Löggjafinn ræður leikreglum

DSC_8177

Allt frá því að frumvarp um verulega og fyrirvaralausa hækkun veiðigjalds var lagt fram hafa fjölmargir hagaðilar um allt land varað við áhrifum þess. Þar á meðal hafa verið sveitarfélög og fyrirtæki í sjávarútvegi, iðnaði, tækni og nýsköpun. Ekki hefur reynst vilji til þess að ræða álitamálin þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á […]

Tyrkjaránsdagur 12. júlí 2025

Tyrkjaran Ads 2

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum mun að venju í júlímánuði bjóða upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Á þessu ári eru liðin 398 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu,  drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu […]

Yfirlýsing hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar og framkvæmdastjóra Herjólfs

20230728 162402

Undirrituð eru sammála um mikilvægi þess að komu- og brottfarartímar almenningssamganga við Vestmannaeyjar standist. Eðlilega getur margt haft áhrif á áætlun Herjólfs, þar á meðal önnur skipaumferð um Vestmannaeyjahöfn. Það varð tilefni þess að framkvæmdastjóri Herjólfs fór þess á leit við hafnarstjóra að tekin verði upp sú regla að Herjólfur njóti forgangs í siglingum innan […]

Laxey: 4 milljarða króna hlutafjáraukning

Laxey, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, hefur lokið seinni hluta hlutafjárútboðs vegna uppbyggingar á öðrum áfanga af sex, með aukningu upp á um 4 milljarða króna. Alls hefur félagið þannig aukið hlutafé um 9 milljarða króna á árinu, en um helmingur þeirrar fjárhæðar kemur frá nýjum fjárfestum. Vegna mikillar eftirspurnar frá […]

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun. Frá upphafi 9. áratugarins fækkaði íbúum Vestfjarða mikið eða þangað til að viðsnúningur varð árið 2017. Óumdeilt […]

Klara Einars á Þjóðhátíð

Klara Ads

Klara Einars sendi frá sér nýtt lag í síðustu viku “Ef þú þorir” og í morgun var það tilkynnt á hún verður á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum. Á síðustu rúmlega tveimur árum hefur hún sent frá sér átta lög bæði ein og í samvinnu við aðra og í sumar verður hún á fleygiferð […]

Aukatónleikar vegna mikillar eftirspurnar

Einungis örfáir miðar eru eftir á gosloka tónleikana „Úr klassik í popp“ á fimmtudagskvöldinu 3. júli. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákeðið að halda aukatónleika föstudaginn 4. júlí kl. 18:00. Flutt verða sígild popplög sem voru sótt í klassísk verk tónskáldanna Bach, Beethoven, Tchaikovsky, Brahms, Mozart o. fl. o. fl. Lög eins og Whiter Shade of […]

Svar við bréfi Stjána

DSC_6266

Kæri Stjáni Takk fyrir þetta opna bréf. Það er gott að vita af því að aðstandendur þeirra sem eru á Hraunbúum sem er rekið af HSU séu vakandi fyrir aðstæðum og aðbúnaði sinna nánustu. Þú hefu vakið máls á þessu við tæknideildina hjá okkur og málið er í vinnslu þar. Við viljum öll að aðbúnaður […]

Opið bréf til Írisar bæjarstjóra

Hraunb IMG 3125 2

Tilefni þessa bréfs er að ég hef haft áhyggjur af loftræstingarkerfinu á Hraunbúðum. Nú er ég búinn að vera að fylgjast með loftræstikerfinu síðan í febrúar. Keypti 6 rakamæla í Heimaraf til að kanna rakastigið. Fékk starfskonur til að fara með mæla inn á ýmis herbergi til að kanna rakastigið, sem reyndist því miður alltof lágt. […]

Fréttir af baggavélum og lömbum

Síðan ég tók sæti á þingi hefur mér þótt þreytandi að hlusta á þingmenn ákveðinna flokka tala landsbyggðina niður, tala alltaf um okkur landsbyggðafólk eins og þurfalinga sem eigum endalaust bágt og að það sé alltaf verið að ráðast á okkur. Það hlýtur að vera þreytandi að líða alltaf eins og maður sé í vörn […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.