líf og fjör á Húkkaraballinu

Húkkaraballið er jafnan upphafið af Þjóðhátíð hjá mörgum. Það fór fram í gær í portinu bakvið Strandveg 50 en þar hefur ballið verið haldið undanfarin ár. Dagskráin var ekki af verri endanum en fram komu JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Sura, Baldvin x Svanur x Hjalti, DJ Egill Spegill, Þorri og Huginn. Vel var mætt á […]

Náðu að láta dæluna ganga

Í gær var bandarísk dæla sem tók þátt í sögulegri glímu við hraunflauminn í Heimaeyjargosinu ræst með viðhöfn á Básaskersbryggju þar sem hún hafði aðsetur forðum. Nú er unnið að heimildamynd um eldhugana sem stóðu vaktina í gosinu og munu kvikmyndagerðarmennirnir Valdimar Leifsson og Ragnar Th. Sigurðsson festa atburðinn á Básaskersbryggju á filmu. Eyjamenn og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.