Bókaárið 2024 í Pennanum Eymundssyni

Bókaárið 2024 var viðburðaríkt og nú hefur Penninn Eymundsson birt lista yfir vinsælustu bækurnar á árinu 2024, og má þar sjá verk sem spanna frá glæpasögum yfir í ævisögur. Það voru fimm bækur sem stóðu upp úr árið 2024 sem vinsælustu bækurnar, hver með sína sögu og stíl. Á toppnum trónaði Ferðalok eftir Arnald Indriðason […]
Viðvaranir um land allt

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvaranir fyrir alla landshluta. Ýmist appelsínugular eða gular. Appelsínugul viðvörun: Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Gul viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Suðausturland, Miðhálendi, Allt landið og Strandir og norðurland vestra Á Suðurlandi er […]
Fjölbreytt fræðsla og skapandi námskeið hjá Visku

Það er margt spennandi framundan hjá Visku þessa dagana. Meðal þess sem er á döfinni er salsanámskeið undir leiðsögn Ernu Sifjar Sveinsdóttur ásamt leikfangaheklu námskeiði hjá Emmu Bjarnadóttur. Salsanámskeiðið verður haldið í febrúar og fer fram alla miðvikudaga og sunnudaga. Haldin verða tvö heklunámskeið, annars vegar í febrúar og hins vegar í mars. Febrúarnámskeiðið er nú […]
Kannski kominn tími til að við lærum af Færeyingum

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti opnunarávarp á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins á Grand hótel í gær. Í ávarpi sínu sagði Eyjólfur að ríkisstjórnin hafi kynnt skýra stefnu um kraftmikla uppbyggingu samgönguinnviða um allt land. Hann sagði uppbygginguna ekki aðeins fjárfestingu í samgöngukerfinu heldur í framtíð landsins. Góðar samgöngur stuðli að aukinni velmegun og bættum lífskjörum. […]
Fyrir og eftir gos í Einarsstofu – 1973 – Allir í bátana

Ingibergur Óskarsson, upphafsmaður og drifkrafturinn í verkefninu, 1973 – Allir í bátana sá frá upphafi að reglulega yrði að minna á verkefnið til að fá sem flesta til að hjálpa til við að segja sögu sína. Er hann með sýningu á myndum í Einarsstofu sem hann kallar, Fyrir og eftir. Forsagan er að um vorið […]
Mannabreytingar í stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja var haldinn sl. þriðjudag. Mannabreytingar urðu á stjórn samtakanna og ákváðu þrír reynslumiklir stjórnarmenn að draga sig í hlé frá stjórnarsetu. Það eru þau Berglind Sigmarsdóttir, Íris Sif Hermannsdóttir og Páll Scheving Ingvarsson. Auk þeirra hætti Jóhann Ólafur Guðmundsson í stjórn eftir árs stjórnarsetu. Í stað þeirra komu í stjórnina þau Ólafur Jóhann Borgþórsson, […]
Alls bárust 3.985 umsagnir

Samantekt um tillögur, hugmyndir og sjónarmið sem bárust í verkefninu Verum hagsýn í rekstri ríkisins hefur verið birt í samráðsgátt. Alls bárust 3.985 umsagnir sem er metfjöldi og um 0,7% þjóðarinnar tók þátt í samráðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Langflestar umsagnir bárust frá einstaklingum en rúmlega 60 bárust frá félagasamtökum og fyrirtækjum. Þá […]
Huginn varð vélarvana í innsiglingunni – uppfært

Síðdegis í dag varð Huginn VE vélarvana í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn. Bæði Lóðsinn og björgunarskipið Þór héldu til aðstoðar, en skipið var austan við Hörgaeyrargarð þegar það varð vélarvana. Uppfært kl. 17.05: Að sögn Sindra Viðarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar drapst á aðalvél skipsins þegar þeir voru að sigla inn innsiglinguna. Áhöfnin náði að kasta akkeri og […]
Samfélags-lögreglan fræðir um notkun samfélagsmiðla

Lögreglan í Eyjum stofnaði nýverið Instagram-síðu sem kallast samfélagslöggur í Eyjum. Markmið síðunnar er að leyfa fólki að fylgjast með og fræða þau um fjölbreytta þætti lögreglustarfsins. Samfélagslögreglan hefur verið á ferðinni undanfarið, frætt börn og ungmenni meðal annars um umferðaröryggi, samfélagslega ábyrgð og fleira. Nýjasta verkefni samfélagslögreglunnar snéri að því að ræða við krakka […]
Áfram gular viðvaranir

Í dag er í gildi gul viðvörun á Suðurlandi, Breiðafirði, Faxaflóa, Vestfjörðum og á Miðhálendi. Á Suðurlandi er viðvörunin í gildi til klukkan 18.00 í dag. Næsta gula viðvörun tekur svo gildi samtímis á landinu öllu klukkan 17.00 á morgun, föstudag og gildir hún til klukkan 23.00 á sunnudagskvöld. Í viðvörunarorðum Veðurstofunnar fyrir þá viðvörun […]