KFS gerir upp tímabilið

Kfs Ads 25 Lokah Cr

KFS hélt lokahóf sitt að loknu tímabili þar sem veitt voru hefðbundin verðlaun fyrir frammistöðu leikmanna á árinu. Verðlaunahafar ársins voru: Leikmaður ársins: Alexander Örn Friðriksson. Mestu framfarir: Heiðmar Þór Magnússon. Efnilegastur leikmaður: Sigurður Valur Sigursveinsson. Markahæstu leikmenn: Junior Niwamania og Daníel Már Sigmarsson – 8 mörk hvor. Auk þess hlaut Jóhann Norðfjörð viðurkenningu fyrir […]

Molda snýr aftur með nýtt efni

Eftir rúmlega árs pásu stígur Molda aftur á sviðið með ferskt efni og nýjar tónlistarlegar áherslur. Hljómsveitin sækir innblástur í grunge-tímabilið og má þar greina áhrif frá sveitum á borð við Audioslave, Soundgarden og Foo Fighters. Nýja lagið Kill It with Kindness markar upphaf nýs kafla í ferli sveitarinnar, og von er á frekara efni […]

Alfreð tók þátt í List án landamæra

Alfreð Geirsson, tók þátt í List án landamæra, sem haldin er þessa dagana í Gerðubergi í Reykjavík. Alfreð mætti á opnun sýningarinnar ásamt sínu besta fólki og var hann aukalistamaður í hátíðinni. List án landamæra er árleg listahátíð sem leggur sérstaka áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur verið haldin frá árinu 2003. Markmið hátíðarinnar […]

Samráðsferlið hafið

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðaði nýverið samráð um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla. Markmið breytinganna er að styrkja framhaldsskólastigið, efla starf skólanna og þjónustu við nemendur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að samráðsferlið hafi hafist með stórum vinnufundi með öllum skólameisturum í lok september. Þar var farið yfir stjórnsýslulegt hlutverk fyrirhugaðra svæðisskrifstofa auk þess sem samspil […]

Tjón í Vestmannaeyjahöfn eftir storminn

Hofnin 20251009 103352

Vestan stormur gekk yfir sunnanvert landið í gærkvöld og nótt, með hviðum sem mældust nær 40 metrum á sekúndu á Stórhöfða þegar mest gekk á. Veðurstofan hafði áður varað við talsverðum sjógangi í kjölfar stormsins, og reyndist það eiga við í Vestmannaeyjahöfn. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta fóru tveir léttabátar á hvolf í höfninni og sá þriðji […]

Minna tuð – meiri tenging

ADHD Eyjar standa fyrir fræðslufundi mánudaginn 13. október klukkan 20:00 í Visku undir yfirskriftinni „Minna tuð – meiri tenging“. Fundurinn er ætlaður aðstandendum barna og unglinga með ADHD, en einnig öllum sem vilja fræðast og skilja betur hvernig hægt er að styðja einstaklinga með röskunina í daglegu lífi. Fyrirlesari kvöldsins er Jóna Kristín Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri […]

Rafmagn komið aftur á

Rafmagnslaust var í á aðra klukkustund í Vestmannaeyjum, í Vík og í Landeyjum í dag. Útleys­ing var vegna seltu, segir í tilkynningu frá Landsneti. ,,Rafmagn er komið á aftur, engar skemmdir fundust á línunni en selta er talin ástæðan fyrir rafmagnsleysinu. Veðrinu síðasta sólarhring fylgdi mikil selta en rigningin sem er núna mun hjálpa til […]

Rafmagnslaust í Eyjum, Vík og Landeyjarsandi – uppfært

Rafmagnið fór af öllum Vestmannaeyjabæ laust fyrir klukkan 12 í dag. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Landsnets leysti Rimakotslína 1 út. „Rimakotslína 1 milli Hvolsvallar og Rimakots leysti út. Raf­magns­laust er í Vestmannaeyjum, Vík og Landeyjarsandi,” segir í tilkynningunni. Uppfært kl. 12.18. Fram kemur í tilkynningu Landsnets að orsök liggi ekki fyrir en verið er að […]

Minningarstund í Landakirkju

15. október er dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi. Við komum saman og minnumst þeirra sem ekki fengu að dafna með okkur. Minningarstundin fer fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum, miðvikudaginn 15. október kl. 20:00. Stundin hefst á því að hlusta á brot úr streymi styrktarfélagsins Gleym mér ei, sem heldur árlega minningarstund sína á […]

Samstarf um fjölþætta heilsueflingu framlengt

IMG 5063

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Janus Guðlaugsson, forsvarsmaður Janusar heilsueflingar, hafa undirritað nýjan samstarfssamning um verkefnið Fjölþætt heilsuefling 60+ í Vestmannaeyjum – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa. Samstarfið, sem hófst árið 2019, hefur skilað afar góðum árangri og mikilli ánægju meðal þátttakenda. Með nýja samningnum er verkefnið nú opið fyrir íbúa 60 ára og eldri en áður […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.