Jóker-vinningur til Eyja

lotto-2.jpg

Enginn var með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins og verður potturinn því fimmfaldur næst! Fimm miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hver þeirra tæpar 180.000 krónur í sinn hlut. Tveir miðanna voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni, tveir á vef okkar lotto.is og einn í Lottó appinu. Einn heppinn miðahafi var með allar tölur […]

Krafa um tafarlaus viðbrögð vegna lokana á flugbrautum

Reykjavikurflugv Final Isavia

Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi hefur sent frá yfirlýsingu vegna lokunar flugbrauta 13 og 31 á Reykjavíkurflugvelli. Yfirlýsingin var send til borgarstjóra Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu, Isavia og  innviðaráðherra. Í yfirlýsingunni segir að þann 10. janúar sl. hafi verið tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta, 13 – 31, […]

Mótmælir aukningu á afla til strandveiða

Framkvæmdastjórn SSÍ mótmælir aukningu á afla til strandveiða í tilkynningu sem hún sendi frá sér í dag. Þar segir: Meðan félagsmenn innan SSÍ sem eru launamenn allt árið hjá útgerðum þessa lands, sæta skerðingu á aflaheimildum er stefnt að aukningu á afla til strandveiða. Því er haldið fram óhikað að þessi aukning sé „bara“ tekin úr […]

Aglow samveran fellur niður – uppfært

landakirkja_safnadarh.jpg

Aglow samvera verður í kvöld 5. febrúar kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Við munum eiga gott samfélag saman. Byrjum með hressingu,  syngum saman  og  heyrum uppörvandi boðskap. Lilja Óskarsdóttir mun tala til okkar  og verður áhugavert að heyra í henni. Lilja er kennari og hjúkrunarfræðinur og hefur starfað víða m.a. verið kristniboði í Afríku.  Lilja […]

Kannski kominn tími til að við lærum af Færeyingum

Utbodsthing Eyjolfur

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti opnunarávarp á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins á Grand hótel í gær. Í ávarpi sínu sagði Eyjólfur að ríkisstjórnin hafi kynnt skýra stefnu um kraftmikla uppbyggingu samgönguinnviða um allt land. Hann sagði uppbygginguna ekki aðeins fjárfestingu í samgöngukerfinu heldur í framtíð landsins. Góðar samgöngur stuðli að aukinni velmegun og bættum lífskjörum. […]

Félagsfundi ÍBV frestað

IBV_fanar-11.jpg

Fyrirhuguðum félagsfundi ÍBV-íþróttafélags sem átti að fara fram mánudaginn 27. janúar hefur verið frestað vegna breyttra aðstæðna. Ný dagsetning verður auglýst fljótlega, segir í tilkynningu frá aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags. (meira…)

Litla Mónakó – í heimsklassa!

default

52.000 nýir Vestmannaeyingar og stærsta hótelkeðja í heimi  Óhætt er að segja að nýja árið byrji með látum. World  Class til Eyja Í síðustu viku greindi Viðskiptablaðið frá því að World Class væri í viðræðum við Vestmannaeyjabæ um að reka heilsurækt við sundlaugina í Vestmannaeyjum. Þetta eru aldeilis ánægjulegar fréttir og í raun miklu stærri […]

Nóttin sem aldrei gleymist

SJ 42415 Gullberg VE 292 Heimaeyjargosið D1-1 23.01.1973

Í dag, 23. janúar eru rétt 52 ár liðin frá því eldgos braust út á Heimaey. Heilt byggðarlag lagðist svo gott sem af. Íbúarnir, eða tæplega fimmþúsund einstaklingar, þurftu að yfirgefa heimili sín um miðja nótt, og mörg þeirra áttu eftir að fara undir ösku og eld. Hluti af eyjunni okkar varð hrauninu að bráð og austurbærinn sem áður var blómleg byggð varð skyndilega horfin heimur. Þessa sögu þekkja allir Íslendingar og hér […]

Skákþing Vestmannaeyja hefst 2. febrúar

Skák Lagf 25

Skráning keppenda á Skákþing Vestmannaeyja 2025  er hafin en mótið hefst sunnudaginn 2. febrúar nk. Mótið er fram í skákheimili TV að Heiðarvegi 9  og verður teflt á sunnudögum kl. 13.00 og fimmtudögum kl. 19.30.   Umhugsunartími á keppenda á skák verður 60 mínútur  + 30 sek. á hvern leik. Er þetta sömu tímamörk  og undanfarin […]

„Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“

IMG_20240121_164700

Fjáröflunar – og vitundarvakning Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein hófst í dag. Vitundarvakningin er árleg og er ein stærsta fjáröflun félagsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að markmið átaksins sé að vekja athygli á mikilvægi starfsemi Krafts og veita fólki innsýn inn í þær áskoranir sem fylgja því að greinast […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.