Ný skipan í forystu SFS

Gunnþór (002)

Á fundi stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem haldinn var í dag, 17. júní, var samþykkt ný skipan í embætti og stjórnareiningar samtakanna í samræmi við samþykktir. Samþykkt var að Gunnþór Ingvason, varaformaður samtakanna, forstjóri Síldarvinnslunnar hf., taki við formennsku í samtökunum fram að næsta aðalfundi samtakanna. Þá var samþykkt að Ægir Páll Friðbertsson, ritari […]

Vísa ásökunum á bug

DSC_8031

Atvinnuvegaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Skatturinn og Fiskistofa hafa sent út sameiginlega yfirlýsingu vegna ásakana sem atvinnuvegaráðuneytið og starfsfólk þess hefur sætt undanfarið í tengslum við breytingu á lögum um veiðigjöld. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Við undirbúning og gerð frumvarps til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld var haft samráð […]

Hægir á matvöruhækkunum í júní

Innkaup Kerra

Verðlag á dagvöru hækkaði 0,58% í maí samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ og nemur árshækkun um 4,5%. Er þetta fjórða mánuðinn í röð sem vísitalan hækkar um meira en hálft prósent milli mánaða en sá hækkunartaktur jafngildir um 6% árshækkun á matvörum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir jafnframt að megindrifkraftar verðhækkana í maí […]

Frá Vestmannaeyjum til Vesturheims

Á morgun, laugardag verður haldin afar áhugaverð ráðstefna í tilefni þess að í ár eru 170 ár liðin frá því að Íslendingar settust fyrst að í Vesturheimi. Elsta Íslendingabyggðin er í  bænum Spanish Fork, Utah en þar settust þrír einstaklingar að þann 7. september 1855. Það voru þau hjónin Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir frá […]

Ekki annað ráðlegt en að fylgja leiðbeiningum vísindamanna

Sjomadur Bergey Opf 22

Hafrannsóknastofnun birti í morgun ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár 2025/2026. Enn er lagt til að dregið verði saman í ráðlögðum þorskafla. Í samræmi við aflareglu stjórnvalda er lagt til að hámarksafli þorsks á næsta fiskveiðiári verði alls 203.822 tonn, en á yfirstandandi fiskveiðiári er hann tæplega 213.214 tonn. Samdrátturinn á milli fiskveiðiára er því um 4,4%. […]

Ha! Nei!, getur ekki verið!

lotto

„Ha nei!, ha nei!, getur ekki verið!“ endurtók vinningshafinn aftur og aftur eftir að hann sá vinningsmerkið við miðann sinn inn á lotto.is. Hann starði lengi á töluna við merkið – því hún gat varla verið dagsetning – en hann átti jafn erfitt með að trúa því að þetta væri raunveruleg vinningsupphæð sem hann hefði […]

Tónleikar Kórs Vídalínskirkju í Landakirkju

Sunnudaginn 8. júní nk. kl. 17:00 heldur Kór Vídalínskirkju úr Garðabæ tónleika í Landakirkju í Vestmannaeyjum.  Með á tónleikunum verður Kór Landakirkju og munu kórarnir syngja saman nokkur lög undir stjórn kórstjóranna, Jóhanns Baldvinssonar og Kitty Kovács.  Á efnisskránni verða þekkt íslensk kórlög, m.a. lög úr ferð kórsins til Ungverjalands síðastliðið sumar, en einnig nýrri lög […]

Safnað fyrir Bergið Headspace í Krónunni

Krónan mun standa fyrir söfnun fyrir stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið Headspace í verslunum sínum um allt land á morgun og á fimmtudaginn, dagana 28. og 29. maí. Þá býðst viðskiptavinum að gefa 500 krónur eða meira á sjálfsafgreiðslukössum og í Skannað og skundað í lokaskrefi afgreiðslu. Upphæðin rennur óskert til Bergsins sem veitir ungmennum á […]

Á­hrif breytinga á veiði­gjaldi – stað­reyndir og á­hrif nýs frum­varps

F3cea2d0 Bf35 45bf 8283 8afebe297627 Narfi

Á undanförnum árum hefur sífellt verið reynt að þrýsta á um hækkun veiðigjalda með rangfærslum og ósönnum fullyrðingum. Nú liggur fyrir frumvarp sem felur í sér stórfellda hækkun á veiðigjöldum og byggir á fullkomlega óraunhæfum forsendum. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja fundaði nýverið með þingmönnum Suðurkjördæmis. Þar útskýrðum við annars vegar ranga útreikninga sem liggja að baki frumvarpinu […]

Tímamót í sögu UMFÍ

IBV UMFI 2025 Ads

„Allar hendur voru uppréttar og tillagan var samþykkt samhljóða,“ segir Gunnar Páll Hálfdánsson, formaður Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV). Tímamót voru á ársþingi bandalagsins í gær þegar samþykkt var samhljóða umsókn ÍBV um aðild að UMFÍ. Með samþykktinni lýkur vegferð sem hófst fyrir meira en aldarfjórðungi enda eru nú öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ í gegnum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.