Pílufélag Vestmannaeyja hlaut samfélagsstyrk Krónunnar

Samfelagsstyrkur 2024 Eyjar

Krónan gekk nýlega frá vali á þrettán samfélagsverkefnum víða um land sem Krónan styrkir á þessu ári til góðra verka. Meðal þeirra sem hlutu styrk er Pílufélag Vestmannaeyja til að styrkja og efla starf yngri flokka í félaginu. Pílufélag Vestmannaeyja er áfengis- og vímuefnalaust félag sem leggur mikla áherslu á að bjóða börnum, ungmennum og […]

Ég mótmæli

Líklega verður fundarins í höllinni síðasta miðvikudag minnst sem leiðinlegasta fundi allra tíma, nema kannski ef undan er skilinn hvítþvottafundur dýralæknanna Sigurðar Inga og Bergþóru Þorkelsdóttur í Akóges 13. mars sl. Einu sinni voru kosningafundir lifandi, skemmtilegir og vel sóttir. Mönnum heitt í hamsi og létu flakka. Fundarformið kappræður í sjónvarpssal er ekki heppilegt á […]

Enn og aftur um minnisvarðann, eða listaverkið á Eldfelli

Eldfell Yfir Cr

Nú er í kynningarferli listaverk sem setja á upp á Eldfell. Upphaflega var þetta reyndar kynnt sem minnisvarði en nú skal listaverk kalla, skiptir þó kannski ekki öllu, en snýst líklega að mestu að því að sýna listamanninum virðingu.  Í þeim kynningargögnum sem liggja fyrir er gert ráð fyrir nýjum útsýnisstað á Eldfellshrauni þar sem […]

Fréttin var sú ágæt ein

Raggi Os 2022 Lagf Tms 2

Eins og maður verður oft hryggur þegar illar fréttir berast alls staðar að úr heiminum, verður maður glaður þegar góðar fréttir berast. Þannig barst okkur afar góð frétt í morgun. Góða fréttin var sú að annað skiptið í röð hafa stýrivextir verið lækkaðir, og þó nokkuð. Þetta er gert nú vegna þess að verðbólgan er […]

Vegleg gjöf til Verkdeildar BS frá Kiwanisklúbbnum Helgafell

Við í Verkdeild Barnaskólans, sem samanstendur af fimm flottum peyjum og starfsfólki, viljum koma kærum þökkum til Kiwanismanna í Vestmannaeyjum. Þeir voru svo höfðinglegir að færa okkur að gjöf Prowise snjallsjónvarp sem mun nýtast okkar nemendum vel í allskyns kennslu, sem er bæði skemmtileg og fjölbreytt. Þetta sjónvarp mun hjálpa okkur starfsfólki að nýta styrkleika […]

Litla Mónakó – VÁ!

default

Ný fóðurverksmiðju að koma til Vestmannaeyja? Gríðarleg verðmætasköpun og samlegðaráhrif verður hjá risunum þremur. Allt að 50 störf gætu skapast + afleidd störf. Klasamyndunin er hafin! Svona hefst pistill Jóhanns Halldórssonar um áframhaldandi uppbyggingu í Vestmannaeyjum, sem hann kallar gjarnan litla Mónakó. Grípum aftur niður í pistil hans. Stærsti framleiðandi á fiskifóðri í heimi Í […]

Búbblur og bröns á laugardag

Sjalfst 4efstu 2024 Ads

Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum opnar kosningaskrifstofu fyrir alþingiskosningarnar 30.nóvember. Framundan er mikilvægur tími fyrir okkur sjálfstæðisfólk um allt land og því mikilvægt að þétta hópinn og koma alvöru stemningu í starfið. Við opnum því kosningaskrifstofu á laugardag, fyrir litla lundaballið hans Eyþórs Harðar, oddvita okkar, sem hefur ásamt félögum sínum í Heimaeyjarlandinu haft veg og vanda […]

Suðureyjargöng (Færeyjar) vs. Heimaeyjargöng

Sandoy Gongin Faereyjar

Nú liggur fyrir að nefnd, sem skoða á möguleikann á göngum milli lands og Eyja, er að skila af sér. En mér finnst dapurlegt að lesa, og þá sérstaklega greinar eftir frambjóðendur sem setið hafa í ríkisstjórnarmeirihluta sl. 7 ár og eru í flokkum, sem m.a. hafa haft undir höndum innviðarráðuneytið og ætla núna, rétt […]

Hvaða flokkar?

Raggi Os 2022 Lagf Tms 2

,,Jæja, nú eruð þið hjá Vinstri grænum búin að vera. Þið eruð komin niður í 3 eða 4% fylgi og fáið ekki mann á þing í kosningunum í lok mánaðarins.“ Þessa athugasemd fékk ég að heyra nú á dögunum frá ágætum vini mínum. ,,Æ, hvað það yrði slæmt, ekki bara fyrir Vinstri græn, heldur fyrir […]

Vetraraðstaða knattspyrnunnar – gervigras á Hásteinsvöll

Hásteinsvöllur Mynd Nr. 1

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum tóku þá ákvörðun í lok árs 2023 að gervigras yrði sett á Hásteinsvöll. Þó svo ekki sé fullur einhugur um þá ákvörðun innan ÍBV íþróttafélags þá þarf að vinna með þá niðurstöðu svo hún skili sem mestum ávinningi fyrir iðkendur knattspyrnu hér í Eyjum.  Þær skoðanir sem voru uppi áttu það sameiginlegt […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.