Skapandi framtíð í Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum

„Ég og Smári McCarthy áttum frumkvæði að stofnun á fyrstu Fab Lab smiðjunni á Íslandi hér í Vestmannaeyjum árið 2008. Þá var ég starfsmaður Vestmannaeyjabæjar og við sóttum um styrk til ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar í þorskkvóta á sínum tíma og en ég hafði samband við Þorstein Inga Sigfússon heitinn sem var fljótur að kveikja á […]
Sumarlokun leikskóla lengist

Samræmd dagatöl skóla og frístundavers voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið. Þar kom fram að skólaskrifstofa leggur til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2024 verði 10. júlí-14. ágúst og að opnað verði klukkan 10 þann 15. ágúst. Þetta er þá aukning um tvo lokunardaga frá síðasta sumri sem telst nauðsynlegt vegna fjölda […]
Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig?

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi efna nú til fjölda funda um landið og viljum heyra, beint og milliliðalaust, hvað brennur á fólki í tengslum við sjávarútveg. Sjálfbær nýting sjávarauðlindarinnar og hvernig arðinum af henni er skipt varðar okkur öll. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, leiðir fundina og fær til liðs við sig Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðing […]
Strákarnir áfram í Evrópubikarnum

Seinni leik ÍBV og Differdange í Lúxemborg í þriðju umferð Evrópubikars karla í handbolta var að ljúka rétt í þessu. Lauk honum með 35:34 sigri Eyjamanna. Í fyrri leiknum hafði ÍBV betur, 34:30 og er liðið þar með komið í fjórðu umferð keppninnar. Þessar bráðskemmtilegu myndir tók Egill Egilsson,: ÍBV að fagna sigri.. Egill mætti […]
Með fjögurra marka forskot í seinni leikinn

ÍBV vann fjögurra marka sigur, 34:30 á Differdange í Lúxemborg í fyrri leiknum í þriðju umferð Evrópubikars karla í handbolta í gær. ÍBV var 15:12 yfir í hálfleik og hélt þeirri forystu út síðari hálfleikinn og vann að fjögurra marka sigur. Seinni leikurinn er í dag á sama stað og eru Eyjamenn í vænlegri stöðu […]
Ný gerð af sorporkustöðvum lausnin?

Það var með ólíkindum þegar Umhverfisstofnun með fulltingi þáverandi umhverfisráðherra beitti öllum tiltækum ráðum til að loka sorporkustöð Vestmannaeyja árið 2011. Með tilheyrandi auknum kostnaði og umhverfissóðaskap hefur brennanlegt sorp í Vestmannaeyjum verið flutt um langan veg þar sem það er urðað með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Nú gæti lausn verið í sjónmáli. Á fundi sem Ásmundur […]
ÍBV mætir Rauðu strákunum

ÍBV sat hjá í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik sem fram fór í síðasta mánuði. Í dag og á morgun mætir ÍBV HB Red Boys Differdange, meistaraliðinu í Lúxemborg. Leikirnir hefjast klukkan 14.30 báða dagana og fara fram í Centre Sportif Niederkorn í Lúxemborg. HB Red Boys Differdange er eitt þriggja liða sem hefur […]
Hagnaður sjávarútvegsfélaga 67 milljarðar 2022

Tekjur í sjávarútvegi jukust um 73 milljarða frá árinu 2021 til 2022 eða um 23,8% en á sama tíma nam hækkun á íslenskum sjávarafurðum 18,7%. Hagnaður ársins 2022 var 67 milljarðar króna, um tveimur milljörðum meiri en 2021 og reiknaður tekjuskattur var 17 milljarðar króna. Skuldastaða sjávarútvegsfyrirtækja hækkaði um 4,4 milljarða á árinu og fór […]
Bíða með að auglýsa stöðu aðstoðarskólastjóra

Grunnskóli Vestmannaeyja var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Um var að ræða framhald af 6. máli 376. fundar fræðsluráðs, skipurit GRV þar sem ákveðið var að yfirfara og meta skipurit hjá Grunnskóla Vestmannaeyja. Skipaður var starfshópur til að vinna að því. Starfshópurinn átti fundi með öllum stjórnendum GRV. Það er mat hópsins að […]
25 styrkumsóknir bárust

Vestmannaeyjabær auglýsti í október eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu Viltu hafa áhrif 2024? Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn í gegnum fjárhagsáætlun næsta árs. Fram kom á fundi bæjarráðs í vikunni að […]