Tvö ár frá hrottalegu ofbeldi og ekki ákært enn

Í september eru tvö ár síðan kona á fimmtugsaldri var flutt þungt haldin með þyrlu á Landsspítalann eftir nauðgun og líkamsárás í Vestmannaeyjum. Ekki hefur verið gefin út ákæra í málinu sem var sent til framhaldsrannsóknar í vor. Rannsókninni er lokið greinir rúv frá í dag. Maður á þrítugsaldri handtekinn grunaður hrottalegt ofbeldi og nauðgun […]
Hlynur fyrsti Íslendingurinn í hálfmaraþoni

Reykjavíkurmaraþonið fór fram um helgina og var fjöldinn allur af Eyjamönnum sem tók þátt. Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson var annar í karlaflokki í hálfmaraþoninu og var aðeins nokkrum sekúndum á eftir Bandaríkjamanninum sem vann. Hlynur bætti sinn besta tíma um næstum fjórar mínútur og er þetta jafnframt annar besti tími sem Íslendingur hefur náð í hálfmaraþoni […]
Einar ráðinn aðstoðarskólastjóri

Einar Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Grunnskóla Vestmanaeyja. Hann er aðeins ráðinn til eins árs, eða meðan að Ingibjörg Jónsdóttir er í árs leyfi. Þetta staðfesti Jón Pétursson hjá fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar, „Anna Rós hefur ráðið Einar Gunnarsson sem aðstoðarskólastjóra í eitt ár fyrir Ingibjörgu Jónsdóttur.“ Einar er giftur Söru Jóhannsdóttur og eiga […]
Búið að vera frábær tími og ég hlakka til að njóta handboltans á annan hátt

Það þarf vart að kynna Arnar Pétursson fyrir Eyjamönnum en hann er sonur hjónanna Guðbjargar Sigurgeirsdóttur og Péturs Steingrímssonar. Arnar hefur átt farsæl ár með meistaraflokki karla í handbolta hjá ÍBV síðustu misseri og fyrir þjálfunina átti hann farsælan feril sjálfur í handbolta. Hann hefur nú lagt skóna á hilluna og kláraði síðasta tímabilið sem […]
Draumurinn um vatnið rættist á Þorláksmessu

Þess var minnst 7. júlí sl. á opnu málþingi í Sagnheimum að 50 ár voru liðin frá því fyrsta vatnsleiðslan var lögð til Eyja. Í sömu viku var fylgdi sérstakt 18 bls. vatnsblað með Eyjafréttum. Í blaðinu var fjallað var undirbúning og framkvæmdir sem hófust sumarið 1966 með lagningu vatnsleiðslu frá vatnsinntaki úr bergvatnsá við bænum Syðstu Mörk til […]
Eyjamaðurinn getur flutt frá Eyjum en þær flytja aldrei úr hjarta hans

Elliði Vignisson var ráðinn bæjarstjóri í Ölfusi í júlí, eftir að hafa sinnt því starfi Í Vestmannaeyjum síðustu tólf ár. Að mati Elliða eru fjölmörg spennandi verkefni fyrir stafni í Ölfusi enda svæðið stórt og hlakkar til að takast á við ný verkefni. Elliði var í viðtali við Eyjafréttir í síðasta tölublaði. Aðspurður um nýtt […]
Komdu í heimsókn!

Það er tvennt sem við getum stólað á í lífinu; annað hvort verðum við gömul eða deyjum áður. Það að tilheyra er ein stærsta þörf manneskjunar og minnkar ekkert með aldrinum þó færni skerðist. Hjúkrunar- og dvalarheimili reyna eftir bestu getu að mæta þessari þörf og eru sífellt að efla tækifæri til félagsstarfa. En dýrmætustu […]
Okkar kjörorð er að verða að gagni ef eitthvað bjátar á

Björgunarfélag Vestmannaeyja (BV) eins og við þekkjum félagið í dag varð til við sameiningu Hjálparsveitar skáta í Vestmannaeyja og Björgunarfélagsins 1992. Það er ein af stoðum bæjarfélagsins með 30 til 35 manna hóp sem alltaf er til þjónustu reiðubúinn þegar eitthvað bjátar á hjá samborgurunum. Eins og til dæmis þegar brjálað veður skellur á, leita […]
Krónan óskar eftir samfélagsverkefnum til að styrkja

Krónan auglýsir þessa dagana eftir styrktarumsóknum frá Vestmannaeyjum. „Við höfum áhuga á að taka þátt í uppbyggingu í samfélaginu og auglýsum eftir styrktarumsóknum,” segir í auglýsingunni. Um er að ræða samfélagsstyrki sem styðja samfélagið t.d. á sviði íþrótta/hreyfingar, menningar og lista eða menntunar. Krónan hefur hingað til veitt styrkinn mánaðarlega og verið bundið barna- og […]
Sólríkur laugardagur á Þjóðhátíð

Veður var með besta móti í Vestmannaeyjum í gær, sól og blíða. Dagskráin byrjaði á barnaskemmtuninni þar sem Skoppa og Skrítla og Páll Óskar skemmtu krökkunum. Söngvakeppni barna hófst einnig í gær og heldur áfram í dag. Kvöldið var ekki að verri endanum og veðrið í brekkunni var gott og milt. Brekkan var stór í […]